Öryggislausnir fyrir hótel og gistiheimili

Við hönnun og byggingu hótela er fátt eins mikilvægt og öryggisþættirnir, enda mikið í húfi ef eitthvað kemur upp á og nauðsynlegt að gestir upplifi öryggistilfinningu.

Öryggismiðstöðin býður alhliða lausnir í öryggismálum fyrir hótel og gististaði sem og ýmsar sérlausnir.
Einnig bjóðum við upp á slökkvikerfi í eldhúsháfa, rýmingaráætlanir og flóttaleiðamyndir.

Lyklakerfi og öryggisskápar

Frá ASSA ABLOY Hospitality (áður VingCard Elsafe)

ASSA ABLOY Hospitality er leiðandi í þróun á lyklakerfum og öryggisskápum fyrir hótel og gistiheimili.
Í dag eru lausnir frá ASSA ABLOY í yfir 7 milljónum herbergja í meira en 42 þúsund hótelum um allan heim. Flest stærstu hótelin á Íslandi nota lausnir frá ASSA ABLOY.
Auk þess seljum við PolarBar-minibari og ýmsa aukahluti fyrir hótel og gistiheimili frá ASSA ABLOY

Hafðu samband

 

Adgangsstyringar-Hotel