Það leynist rómantík í snjalltækninni
Það leynist rómantík í snjalltækninni

Hvað er svona merkilegt við það að vera snjallari? 

 

Notendur Snjallöryggis eru af margvíslegum toga og með misjafnar þarfir. Við höfum að sjálfsögðu uppfært marga af okkar góðu viðskiptavinum í nútímalegra kerfi, en samhliða því hafa margir nýir bæst við. Stór hluti nýrra viðskiptavina hefur svo verið að færa sig á milli öryggisfyrirtækja en staðreyndin er sú að það er einfaldara en fólk heldur að færa sig á milli þjónustuaðila.

 

Við höfðum á dögunum samband við hóp viðskiptavina af handahófi til að heyra hvernig kerfið væri að nýtast þeim. Við fengum svör af ýmsum toga en rauði þráðurinn var sú staðreynd að eftir að kerfið er komið í símann þá verður það til þess að öll yfirsýn og stjórnun á kerfinu er mun einfaldari og markvissari. Margir töluðu um kosti þess að geta hvar og hvenær sem er séð stöðu kerfisins og virkjað eða afvirkjað kerfið. Öryggishluti kerfisins var í augum flestra enn sá mikilvægasti.

 

Nokkuð stór hluti hópsins var farinn að nýta snjalltæki á borði við snjallrofa eða snjallperu og tengja það við snjallreglur. Nokkrir aðilar höfðu sett upp snjalllás á útihurð hjá sér en sú vara var nýlega kynnt til leiks. Þessir aðilar höfðu sett lásana upp sjálfir og tengt inn á kerfið. Þá voru nokkrir aðilar sem höfðu bætt við hreyfiskynjurum í herbergi eftir að uppsetning fór fram. Notendur geta á einfaldan hátt bætt skynjurum við sjálfir og ekki þarf tæknimann til þess. Þetta nýttu sumir sér þegar síðasta innbrotaalda gekk yfir og sérstaklega var varað við innbrotum í svefnherbergi.

 

Þrátt fyrir að hluti kerfanna hafi ekki tengd snjalltæki í dag, þá eru öll kerfi sett upp þannig að þau eru tilbúin til að styðja við fjölda z-wave tengdra snjalltækja. Notendur geta því hvenær sem er byrjað að bæta snjalltækjum við og finna hvernig það eykur notkunarmöguleika kerfisins. Hver á sínum hraða og eftir sinni hentugsemi. 

 

Ein skemmtilegasta sagan sem við heyrðum í þessum samtölum var svo frá fjölskylduföður á miðjum aldri. Hann hafði bætt snjallperu við kerfið hjá sér. Sökum vinnu sinnar ferðast hann töluvert. Eitt kvöldið þegar hann var staddur í fjarlægu landi og vissi af eiginkonu sinni í vinkonuhittingi heima við, laumaðist hann í Snjallöryggis appið og tendraði snjallperuna í stofulampanum, rauða. Hlæjandi sagði hann okkur að það hafi varla liðið nema 10 sekúndur þangað til konan hans sendi skilaboð sem innihélt aðeins eitt tákn:  ❤ 

 

Hver segir svo að rómantíkin búi ekki í snjalltækninni.