Öryggismiðstöðin býður þráðlaus öryggiskerfi frá framleiðandanum Visonic. Kerfin eru þægileg í notkun og hægt er að tengja við þau ýmsar tegundir af skynjurum svo sem:

- Hreyfiskynjara
- Reykskynjara
- Árásarhnappa
- Hurðarofa
- Rúðubrotsnema
- Gasskynjara
- Hitaskynjara
- Vatnsnema

Við kerfin er einnig hægt að setja GSM hringjara sé ekki símalína til staðar.

Allir skynjarar nema gasskynjarar eru þráðlausir.

Beintenging við vaktmiðstöð tryggir rétt viðbrögð. 
Við mælum eindregið með að þú beintengir öryggiskerfi þín við viðurkennda vaktmiðstöð sem vaktar boð frá öryggiskerfinu.

Frá vaktmiðstöð Öryggismiðstöðarinnar er öryggisvörðum á útkallsbílum stjórnað og ráðstafað í útköll. 

Öryggisverðir okkar eru á ferðinni allan sólarhringinn allt árið um kring. Þegar viðvörunarboð berast til vaktmiðstöðvar er næsti öryggisvörður samstundis sendur á vettvang til að kanna ástand og gera viðeigandi ráðstafanir. Hann yfirgefur ekki staðinn fyrr en öryggismálin eru kominn í rétt horf. Sé þörf á að kalla til lögreglu, slökkvilið og tengiliði er það gert.