Öryggisvörður á staðnum


Einn af hornsteinum í þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar er mönnuð gæsla sem sinnt er af sérþjálfuðum öryggisvörðum. 
 
Bæði er um að ræða staðbundna þjónustu og eins vaktferðir þar sem öryggisverðir kanna ástand og öryggi bygginga og svæða.  Meðal stórra verkefna á þessu sviði má nefna staðbundna gæslu fyrir Smáralind, stjórnarráðsbyggingar, ÁTVR , Strætó og öryggisgæslu fyrir Faxaflóahafnir í samræmi við reglugerð um hafnavernd.
 
Hjá okkur starfa m.a. fyrrverandi lögregluþjónar sem hafa sérhæft sig í viðburðastjórnun, lífvörslu, VIP gæslu, sérhæfðri öryggisráðgjöf og námskeiðahaldi fyrir dyraverði, öryggisverði og fyrirtæki.  Við höfum komið að miklum fjölda verkefna er lúta að öryggisgæslu stærri viðburða s.s. tónleikum og heimsóknum heimskunnra erlendra aðila hingað til lands. 

Öryggismiðstöðin leggur áherslu á að hafa ávallt yfir að ráða hæfu starfsfólki með sem býr yfir faglegri þekkingu og reynslu á sviði öryggismála. Allir öryggisverðir gangast undir stranga þjálfun og sækja námskeið sem miða að því að gera þá sem hæfasta í starfi. Verkeftirlit og endurmenntun eru meðal þeirra þátta.  Allir starfsmenn þurfa að skila inn hreinu sakarvottorði, ásamt því sem ferill þeirra er skoðaður nákvæmlega, áður en þeir hefja störf hjá fyrirtækinu.