NEAT er einn af leiðandi framleiðendum öryggishnappa og viðvörunarbúnaðs fyrir aldraða og öryrkja í Evrópu.

Auk þess að hnappþegar geti tengst stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar, er hægt að nota öryggishnappana sem lítið sjúkrakallkerfi þar sem eru margir notendur og einn eða fleiri starfsmenn.

Þá virkar það sem lítið þráðlaust sjúkrakallkerfi sem gefur aukna drægni með endurvörpum, með mörgum möguleikum á boðum í Trex boðtæki frá hnöppum, togrofum, tímastilltum hurðarofum / dyravöktun og hreyfiskynjurum.

Hafðu samband í síma 570 2400 eða sendu póst á oryggi@oryggi.is og kynntu þér þjónustu okkar og tilboð betur.