Öryggislausnir fyrir hótel og gistiheimili

Við hönnun og byggingu hótela er fátt eins mikilvægt og öryggisþættirnir, enda mikið í húfi ef eitthvað kemur upp á og nauðsynlegt að gestir upplifi öryggistilfinningu.

Öryggismiðstöðin er reynslu mikið öryggisfyrirtæki og  býður alhliða lausnir í öryggismálum fyrir hótel og gististaði.
Einnig bjóðum við upp á slökkvikerfi í eldhúsháfa, rýmingaráætlanir og flóttaleiðamyndir.

Lyklakerfi og öryggisskápar

Frá ASSA ABLOY Hospitality (áður VingCard Elsafe)

ASSA ABLOY Hospitality er leiðandi í þróun á hótel lyklakerfum og öryggisskápum fyrir hótel og gistiheimili og hafa verið það í yfir 40 ár. 
Í dag eru lausnir frá ASSA ABLOY í yfir 7 milljónum herbergja í meira en 42 þúsund hótelum um allan heim. Flest stærstu hótelin á Íslandi nota lausnir frá ASSA ABLOY Hospitality við mikla ánægju. 

Lyklakerfi byggjast upp á læsingum með aðgangslesara, miðlægum hugbúnaði sem sér um útgáfu aðgangsheimilda á aðgangskort gesta og möguleiki er til staðar á opnun hurða með snjallsímum.  

Auðveld opnun hótelherbergja með snjallsíma 

Smelltu hérna til þess að skoða heimasíðu Assa Abloy Hospitality og vöruúrvalið

Auk þess seljum við PolarBar-minibari, verðmætaskápa ( öryggisskápa) sem eru sérhannaðir fyrir hótel þar sem auðvelt er að rekja umgegni um þá, búningaskápa læsingar og ýmsa aðra aukahluti fyrir hótel og gistiheimili frá ASSA ABLOY Hospitality  

Polarbar  

Smelltu hérna til þess að skoða úrval minibara.    

 

Verðmætaskápur

Smelltu hérna til þess að skoða úrval verðmætaskápa  

Hafðu samband

 

Adgangsstyringar-Hotel