Öryggismiðstöðin býður upp á fjölbreytilegt úrval kerfa, allt frá þráðlausum kerfum fyrir smærri fyrirtæki til umfangsmikilla lausna fyrir stærri fyrirtæki með fjölbreytilegum forritunarmöguleikum.

Öll kerfi er hægt að beintengja vaktmiðstöð með einföldum hætti. Fjölbreytilegt úrval skynjara og búnaðar fæst við kerfin.

Beintenging við vaktmiðstöð tryggir rétt viðbrögð.

Við mælum eindregið með að þú beintengir öryggiskerfi þín við viðurkennda vaktmiðstöð sem vaktar boð frá öryggiskerfinu.

Frá vaktmiðstöð Öryggismiðstöðarinnar er öryggisvörðum á útkallsbílum stjórnað og ráðstafað í útköll.

Öryggisverðir okkar eru á ferðinni allan sólarhringinn allt árið um kring. Þegar viðvörunarboð berast til vaktmiðstöðvar er næsti öryggisvörður samstundis sendur á vettvang til að kanna ástand og gera viðeigandi ráðstafanir. Hann yfirgefur ekki staðinn fyrr en öryggismálin eru kominn í rétt horf. Sé þörf á að kalla til lögreglu, slökkvilið og tengiliði er það gert.