Tryggið rétt viðbrögð ef upp kemur eldur!

 
1. Reykskynjarar – verða að vera til staðar og rafhlöður virkar.

2. Að vera réttrar gerðar og í lagi.

3. Ekki staðsetja reykskynjara í eða of nálægt eldhúsi.

4. Setjið reykskynjara á ganga eða opin svæði.

5. Æskilegt er að setja reykskynjara í öll svefnherbergi.

6. Best er að samtengja alla reykskynjara í íbúðinni.

7. Sé íbúðin fleiri en ein hæð, setjið reykskynjara á allar hæðir.

8. Prófið reykskynjarann mánaðarlega með því að ýta á prófunarhnappinn.
 
Nauðsynlegt er að koma sér saman um flóttaáætlun ef upp kemur eldur, t.d. að næturlagi.
 

Flóttaáætlunin krefst:


1. Reykskynjara.

2. Flóttaáætlunar sem teiknuð er á blað.

3. Fjölskylduumræðna.

4. Æfinga.
 

Brunaæfing á heimilinu:


• Allir eiga að vera í sínu herbergi með hurðir lokaðar.
• Einn á heimilinu gefur brunamerki með því að kalla ELDUR! ELDUR!
• Hver og einn athugi herbergisdyr sínar.
• Látið sem dyrnar séu heitar. Notið þá hina flóttaleiðina.
• Allir mæti á fyrirfram ákveðinn stað utandyra, einn látinn “kalla til” slökkviliðið.
 

Ræðið eftirfarandi við fjölskylduna:


• Sofið með svefnherbergisdyrnar lokaðar.
• Reykskynjarinn mun væla og vekja fjölskylduna.
• Athugið dyrnar. Ef þær eru heitar notið þá hina flóttaleiðina. Séu þær kaldar, verið viðbúin að loka aftur ef reykur eða hiti sækir inn.
• Skríðið í reykfylltu herbergi, verið fljót út.
• Farið á fyrirfram valinn mótsstað.
• Farið ekki aftur inn í eld eða reyk. Fjöldi fólks hefur látist við að reyna slíkt.
• Kallið á slökkviliðið.