Rýrnunin hér á landi vegna þjófnaða er áætluð að meðaltali um 1,1% af veltu verslunargeirans.  Rýrnun er mjög mismikil eftir eðli starfsemi og hversu vel er haldið utan um öryggismál fyrirtækis.
 
Þú sem verslunarrekandi / afgreiðslumaður getur haft veruleg áhrif á það hvort þín verslun sé "heppileg" fyrir hnuplara.  Hér koma nokkur góð ráð til að lágmarka hættuna á að þjófar láta greipar sópa í versluninni.
 
 • Sendu skýr skilaboð til fólks – það er fylgst með því
 • Heilsaðu hverjum viðskiptavini þegar hann kemur inn
 • Haltu búðinni og borðum hreinum, skipulaðgri og snyrtilegri
 • Þegar viðskiptavinir ganga inn, viðurkenndu tilvist - Spyrðu ávallt hvort hann vanti hjálp
 • Ef þú rekur augun í grunsamlega aðila, elta þá um búðina og bjóddu hjálp
 • Horfðu á fólk, athuga hegðun og hafðu augun opin
 • Ef okkur er ekki sama – þá sést það

Hvaða einstaklingum á að fylgjast sérstaklega vel með?

 

Hafðu ekki miklar áhyggjur af þeim sem:

 • Klæða sig eftir veðri
 • Klæðast þröngum fötum
 • Veita engu athygli nema vörunum
 • Koma ein(n) og spyrja um aðstoð
 • Halda ekki á neinu

Hafðu auga með þeim sem:

 • Eru í áberandi víðum fötum
 • Virðast ekki vita hvað þeir vilja og ráfa um
 • Versla í kringum opnun eða lokun
 • Eru með barnavagn eða kerru
 • Eru með tösku eða poka

Gefðu þeim vandlega gaum sem:

 • Eru kolvitlaust klæddir m.v. veður
 • Koma í hópum og einn snýr sér beint að þér til að fanga athygli þína
 • Horfa mikið í kringum sig
 • Spyrja um hluti en sýna engan áhuga
 • Hreyfa sig mikið og hratt
 • Halda á mörgum hlutum í einu og þvælast með þá um allt