Forvarnir eru þær varúðarráðstafanir sem við gerum til þess að koma í veg fyrir eða draga úr hættu á tjóni. Það er innbyggt í flesta ábyrga einstaklinga að læsa húsum sínum, slökkva á eldavél, skrúfa fyrir vatn, spenna bílbeltin o.s.frv. En það er margt annað sem hægt er að gera til að vernda hagsmuni fjölskyldunnar án þess að kosta miklu til.

Þar má nefna að fáanlegar eru ýmsar öryggisvörur sem stuðlað geta að auknu öryggi á heimilum, í bínum og í sumarhúsum.

En fyrst og síðast er það okkar eigin umgengni sem vegur þungt í þessu tilliti, og má þar nefna:

Þegar heimilið er yfirgefið yfir daginn skal ætíð hafa hurðir læstar og glugga lokaða og krækta aftur. Mikilvægt er að krækjur á gluggum séu traustar og læsingar sterkar og af viðurkenndri gerð. Góð lýsing utan dyra fælir þjófa frá. Eru allar hurðir læstar – og útigeymslan? Er glugginn í þvottahúsinu lokaður? Eru öll áhöld, reiðhjól og önnur tæki læst inni?

Bíllinn: Er sjúkrapúði sem hægt er að grípa í við fyrstu hjálp?