Hér er einungis um leiðbeiningar að ræða.  Ekkert getur komið í staðinn fyrir verklega kennslu og þjálfun í skyndihjálp. 
 
Allir sem vettlingi geta valdið eru eindregið hvattir til að sækja skyndihjálparnámskeið og viðhalda þeirri þekkingu með reglubundnum hætti.
 

Hvernig á að bregðast við hættuástandi?

Forgangsatriði

Meta aðstæður - ekki setja sjálfa(n) þig í hættu.
Tryggja öryggi í kringum þig og þann slasaða og komdu í veg fyrir frekari slys.
Meta þá sem slasaðir eru og hlúa fyrst að þeim sem ekki eru með meðvitund.
Hringja í 112 - Ná í hjálp án tafar.
Fylgdu leiðbeiningum hér að neðan.
 

Athugaðu meðvitund

Ef viðkomandi sýnir engin viðbrögð þegar hristur
léttilega og kallað er til hans, má vera að viðkomandi
sé án meðvitundar. Þá er mikilvægt að athuga án tafar
öndunarveg, öndun og blóðrás.
 

Öndunarvegur

tryggðu að öndun sé í lagi hjá viðkomandi.
 
Opna fyrir öndun:
Leggðu aðra hendi á enni viðkomandi og leggðu
höfuðið varlega aftur.
Fjarlægðu aðskotahluti úr munni (ef þeir eru til staðar).
Lyftu upp hökunni með tveimur fingrum.
Athugaðu hvort brjóst og kviður hreyfast,
hlustaðu og þreifaðu við munn eftir merkjum
um eðlilega öndun, eigi lengur en 10 sekúndur.
 

Ef viðkomandi andar:

Leggjið í læsta hliðarlegu og tryggið að öndunarvegur sé óheftur.
Hringið í 112 - Sendið eftir hjálp og fylgist vel með þeim
 slasaða þar til hjálp berst.
 

Ef viðkomandi andar ekki:

Hringið í 112 - Sendið eftir hjálp.
Haldið öndunarvegi opnum með því
að halla höfði aftur og lyfta undir höku.
Klemmið saman nef hins slasaða og
leyfið munni hans að opnast.
Dragið inn andann og setjið munn ykkar yfir opinn munn þess slasaða.
Andið rólega í munn viðkomandi þar til að brjóstkassinn rís.
Takið munn ykkar í burtu og bíðið eftir að brjóstkassi þess slasaða sigi á ný.
Endurtakið einu sinni og leitið síðan að merkjum um blóðrás (ath. púls).
Ef að merki um blóðrás eru til staðar, haldið áfram að anda fyrir þann slasaða og athugið merki um blóðrás í 10 hvert skipti.
 
 
Ef að sá slasaði byrjar að anda en er enn án meðvitundar, leggið hann í læsta hliðarlegu,
tryggið óheftan öndunarveg og fylgist vel með honum þar til hjálp berst.
Horfið, hlustið og þreifið eftir eðlilegri öndun, hósta eða hreyfingu hjá hinum slasaða eigi lengur
en í 10 sekúndur.
 

Blóðrás / púls:

Ef þú finnur engin merki um blóðrás / púls, eða þú ert ekki viss, hefjið hjartahnoð án tafar.
 
Hallið ykkur yfir viðkomandi, og með beinum handleggjum, ýtið lóðrétt niður um 4-5 cm á bringubeinið,
Andið rólega í munn viðkomandi þar til að brjóstkassinn rís.
Takið munn ykkar í burtu og bíðið eftir að brjóstkassi þess slasaða sigi á ný.
Endurtakið einu sinni og leitið síðan að merkjum um blóðrás.
Ef að merki um blóðrás eru til staðar, haldið áfram að anda fyrir þann slasaða og athugið merki um blóðrás í 10 hvert skipti.
 

Mikil blæðing

Setjið þrýsting á sárið.
Lyftið og haldið við þann hluta líkamans sem meiddur er, nema að hann sé brotinn;
Leggið að klæðnað eða þar til gert efni yfir sárið og þrýstið að.
 

Beinbrot og hryggmeiðsl

Ef að grunur leikur á beinbroti eða sköddun á hrygg skal leita sérfræðihjálpar og forðast að hreyfa hinn slasaða, nema yfirvofandi hætta sé á ferðum.
 

Augnmeiðsl

Öll augnmeiðsl geta verið alvarleg. Ef aðskotahlutur er í auga, hreinsið vel með vatni eða augnskolsefni til að reyna að fjarlægja hlutinn. Reynið ekki að fjarlægja aðskotahlut sem er hefur rekist inn í augað.
 
Ef að um einhver efni er um að ræða, skolið augað vel með vatni eða augnskolsefni í minnsta kosti 10 mínútur og haldið auganu opnu á meðan. Biðjið þann slasaða að halda lepp fyrir auganu og flytjið hann á spítala.
 

Bruni

Bruni getur alltaf verið alvarlegur, ef einhver vafi leikur á alvarleika atviks, leitið sérfræðiaðstoðar strax. Kælið þann hluta líkamans sem brennst hefur þar til sársauki hefur minnkað til muna. Góð kæling getur tekið 10 mínútur eða meira en ekki má draga það að koma hinum slasaða á sjúkrahús.
Sum efni geta ert og brennt hörundið. Forðist að fá slík efni á ykkur. Farið eins að eins og með annan bruna en flæðið viðkomandi svæði með vatni í meira en 20 mínútur.
Haldið áfram kælingu á leið á sjúkrahús, ef nauðsynlegt er.
Fjarlægið öll klæði sem ekki eru föst við húðina.
 

Skráning

Það eru góð vinnubrögð að skrá öll atvik sem upp koma þar sem starfsmenn meiðast eða veikjast og þeim hefur verið sinnt.
 
Eftirfarandi upplýsingar skulu vera skráðar í þesssum tilfellum:
  • Dagsetning, tími dags og hvar atvikið á sér stað.
  • Nafn og starfsheiti hins slasaða.
  • Ástæður slyss eða veikinda og til hvaða ráðstafana var gripið.
  • Hvað gerði sá slasaði strax eftir atvikið; snéri hann/hún aftur til vinnu sinnar strax eftir atvikið, fór hann/hún heim eða á spítala.
  • Nafn og undirskrift þess sem sá um stjórnun hjálparinnar til þess slasaða.
Þessar upplýsingar hjálpa til við að greina slysatíðni og hugsanlega vá-staði innan fyrirtækisins til að hægt sé að fást við og stjórna hættum þeim sem leynst geta innan veggja þess.

 

Öll vinnusslys skal tilkynna án tafar til Vinnueftirlits.