Nánar

Vaktferðir öryggisvarða

Farandgæsla felur í sér að öryggisvörður kemur í vaktferðir á skilgreindum tímum eða tímabili. Í vaktferðum er ástand kannað og brugðist við ef frávik hafa komið upp. Fyrir hverja farandgæslu er sett upp vaktlýsing sem tiltekur verksvið öryggisvarða á staðnum.

Eftirlitsferðir öryggisvarða eru ávallt í samræmi við þarfir viðskiptavinarins. Það finnast engin tvö eins fyrirtæki sem hafa sömu öryggis- og eftirlitsþörf. Þess vegna hefur Öryggismiðstöðin engar staðlaðar lausnir, frekar ramma sem við útfyllum í samráði við okkar viðskiptavini.

Hlutverk Öryggismiðstöðvarinnar er að vakta húsnæðið og svæðið að loknum vinnudegi.

Öryggisvörður slekkur á eða tekur úr sambandi þau rafmagnstæki sem ekki er æskilegt að skilja eftir í gangi eða í sambandi. Hann tryggir að frágangur húsnæðis sé öruggur og kemur þannig í veg fyrir óþarfa tjón af völdum t.d. skemmdarverka, innbrota og veðuráhrifa.

Öll umferð á svæði viðskiptavinarins hvort sem um er að ræða bifreiða- eða mannaferðir, eru athugaðar og almenn atriði sem öryggisvörður metur sem óeðlileg eru skráð og send viðskiptavini mánaðarlega.

Það hefur fyrirbyggjandi áhrif að húsnæðið og svæðið séu undir eftirliti. Það minnkar umferð óviðkomandi aðila kringum húsnæðið. Húsnæðið og svæðið er sérstaklega merkt sem vaktað svæði.

Öryggisvörður staðfestir vakferðir sínar með aflestri merkja sem staðsett eru á vaktleið hans.

Öryggismiðstöðin sendir viðskiptavinum sínum mánaðarlega skýrslur um vaktferðir öryggisvarða. Öryggismiðstöðin gerir miklar kröfur til öryggis- varða sem hjá fyrirtækinu starfa, hvað varðar hæfni, snyrtimennsku, framkomu og verklag.

Allir öryggisverðir gangast undir stranga þjálfun og sækja námskeið sem miða að því að gera þá sem hæfasta í starfi. Verkeftirlit og endurmenntun eru meðal þeirra þátta.

Öryggismiðstöðin tekur einnig að sér bráðabirgðaviðgerðir eftir innbrot hjá viðskiptavinum, til dæmis rúðubrot, skemmdir á hurðum eða gluggakörmum og tryggir því öryggi húsnæðis fyrir frekari skemmdum.


Kostir farandgæslu:

Hentar vel sem frágangsferð, jafnvel þar sem öryggiskerfi eru. Öryggisvörður kannar að gluggar séu lokaðir, hurðir læstar, að rétt sé gengið frá rafmagnstækjum (s.s. kaffikönnum) og að lokum að öryggiskerfi sé á verði.

Hentar vel þegar um útisvæði er að ræða, t.d. bílasölur, vöruafgreiðslur o.s.frv.

Hentar vel þar sem mikilvæg er að ákveðin tæki eða búnaður sé ávallt í lagi og gangandi s.s. aflestur af kælitækjum eða gámum

Svæðið er skilmerkilega merkt VAKTAÐ og öryggisverðir koma á svæðið reglulega, fráhrindandi fyrir óviðkomandi

// Til baka


Fá tilboð frá trausta Senda ábendingu Skráning á póstlista


karfa
Samtals 0 kr.

hlutir í körfu

0