Nánar

Fyrirtækjaöryggi

Öryggiskerfi fyrirtækisins á leigu

Hver vaktar þitt fyrirtæki?

Innbrot í fyrirtæki eru daglegt brauð og stöðugar fréttir berast af aukinni bíræfni innbrotsþjófa. Nánast öll fyrirtæki geta verið í hættu. Í viðkvæmum rekstri geta slík tjón ásamt bruna- og vatnstjónum truflað rekstur á þann hátt að það verður seint að fullu bætt.

Með Fyrirtækjaöryggi má draga úr þessari hættu og oft og tíðum koma í veg fyrir óbætanlegt tjón.

Fyrirtækjaöryggi er sniðið að þínum þörfum.

Við vöktum þitt fyrirtæki.

• Innbrot – viðvörunarkerfi beintengt vaktmiðstöð
• Rán, árásir eða ógnanir – hægt að fá árásarhnappa beintengda vaktmiðstöð
• Bruni – reykskynjarar tengdir vaktmiðstöð allan sólarhringinn, allt árið
• Vörn að hluta – innbrotsviðvörun ver hluta af húsnæðinu

Eftirtaldir skynjarar eru m.a. í boði:

• Hreyfiskynjarar
• Reykskynjarar
• Árásarhnappar
• Hurðarofar
• Rúðubrotsnemar
• Gasnemar
• Hitaskynjarar
• Vatnsnemar

Uppsetning og útkallsþjónusta innifalin í mánaðargjaldi

Innan útkallsvæðis okkar er útkallsþjónusta öryggisvarða vegna raunútkalla frá kerfinu innifalin í verði. Útkallsvæði er höfuðborgarsvæðið, Suðurnes, Árborg og Akureyri. Utan útkallssvæðis er haft samband við tengiliði kerfis við boð frá því. 

Uppsetning kerfis er innifalin í mánaðargjaldi.

Aðeins er greitt mánaðargjald – enginn stofnkostnaður!

Fyrirtækjaöryggi er beintengt vaktmiðstöð allan sólarhringinn – alla daga ársins.

Öryggisverðir okkar eru á ferðinni allan sólarhringinn allt árið um kring. Þegar viðvörunarboð berast til vaktmiðstöðvar er næsti öryggisvörður samstundis sendur á vettvang til að kanna ástand og gera viðeigandi ráðstafanir. Þúsundir viðskiptavina hafa kosið Fyrirtækjaöryggi með þeirri vissu að við fylgjumst vel með okkar viðskiptavinum og erum fljót á staðinn ef eitthvað kemur upp á.

Öryggisvörður hefur lykil (ef óskað er) og kannar ítarlega orsök útkalls, hvort um raunverulegt hættuástand er að ræða eða ekki og yfirgefur ekki staðinn fyrr en öryggismálin eru kominn í rétt horf. Sé þörf á að kalla til lögreglu, slökkvilið og tengiliði er það að sjálfsögðu gert.

Allur boðbúnaður sendir prófunarboð með reglulegu millibili til vaktmiðstöðvar. Gerðar eru viðeigandi ráðstafanir ef bilunarboð berast um að kerfi nái ekki tengingu við vaktmiðstöð. Þar sem sérstök áhætta er fyrir hendi eru notaðar sívaktaðar boðflutningsleiðir.

Viðskiptavinir okkar geta ávallt treyst á góða, persónulega og faglega þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar.

// Til baka


Fá tilboð frá trausta Senda ábendingu Skráning á póstlista


karfa
Samtals 0 kr.

hlutir í körfu

0