Nánar

Lífvarsla

Við bjóðum upp á þjónustu sérþjálfaðra öryggisvarða til að gæta einstaklinga sem hafa fengið ógnanir eða hótanir. Slík verkefni höfum við unnið jafnt fyrir fyrirtæki sem einstaklinga.

Ef einstaklingi hefur verið hótað eða að honum steðjar einhvers konar ógnun, getum við boðið ráðgjöf við að meta til hvaða öryggisúrræða er ráðlegt að grípa.

Hjá okkur starfa m.a. fyrrverandi lögregluþjónar og einstaklingar sem hafa farið í gegnum lífvarðaskóla erlendis. Í lífvörslu er leitast við að hámarka öryggi viðkomandi og stilla öryggisvörnum þannig upp að þær valdi sem minnstu raski á daglegu lífi hans. Um gæti verið að ræða jafnt lífvörslu í formi sérþjálfaðra öryggisvarða sem gæta viðkomandi sem og tæknibúnaðar sem settur er upp til að auka öryggi hans.

Þegar þörf er talin á slíkri gæslu, vegna utanaðkomandi ógnana og hótana, er málið unnið áfram með vitneskju og í samstarfi við lögreglu. Við heitum að sjálfsögðu fullkominni þagmælsku um öll okkar störf.

// Til baka


Fá tilboð frá trausta Senda ábendingu Skráning á póstlista


karfa
Samtals 0 kr.

hlutir í körfu

0