Ferilskynjarar nema hreyfingar og gefa frá sér viðvörunarboð og eru tímastillanlegir.  Þeir tengjast sömu stjórnstöð og Öryggishnappurinn og eru því góður viðbótarbúnaður fyrir þá sem þurfa.  Í sumum tilfellum er búnaðurinn niðurgreiddur af Sjúkratryggingum íslands.  Við bjóðum ferilskynjara til leigu gegn mánaðarlegu gjaldi.


Ferilskynjarar henta þeim sem þarf að vakta, til að auka öryggi þeirra sem búa einir heima. Einnig þeim sem dvelja á hjúkrunarheimilum og spítölum.


Þá er hægt að vakta ferðir og hreyfingar einstaklinga með mottum sem skynja hreyfingar, svefn og flogakast. Einnig stillanlegar þannig að þær gefi viðvörunartón sé engin hreyfing í ákveðinn tíma.