Að uppgvöta og bregðast við eldsvoða

Ráðgjafar Öryggismiðstöðvarinnar ráðleggja við val og hönnun á brunaviðvörunarkerfum.

Í fjölda bygginga er gerð krafa um sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi tengt vaktmiðstöð.

Slík kerfi þurfa að lúta reglugerðum um hönnun slíkra kerfa sem að ráðgjafar okkar þekkja og leiðbeina með.

Sjálfvirk slökkvikerfi hafa rutt sér til rúms á undanförnum árum. Í boði eru nokkrar útfærslur af slíkum kerfum sem þó hafa það allar sameiginlegt að koma í veg fyrir að eldur fái tækifæri til að magnast upp og valda skemmdum.

Rétt staðsett slökkvitæki sem virkar getur skipt sköpum. Öryggismiðstöðin býður allar tegundir slökkvitækja ásamt því að sinna reglubundnu eftirliti með þeim. Sú almenna regla gildir að yfirfara skal öll slökkvitæki árlega. Einnig er hægt að velja úr fjölbreytilegu úrvali brunaslangna á keflum.