HVAÐ ER AÐGANGSSTÝRIKERFI?

Aðgangskerfi gerir notanda kleift að halda utan um aðgangsheimildir og tryggir rekjanleika aðgengis með notkun aðgangsskilríkja sem heimila umgengni eftir fyrirfram skilgreindum heimildum.

Öruggt utanumhald um aðgengi kemur í stað týndra lykla og auðvelt er að hafa yfirsýn yfir aðgangsheimildir notenda og jafnvel tímastýra þeim. Auðvelt er að bæta við tímabundnum aðgangi eða loka honum.

Öll umgengni er skráð í gagnagrunn og á einfaldan hátt er hægt að nálgast upplýsingar um notendur og umgengni á aðgengilegu skýrsluformi ef á þarf að halda.

Aðgangskerfi geta læst og aflæst rýmum á fyrirfram ákveðnum tímum sem getur einnig verið misjafn á milli daga ef þörf krefur.

Fjarstýringu opnana má sinna í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvu með þar til gerðu smáforriti sem veitir stjórnanda kerfis möguleika á því að stjórna kerfinu hvaðan sem er.

Öryggismiðstöðin veitir fría ráðgjöf við val á réttu lausninni.

Pantaðu ráðgjöf

Aðgangsstýringar


Við erum sérfræðingar í aðgangsstýringum - fáðu ókeypis ráðgjöf

Integriti

Sambyggt öryggis og aðgangskerfi

Öryggismiðstöðin hefur um langt árabil verið leiðandi á íslenska markaðnum með öryggis- og aðgangstýrikerfið Integriti frá ástralska framleiðandanum Inner Range.  Kerfin eru allt frá því að vera tiltölulega lítil öryggiskerfi sem uppfylla hefðbundnar öryggiskröfur upp í það að vera mjög stór og flókin öryggis- og aðgangsstýrikerfi með hundruðum notenda og mjög miklum öryggiskröfum.

Aðgangsstýringar - Integriti

IntegritiProfessional er öflugur stjórnunarhugbúnaður með einföldu og aðgengilegu notandaviðmóti. Búnaðurinn gerir stjórnanda kerfisins auðvelt að:
- Stofna og eyða notendum í kerfinu og úthluta þeim réttindum
- Nýta notendaupplýsingar til prentunar auðkennis á aðgangskort
- Hafa myndræna yfirsýn yfir kerfið og hvernig það er uppsett
- Sjá og taka út fjölbreyttar skýrslur um alla atburði í kerfinu, s.s. umgengni, stöðu, útköll skynjara, frávik o.s.frv
- Gera allar breytingar á kerfinu með einföldum hætti
- Stjórna kerfinu í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvu með Integriti smáforritinu

Öryggismiðstöðin veitir fría ráðgjöf við val á réttu lausninni

Hafa samband


Integriti er öflug lausn sem hentar jafnt í minni kerfi sem stærstu öryggis- og aðgangsstýrikerfi þar sem gerðar eru ítrustu rekstrar- og öryggiskröfur.  Vottaðir tæknimenn Öryggismiðstöðvarinnar tryggja að rétt sé staðið að uppsetningu og að  eftirlit og viðhald sé skv. tilmælum framleiðanda


Hótellausnir

Öryggislausnir fyrir hótel og gistiheimili

Við hönnun og byggingu hótela er fátt eins mikilvægt og öryggisþættirnir, enda mikið í húfi ef eitthvað kemur upp á og nauðsynlegt að gestir upplifi öryggistilfinningu.

Öryggismiðstöðin er reynslu mikið öryggisfyrirtæki og  býður alhliða lausnir í öryggismálum fyrir hótel og gististaði.
Einnig bjóðum við upp á slökkvikerfi í eldhúsháfa, rýmingaráætlanir og flóttaleiðamyndir.

Lyklakerfi og öryggisskápar

Frá ASSA ABLOY Hospitality (áður VingCard Elsafe)

ASSA ABLOY Hospitality er leiðandi í þróun á hótel lyklakerfum og öryggisskápum fyrir hótel og gistiheimili og hafa verið það í yfir 40 ár. 
Í dag eru lausnir frá ASSA ABLOY í yfir 7 milljónum herbergja í meira en 42 þúsund hótelum um allan heim. Flest stærstu hótelin á Íslandi nota lausnir frá ASSA ABLOY Hospitality við mikla ánægju. 

Lyklakerfi byggjast upp á læsingum með aðgangslesara, miðlægum hugbúnaði sem sér um útgáfu aðgangsheimilda á aðgangskort gesta og möguleiki er til staðar á opnun hurða með snjallsímum.  

Auðveld opnun hótelherbergja með snjallsíma 

Smelltu hérna til þess að skoða heimasíðu Assa Abloy Hospitality og vöruúrvalið

Auk þess seljum við PolarBar-minibari, verðmætaskápa ( öryggisskápa) sem eru sérhannaðir fyrir hótel þar sem auðvelt er að rekja umgegni um þá, búningaskápa læsingar og ýmsa aðra aukahluti fyrir hótel og gistiheimili frá ASSA ABLOY Hospitality  

Polarbar  

Smelltu hérna til þess að skoða úrval minibara.    

 

Verðmætaskápur

Smelltu hérna til þess að skoða úrval verðmætaskápa  

Hafðu samband

 

Adgangsstyringar-Hotel


Aðgangsstýrð hlið og bómur

Öryggismiðstöðin býður upp á mikið úrval öryggishliða og bóma sem henta íslenskum aðstæðum.

Í vöruúrvali má finna öryggishlið með GSM stýringu sem henta vel fyrir sumarhúsabyggðir. Einnig er boðið upp á hlið og bómur sem hægt er að tengja við öryggis- og aðgangskerfi fyrirtækja og nýta margskonar lausnir við stjórnun aðgengis m.a. nándarkort og farsíma.

Einnig býður Öryggismiðstöðin mjög fjölbreitt úrval gönguhliða til stýringar á umferð gangandi fólks. Þetta geta verið rennihlið, vængjahlið, þrífóthlið og ýmsar fleiri útfærslur. Stjórnun hliðanna er með ýmsum hætti, m.a. með aðgangskorti, augnskanna og figrafaralesara.

505602D boma

Bómuhlið

Aksturshlið frá CARDIN á Ítalíu hafa verið seld á Íslandi í meir en áratug og virðast henta aðstæðum hérlendis einstaklega vel. 

Hliðin koma með opnunarbúnaði fyrir fjarstýringar og auðvelt er að tengja GSM opnununarbúnað við þau. 

Hliðin fást í tveimur útgáfum, með og án varafls.

Við mælum með hliðum sem eru með 24V varaafli sem geta unnið í rafmagsleysi

Þetta er mikill kostur þegar hliðum er komið fyrir úr alfaraleið eins og við sumarbústaði.

Hliðin geta verið með 3, 4 eða 6 metra bómum.

Einungis 3-4 vikna afgreiðslutími.

Einfalt í uppsetningu

 

EL install