Ertu með öryggismálin á hreinu?

Er rýrnun hjá þér meiri en hún þyrfti að vera?

Renndu í gegnum spurningalistann og veltu fyrir þér hvort úrbóta sé þörf á einhverjum sviðum.

Húsnæðið:

1.   Eru útihurðar traustar og með öflugum læsingum?
2.   Er allir manngengir gluggar skildir eftir lokaðir með traustum læsingum?
3.   Er til skrá yfir aðila sem hafa lykla að húsnæðinu?
4.   Er skipt um læsingar ef lyklar tapast?
5.   Er öryggisfilma til staðar í stórum gluggum?

Öryggismál:

1.   Er innbrotaviðvörunarkerfi til staðar og það vaktað af stjórnstöð?
2.   Er kóðum fyrir öryggiskerfi skipt út reglulega, t.a.m. við starfslok?
3.   Er hver starfsmaður með sér kóða?
4.   Eru viðvörunarmiðar um vöktun á áberandi stöðum?
5.   Er vöruverndarhlið til staðar, búnaður í lagi og vörur merktar með þjófavarnarmiðum?
6.   Eru slökkvitæki til staðar, í lagi og hafa erið skoðuð á síðustu 12 mánuðum?
7    Hefur eldvarnareftirlitið yfirfarið húsið á síðsutu 12 mánuðum?
8.   Hefur eldvarnarnámskeið og brunaæfing farið fram?
9    Er verðmætaskápur á staðnum?
10. Er árásarhnappur til staðar við afgreiðslukassa?
11. Eru eftirlitsmyndavélar á staðnum sem virka og skila fullnægjandi myndgæðum?

Innri mál / starfsmenn:

1.  Er rýrnun þekkt og hún skráð markvisst?
2.  Fá starfsmenn fræðslu í upphafi starfs um varnir gegn rýrnun?
3.  Er ferill starfsmanna kannaður við ráðningu, er farið fram á sakavottorð?
4.  Er til skráð verklag varðandi uppgjör á kassa?
5.  Er peningum í afgreiðslukössum skipulega haldið í lágmarki?
6.  Er uppgjöri skilað á öruggan hátt til banka?
7.  Er haldin námskeið fyrir starfsmenn í vörnum við þjófnaði og ránum?
8.  Eru til skriflegar reglur um vörukaup starfsmanna og er eftirlit með þeim?
9.  Eru til skriflegar vinnureglur um móttöku vara og er eftirlit með þeim?
10. Er lagermóttaka og baksvæði lokuð og læst þegar við á?
11. Er allur þjófnaður kærður til lögreglu?

Hér er langt frá því um tæmandi öryggisúttekt að ræða heldur einungis verið að minna á nokkur mikilvæg atriði.  Sérfræðingar okkar eru ávallt reiðubúnir að gera ítarlegri úttektir sé þess óskað.