Öll fyrirtæki sem reka starfsemi sína í nútíma umhverfi ber að tryggja öryggi viðskiptavina og starfsfólks á sem bestan hátt.  Þau verða að einsetja sér að haga rekstrinum þannig að öryggismálum sé komið í fastan farveg þar sem fagmennska og ábyrgðamyndun er skýr.
 

það er m.a. gert á eftirfarandi hátt:

  • Með því að kanna með skipulegum hætti ástand öryggismála innan fyrirtæksins t.d. með öryggisúttektum, áhættugreinnigum og öðrum tólum sem anuðsynleg eru.
  • Með því að taka upp og viðhalda þeim vinnubrögðum og verklagsreglum sem öryggisstjórnunarkerfið krefst.
  • Með símenntun og þjálfun starfsmanna.
  • Með úrbóta- og umbótaverkefnum þar sem við á.
  • Með reglulegri endurskoðun á starfsaðferðum og stefnu í öryggismálum.
Árangur á sviði öryggismála er ekki síst háður skýrri skilgreiningu á ábyrgð og jákvæðu viðhorfi starfsfólks.  því er nauðsynlegt að tryggja að allt starfsfólk sé meðvitað um öryggisstefnu fyrirtækisins og markmið hennar.
 
Síðast en ekki síst ber fyrirtækjum að fylgja þeim lögum og reglugerðum er lúta að öryggismálum í rekstri þeirra m.a. lög um öryggi og hollusutuhætti á vinnustöðum.