Það hefur færst mjög í vöxt að fyrirtæki og jafnvel einstaklingar kjósi að setja upp aðgangskerfi með rafrænum lyklum. Slíkt kerfi einfaldar til muna stýringu á aðgengi um húsnæði, umsýslu með lykla ásamt því að veita möguleika til atburðaskráningar og skýrslugerðar.

Hægt að er stýra aðgengi með nándarlesurum og aðgangskortum. Þá eru í boði smart-kortalausnir, fingrafaralesarar og augnskannar.

Öryggismiðstöðin býður upp á tvær gerðir aðgangsstýrikerfa. Annars vegar er um að ræða einföld þráðlaus kerfi sem henta t.d. vel ef aðgangsstýra á hurðum eða skápum sem eru með hefðbundnum læsingum fyrir. Afar einfalt er að skipta og í flestum tilfellum er hægt að nýta læsingar og göt sem fyrir eru. Hinsvegar er um að ræða Inner Range fullkomið sambyggt öryggis- aðgangs- og hússtjórnarkerfi sem býður upp á endalausa möguleika.

Við höfum mikla reynslu af hönnun og uppsetningu aðgangsstýrikerfa og ráðleggjum þér um val að kostnaðarlausu.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 570-2400 eða sendu fyrirspurn á oryggi@oryggi.is og fáðu ráðgjöf um hvað hentar fyrir þínar aðstæður.