Rýrnun í smásöluverslun er umtalsvert vandamál á Íslandi eins og í öðrum löndum.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá SVÞ í febrúar 2009 er áætlaður kostnaður verslunar á Íslandi af þjófnaði er um 5 – 6 milljarðar króna á ári hverju og hefur hann aukist mjög.

Í sömu fréttatilkynningu frá SVÞ kom fram að, samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra er skipulögð glæpastarfsemi að festa sig í sessi hér á landi og einn angi slíkrar starfsemi er stórfelldur þjófnaður úr verslunum. Tap verslunar getur numið hundruðum þúsunda á örfáum mínútum og því miður er vandinn gríðarlegur. Í samræmi við versnandi hag heimilanna hefur einnig stóraukist þjófnaður á matvöru og gríðarleg verðmæti tapast þar.

Samkvæmt könnun í Evrópu á vegum "The Worldwide Shrinkage Survey" flokkast rýrnun í verslun þannig að hnupl viðskiptavina er um 48% af heildarrýrnun.

Af þessu má sjá að mikilvægt er að koma upp þeim vörnum sem tiltækar eru t.d. vöruverndarhliðum, eftirlitsmyndavélum ofl.