Hafðu öryggismálin í bílnum ávallt í lagi:

 
1. Allir eiga að nota bílbelti eða annan öryggisbúnað.

2. Loftpúði fram í – börnin aftur í.

3. Er neyðarþríhyrningurinn ekki örugglega í bílnum?  Hann er skyldubúnaður.

4. Er slökkvitæki í bílnum? Lágmark 2 kg tæki.

5. Er sjúkrapúði í bílnum?

6. Eru allur búnaður í lagi s.s. demparar, bremsur, ljós? Prófið áður en lagt er af stað. 

7. Eru dekkin í lagi? Lágmarks mynsturdýpt er 1.6mm. Er ekki örugglega varadekk og nauðsynleg tæki til að skipta um dekk?

8. Er farangurshólf/grind á toppi í lagi? Ekki of þunga hluti þar, þeir margfalda þyngd sína líka við árekstur og breyta þyngdarpunkti bílsins.

9. Er dráttarbeisli á bílnum? Þá þarf rafmagnstengið að vera í lagi.