Veldu öruggan og öflugan þjónustuaðila

Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. 
 
Fyrirtækið rekur sína eigin vaktmiðstöð til móttöku boða frá öryggiskerfum viðskiptavina.  Vaktmiðstöðin er að sjálfsögðu starfrækt allan sólarhringinn, alla daga ársins. 

Öryggismiðstöðin útvegar, setur upp og þjónustar allar mögulegar lausnir í öryggi og velferð.  Við leggjum áherslu á vandaða og persónulega þjónustu.
 
Öryggismiðstöðin leitast við að ráða til sín framúrskarandi starfsfólk sem sýnir ábyrgð, mikla þjónustulund og frumkvæði í starfi og getur þannig stuðlað að framþróun fyrirtækisins og velferð viðskiptavinar. Mannauðsstefna Öryggismiðstöðvarinnar byggir á gildum okkar sem eru:
 

Forysta, Umhyggja, Traust.

 
Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og hefur fullt starfsleyfi til öryggisþjónustu frá Dómsmálaráðaneytinu. Fjöldi innlendra og erlendra úttektaraðila hafa tekið út starfsemi fyrirtækisins og vottað gæði hennar.  Starfmenn fyrirtækisins eru um 150 talsins.
 
Heiti fyrirtæksins í Fyrirtækjaskrá er Öryggismiðstöð Íslands hf. 
Kennitala félagsins er 410995-3369.
Vsk. númer er 47794.