Komið í veg fyrir óþarfa ónæði frá kerfinu og aðstoðið okkur að fækka fölskum útköllum.  Þannig að við getum einbeitt okkur að raunverulegri vá.

 

Hvað veldur fölskum útköllum?

 • Ólæstar eða opnar hurðir og gluggar. 
 • Börn, nágrannar, ættingjar, gestir, viðgerðarmenn o.þ.h. sem fara inn á heimilið án þess að átta sig á að þar er öryggiskerfi í gangi.
 • Gæludýr sem ganga laus.
 • Mistök notenda við innslátt notendakóða.
 • Bilun í búnaði, kerfi fer af stað án sjáanlegrar ástæðu.
 • Hlutir sem eru í sjónlínu hreyfiskynjara og geta hreyfst til, eins og blöðrur, gardínur og hangandi skraut (t.d. jólaskraut).

Hvað á að gera ef kerfið fer í útkall?

 • Kannaðu hvort þú heyrir í eða verðir var við innbrotsþjóf eða eld, þetta gæti verið raunútkall.
 • Ekki láta hávaðan í kerfinu slá þig út af laginu!  Mundu aðgangskóða þinn og öryggistölu.
 • Ef kerfið hefur farið í útkall vegna mistaka, taktu þá kerfið af verði með því að nota aðgangskóðann.
 • Eftir að hafa tekið kerfið af verði hringdu þá strax í stjórnstöð okkar í síma 530-2400, tilkynntu mistökin og afturkallaðu boðið.  Þú verður beðinn að gefa upp öryggistölu þína.
 • Ef þú manst ekki aðgangskóðann en manst öryggistölu þína hringdu þá strax í stjórnstöð í síma 530-2400.
 • Ef þú manst hvorki aðgangskóða né öryggistölu þá kemur öryggisvörður á staðinn og þú verður að staðfesta heimild þína með fullgildum skilríkjum.

Verið viðbúin!

 • Munið að loka og læsa vandlega öllum gluggum og hurðum áður en heimilið er yfirgefið.
 • Munið að láta alla sem nauðsynlega þurfa að komast inn vita af kerfinu og kennið þeim að nota það.
 • Það eru til sérstakir skynjarar fyrir gæludýr.
 • Ef þið eruð ekki viss um hvernig nota skal kerfið hafið þá samband við okkur.
 • Ef bilun verður í kerfinu þá fáum við boð um það í daglegu prófunarboði og fylgjum því eftir með heimsókn tæknimanns.
 • Ef nauðsynlegt er að bregðast strax við bilun, þá látið okkur vita án tafar.
 • Æfið alla sem nota kerfið í hvernig skal afturkalla boð.
 • Gangið úr skugga um að allir sem hafa lykla að heimilinu kunni að nota kerfið og hafi aðgangskóða og öryggistölu.
 • Hægt er að bæta við notendum og skrá aðgangskóða og öryggistölu á heimasíðu okkar, smelltu hér.
 • Látið okkur vita ef gera á breytingar á símamálum heimilisins, fyrirhugað er að fá sér gæludýr, verið er að flytja úr húsnæðinu eða gera breytingar sem kalla á endurskoðun kerfisins.
 • Látið okkur vita ef fara á í frí og nauðsyn er að setja inn nýjan tengilið tímabundið.  Það er einnig hægt að tilkynna tímabundna fjarveru á heimasíðu okkar, smelltu hér.
 • Geymið leiðbeiningarnar og munið símanúmer stjórnstöðvar 530-2400.