Samkvæmt íslenskum lögum er það á ábyrgð atvinnurekenda að gera áhættumat fyrir öll störf.  þannig eru miklar skyldur og ábyrgð lagðar á hendur atvinnurekenda.  Það er á verksviði sérfræðinga að aðstoða með gerð áhættumats en hér koma nokkur atriði til umhugsunar um hvað þarf að hafa til hliðsjónar við slíkt mat.
 

Áhættumat starfs felur í sér greiningu og skráningu álags– og áhættuþátta sem tengjast:

 • líkamlegu álagi
 • aðbúnaður og umhverfi
 • efnanotkun
 • lífefnafræðilegir þættir
 • andlegu álagi
 • slysahættu
Skoða hvort aðlaga þurfi innréttingu vinnustaðar, húsmuni, hjálpartæki, vinnu– og framleiðsluaðferðir að starfsmönnum.
 

Vinnu af eftirfarandi tagi þarf að varast eða takmarka:

 • einhliða, lýjandi vinnu
 • vinnuhraða sem getur valdið heilsutjóni
 • vinnu í einangrun
Hentug hjápartæki þurfa að vera tiltæk.
Starfsreglur um þrif, viðgerðir og viðhald.
Ráðstafanir vegna skyndihjápar, brunavarna og rýmingar.
Æfinga– og viðbúnaðaráætlun vegna neyðarástands við hættuleg störf.
 

Viðeigandi ráðstafanir gegn:

 • hættu á hruni, hrapi, skriði, titringi og hættu frá rafmagni
 • sprengihættu, eldsvoða, eitrun, köfnun o.þ.h.
 • leka, rykmyndun, reyk, gufu, óþef, gasi o.þ.h.
 • smitsjúkdómum
 • miklum hita eða kulda
 • slæmu innilofti og lélegri lýsingu
 • óþörfum hávaða
 • ónauðsynlegri geislun
 • þarflausu álagi vegna efnanotkunar
 • ónauðsynlegu líkamlegu álagi
 • óhentugum vinnustellingum og hreyfingum.

Gera þarf lýsingu og mat á vinnuumhverfisvandamálum fyrirtækisins

 • Tegund, alvara og umfang vandans
 • Orsakir vandans

Forgangsröðun og gerð framkvæmdaáætlunar

 • Hvernig á að leysa vandamálin?
 • Hver á framkvæma það?
 • Hvenær á að leysa vandamálin?

Eftirfylgni með framkvæmdaáætluninni

 • Hver ber ábyrgð á framkvæmd áætlunarinnar?
 • Hvenær og hvernig á að fylgja framkvæmdum eftir?