Nánar

Myndvöktun

Tafarlaus viðbrögð við boðum og óeðlilegum mannaferðum

Með myndvöktun birtast myndir frá eftirlitsmyndavélum í vaktmiðstöð Öryggismiðstöðvarinnar um leið og boð um óeðlilegar mannaferðir berast frá öryggiskerfi. Starfsmenn vaktmiðstöðvar geta þannig fyrr staðfest innbrot, borið kennsl á innbrotsþjófa og boðað lögreglu á staðinn.

Í myndvöktun er notast við nýjustu IP tækni í eftirlitsmyndavélum og getur fjöldi myndavéla verið eftir þörfum hvers og eins. Ekkert stofngjald er greitt heldur einunigs mánaðargjald fyrir leigu á búnaði og Myndvöktun kerfis.

Tryggðu þér myndvöktun Öryggismiðstöðvarinnar - með myndvöktun er þitt fyrirtæki öruggara.

Öruggara fyrirtæki með myndvöktun:

Myndavélakerfi sem tekur upp allan sólarhringinn við hreyfingu í myndfleti. Enginn stofnkostnaður og viðskiptavinur greiðir aðeins mánaðargjald.

Kostir Myndvöktunar er að hún getur í mörgum tilvikum leyst af hólmi mannaða gæslu eða komið sem mikilvæg viðbót við slíka gæslu. Það er ógjörningur fyrir óprúttna aðila að átta sig á hvaða tímum vaktmiðstöðin sinnir reglubundnu eftirliti með myndavélakerfinu.

Vaktmiðstöð sendir frá sér athugasemdir ef ekki næst tenging við myndavélakerfið eða sé virkni þess ekki í lagi og þannig fæst öflugt eftirlit með myndakerfinu.

Með Myndvöktun gefst stjórnstöð tækifæri til að greina á augabragði eðli boða. Sé um raunverulegt innbrot að ræða sem hægt er að staðfesta í myndavélakerfi getur Myndvöktun þannig flýtt fyrir því að þriðji aðili, t.d. lögregla, sé kallaður til. Lögregla sinnir ekki boðum frá kerfum nema staðfest hafi verið að eðli boða kalli á viðbrögð lögreglu. Slíkt er hægt að gera með Myndvöktun.

Grunnforsenda tilboðs er að öryggiskerfi fyrirtæksins sé tengt vaktmiðstöð Öryggismiðstöðvarinnar.
Sé fyrirtækið ekki með öryggiskerfi nú þegar bjóðum við kerfi á frábærum kjörum. Við setjum kerfið upp án stofnkostnaðar og bjóðum hagstæð mánaðargjöld.

Fyrir þá sem eru með öryggiskerfi en ekki tengt vaktmiðstöð okkar bjóðum við upp á hagstæð tengigjöld án stofnkostnaðar.

// Til baka


Fá tilboð frá trausta Senda ábendingu Skráning á póstlista


karfa
Samtals 0 kr.

hlutir í körfu

0