Auðveldaðu utanumhald lykla og aðgengis

Það hefur færst mjög í vöxt að fyrirtæki kjósi að setja upp aðgangskerfi með rafrænum lyklum.  Slíkt kerfi einfaldar til muna stýringu á aðgengi um húsnæði, umsýslu með lyklum ásamt því að veita mikla möguleika til skýrslugerðar. 
 
Hægt að er stýra aðgengi með nándarlesurum og aðgangskortum. Þá er í boði smartkortalausnir, fingrafaralesarar og augnskannar.
 
Af hverju ættir þú að skoða aðgangsstýrikerfi?
 • Týndir lyklar ekki lengur vandamál
 • Enginn kostnaður við að skipta um skrár ef lyklar týnast
 • Dýr master kerfi heyra sögunni til
 • Veist nákvæmlega hverjir hafa lykla að hvaða dyrum í þínu fyrirtæki
 • Einfalt að bæta við eða minnka aðgang hjá notendum
 • Tímastýrður aðgangur
 • Einn lykill / kort gengur að öllum dyrum sem þú hefur aðgang að, getur gengið að mörgum fyrirtækjum/heimilum
 • Allur umgangur skráður í hugbúnað - fullkomin skýrslugerð
 • Getur látið kerfið opna eða læsa hurðum á fyrirfram ákveðnum tímum
 • Einfalt í notkun, þarft ekki að stinga lykli í skráargat
 • Gleymist ekki að læsa hurðum, læsast sjálfkrafa