Eigðu atburðinn á mynd - og í góðum gæðum:

Öryggismiðstöðin býður fjölbreytt úrval eftirlitsmyndavélakerfa með stafrænni upptöku. Hægt er að sníða kerfin algerlega eftir þörfum notenda og því bjóðum við allt frá einföldum kerfum fyrir heimili og sumarhús upp í stór kerfi með hreyfanlegum myndavélum og fullkomnum hugbúnaði til stýringar á myndeftirlitskerfinu.

Það er engin tilviljun að Milestone hugbúnaðurinn er útbreiddasti eftirlitsmyndavélahugbúnaður í heimi. Ísland er þar engin undantekning og er fjöldinn allur af kerfum í notkun á Íslandi. Meðal annars í bönkum, hugbúnaðarfyrirtækjum og opinberum byggingum. Þeir sem gera kröfur um áreiðanleika og gæði velja Milestone.

Við val á eftirlitsmyndavélum skiptir miklu máli að greina hvaða aðstæður eru á upptökustað og hvaða atburði á að taka upp. Til dæmis skiptir miklu máli að huga að birtuskilyrðum, upplausn og aðdrætti (zoom). Öryggismiðstöðin býður mikið úrval myndavéla sem henta öllum hugsanlegum aðstæðum.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 570-2400 eða sendu fyrirspurn á oryggi@oryggi.is og fáðu ráðgjöf um hvað hentar fyrir þínar aðstæður.