Vinnuveitandi ber ábyrgð á velferð starfsmanna skv. lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
 
Það er því afar mikilvægt fyrir hvern atvinnurekanda að skilgreina þær hættur sem kunna að skapast fyrir starfsmenn og undirbúa þá sem allra best gagnvart þeim.
 
Ógnandi hegðun og rán er eitt af þvi versta sem hent getur starfsmann t.d. í afgreiðslu.
 
Ógnun: þegar einstaklingur lætur annan trúa því að líf hans/heilsa/velferð, eða annarra nákomna honum, séu hætta búin á þeirri stundu er ógnunin á sér stað.
 
Hótun: þegar einstaklingur lætur annan trúa því að líf hans/heilsa/velferð, eða annarra nákomnir honum, sé hætta búin á öðrum tíma, eða öðrum stað en er hótunin á sér stað.
 
Fyrirtæki ætti að móta sér skíra stefnu um hvernig brugðist er við slíkum aðstæðum og samræma viðbrögð.  Mjög gott getur verið að fá utanaðkomandi sérfræðinga til aðstoðar við þjálfun.
 

Hvernig bregst þú við ógnandi hegðun:

 • Láta vita þegar símtal/samræður eru orðnar óþægilegar
 • Biðja viðkomandi um að hætta að tala svona
 • Speglaðu samtalið - hlustaðu vel og gerðu viðkomandi grein fyrir því að þú skiljir ástæður reiði hans með því t.d. að segja "svo ég skilji þig rétt.  Þú er reiður/vilt kvarta af því að A.... B.... C....".  Fáðu viðkomandi til þess að segja "Já".
 • “Ég vil ekki að svona sé talað við mig”
 • “Þú gerir þér grein fyrir að ég verð að tilkynna þetta samtal”
 • “Við höfum skýra stefnu hvað varðar slík samtöl”
 • “Viltu gefa mér upp nafn þitt svo að kvörtun þín komist til skila?” –
  nota síðan nafnið í 2-3 hverri setningu
 • “Ég læt ekki bjóða mér hvað sem er, ég vil ljúka þessu símtali –
  á ég að senda þig á einhvern sem getur aðstoðað þig betur en ég?”
 • Alls ekki að láta bjóða þér hvað sem er.  Ef þér líður illa eftir slíkar ógnanir eða hótanir þá ræddu það við samstarfsmenn og fjölskyldu

Varastu að notandi eftirfarandi setningar:

 • Hvað viltu að ég geri í því?
 • Kemur þér ekki við!
 • Þú skilur það ekki!
 • Ég segi þér þetta ekki aftur!
 • “Alltaf – Aldrei”
 • Hvað er að þér?
 • Af því bara!
 • Róaðu þig!!
Það er mjög erfitt að taka ekki hótunum og ógnunum persónulega.
 

Viðbrögð við ráni

Rétt viðbrögð við ráni skipta miklu máli, ekki aðeins á meðan á ráninu stendur heldur ekki síður eftir ránið.

Meðan á ráninu stendur:

 • Ekki leika hetju, hugsa fyrst um eigið öryggi, fylgdu fyrirmælum ræningjans.
 • Taktu nákvæmlega eftir útliti ræningjans, kyni aldri, líkamsbyggingu, hári og sérstökum einkennum.

Eftir ránið:

 • Læsið.
 • Kallið á lögreglu (112) eða ræsið aðvörunarkerfi ef það er til staðar.
 • Varðveitið vettvanginn.
 • Skrifið niður lýsingu
 • Skráið nafn, símanúmer og heimili vitna og biðjið þau að bíða eftir lögreglu.
 • Takið á móti lögreglu fyrir utan verslun.
 • Tilkynnið um ránið til öryggisfulltrúa eða annars ábyrgs yfirmanns eða stjórnanda fyrirtækisins.
 • Ekki ræða við fréttamenn fyrr en þú hefur ráðfært þig við lögreglu eða yfirmann.

Atriði til að taka eftir hjá þeim sem fremur ránið:

 • Hár / litur / lengd
 • Augu
 • Litarhaft
 • Kyn
 • Aldur
 • Hæð
 • Þyngd
 • Höfuðfat og/eða aukahlutir
 • Almenn framkoma og yfirbragð
 • Rödd
 • Líkamsbygging
 • Hvað er öðruvísi?