Fjöldi fyrirtækja og stofnana hafa á undaförnum árum notið leiðsagnar sérfræðinga Öryggismiðstöðvarinnar á námskeiðum eða við sérhæfða ráðgjöf. 
 
Við aðstoðum viðskiptavini við innleiðingu ýmissa öryggisþátta með það að markmiði að hámarka öryggi ásamt því að nýta fjárfestingar í öryggisbúnaði eins og best verður á kosið.  Einnig er fjöldi námskeiða og þjálfun, tengd öryggismálum í boði hverju sinni.
 
Við tökum að okkur að þjálfa starfsmenn fyrirtækja í öryggismálum ásamt því sem við höfum leyfi lögreglu til að þjálfunar dyravarða.
 
Við getum jafnframt sérsniðið námskeið að þínum þörfum.
 
Einungis færustu sérfræðingar með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu, m.a. af löggæslustörfum sinna þessari þjónustu.