VEL HANNAÐ EFTIRLITSMYNDAVÉLAKERFI GETUR SKIPT SKÖPUM

Við val á myndavélakerfi er að mjög mörgu að huga. Við bjóðum upp á ókeypis, sérhæfða ráðgjöf þar sem sérfræðingar leiða þig í gegnum mikilvægustu þætti við val á búnaði og hönnun kerfis.

Öryggismiðstöðin hefur um árabil sérhæft sig í eftirlitsmyndavélum og býður upp á fjölbreytt úrval lausna sem henta allt frá heimilum og minni fyrirtækjum til mjög stórra og umfangsmikilla fyrirtækjalausna.

Skráðu þig og fáðu símtal frá sérfræðingi um eftirlitsmyndavélar


captcha

Við erum sérfræðingar í eftirlitsmyndavélum - fáðu ókeypis ráðgjöf

Eftirlitsmyndavélar

Við erum með þér til öryggis

Hvað skiptir mestu máli við val á eftirlitsmyndavélum?

NYTSEMI OG TILGANGUR
Algengasta ástæða innleiðingar eftirlitsmyndavéla er í öryggis- og eignavörsluskyni. Til að tryggja öryggi einstaklinga og varna því að eigur séu skemmdar eða þeim stolið og til greiningar liðinna atburða.
Mikilvægt er að skilgreina vandlega tilgang vöktunar og hvaða svæði á að vakta. Þegar þeirri vinnu er lokið er hægt að meta hvaða lausnir henta best í verkefnið.


SKÝRLEIKI MYNDEFNIS
Nýjustu eftirlitsmyndavélar bjóða upp á háskerpu í myndefni. Það er mikilvægt að sjónhorn séu rétt valin og ef myndavél á að ná miklum myndgæðum á tilteknum svæðum þá þarf að passa upp á að sjónarhorn sé ekki of gleitt. Sé tilgangur t.d. að ná bílnúmerum eða öðrum smáatriðum gæti þurft að velja myndavélar sem eru sérstaklega ætlaðar fyrir slíkt.


BIRTUSKILYRÐI
Lýsingu í kringum myndavélar þarf að hafa í huga, hvort sem um ræðir innanhúss eða utan. Myrkur og mengun frá ljósbúnaði getur haft veruleg áhrif á myndgæði. Þetta þarf að skoða við val á eftirlitsmyndavélum og tryggja að valin sé myndavél sem virkar við þær aðstæður sem koma upp í sjónsviði hennar.


EINFALDLEIKI Í NOTKUN
Lykilþáttur þess að eftirlitsmyndaválar virki sem skyldi fyrir eiganda kerfis er að það sé notendavænt og bjóði upp á öfluga leitarmöguleika. Þannig er oft notuð sú tækni að myndavélar fara aðeins í upptöku þegar hreyfing verður á tilteknu svæði í myndflöt. Þetta leiðir af sér að leit einfaldast verulega og eins taka upptökur minna pláss á hörðum disk. Nýjustu eftirlitsmyndavélakerfi bjóða upp á mjög öfluga leitarmöguleika og einnig lifandi myndir. Þá er hægt að tengja kerfin í snjallsíma og spjaldtölvur sem einfaldar notkunarmöguleika verulega.

SKILGREINING SVÆÐA OG VAL Á MYNDAVÉLUM
Áður en myndavél er valin þarf að skilgreina nákvæmlega hvaða svæði hún á að vakta. Skoða þarf sjónsvið myndavélarinnar, skerpu og birtuskilyrði. Sú myndavél sem er valin þarf að valda því verkefni sem henni er ætlað. Við bjóðum upp á mikið úrval eftirlitsmyndavéla sem henta fyrir mismunandi aðstæður og verkefni.INNI EÐA ÚTI
Það skiptir miklu máli við hvaða aðstæður eftirlitsmyndavélar eiga að virka. Sé þeim ætlað að vera utanhúss er mikilvægt að þær þoli íslenska veðráttu. Slíkar myndavélar hafa gjarnan innbyggt innrautt ljós eða hvítljós sem tryggir skýrleika myndefnis við mismunandi birtuskilyrði.SKALANLEIKI KERFIS
Það þarf að hugsa til framtíðar. Kerfi sem valið er í dag þarf gjarnan að bjóða upp á stækkunarmöguleika. Eins þarf að vera tryggt að kerfið sé í áframhaldandi þróun og bjóði upp á að næstu kynslóðir myndavéla verði örugglega samhæfðar í eftirlitsmyndavélakerfinu. Annars situr viðkomandi uppi með einskiptis kerfi sem ekki verður hægt að nýta jafnvel með áframhaldandi tækniþróun.


Eftirlitsmyndavélar fyrir fyrirtæki

Öryggismiðstöðin býður fjölbreytt úrval eftirlitsmyndavélakerfa með stafrænni upptöku. Hægt er að sníða kerfin algerlega eftir þörfum notenda og því bjóðum við allt frá einföldum kerfum upp í stór kerfi með hreyfanlegum myndavélum og fullkomnum hugbúnaði til stýringar á myndeftirlitskerfinu.

Öryggismiðstöðin býður upp á fjölbreytt úrval myndeftirlitskerfa og myndavéla sem henta öllum aðstæðum.

Hægt er að sníða kerfin algerlega eftir þörfum notenda og því bjóðum við allt frá einföldum kerfum upp í stór kerfi með hreyfanlegum vélum og mikilli sjálfvirkni.

Nýjasta tækni í eftirlitsmyndavélum


Mjög öflugir fyrirtækjapakkar

Dahua myndavélapakki  með 4 myndavélumDahua 4 vélar

4 stk myndavélar HDBW4431 sem hægt er að nota inni eða úti, IP 67 

Frábær myndgæði (4 Mpix) WDR

Innrautt ljós með allt að 20 metra drægni

Upptökutæki NVR2104-P-4KS2 með PoE straumfæðingu

Hugbúnaður fylgir, styður app fyrir snjalltæki

  

 

Dahua myndavélapakki með 8 myndavélum                                           

Dahua 8 véla kit

8 stk myndavélar HDBW4431 sem hægt er að nota inni eða úti, IP67

Frábær myndgæði (4 Mpix) WDR

Innrautt ljós með allt að 20 metra drægni

Upptökutæki DHI-NVR4208-8P með PoE straumfæðingu

Hugbúnaður fylgir, styður app fyrir snalltæki

 

Dahua myndavélapakki með 16 myndavélum  Dahua 16 vélar

16 myndavélar HFW4431 sem hægt er að nota inni eða úti, IP67

Frábær myndgæði (4 Mpix) WDR

Innrautt ljós með allt að 20 metra drægni

Upptökutæki NVR5216-16P-4KS2 með PoE straumfæðingu

Hugbúnaður fylgir, styður app fyrir snalltæki

 

 

 

 

Easy4IP


Eftirlitsmyndavélar fyrir fyrirtækiMilestone Awards

Milestone Xprotect hugbúnaður fyrir eftirlitsmyndvélakerfiMilestone

Það er engin tilviljun að Milestone hugbúnaðurinn er útbreiddasti eftirlitsmyndavélahugbúnaður í heimi. Ísland er þar engin undantekning og er fjöldinn allur af kerfum í notkun á Íslandi. Meðal annars í bönkum, hugbúnaðarfyrirtækjum og opinberum byggingum. Þeir sem gera kröfur um áreiðanleika og gæði velja Milestone.

Milestone hugbúnaður hefur unnið til fjölda verðlauna síðastliðin ár og er að mörgum talinn einn sá allra besti sem boðinn er.

Við val á eftirlitsmyndavélum skiptir miklu máli að greina hvaða aðstæður eru á upptökustað og hvaða atburði á að taka upp. Til dæmis skiptir miklu máli að huga að birtuskilyrðum, upplausn og aðdrætti (zoom). Öryggismiðstöðin býður mikið úrval myndavéla sem henta öllum hugsanlegum aðstæðum.

Panta ráðgjöf vegna
eftirlitsmyndavélakerfis

 


Eftirlitsmyndavélar fyrir heimili og sumarhús

Hreyfanleg myndavél

Hentar við flestar aðstæður heimilisins

Notendavæn myndavél sem er auðveld í uppsetningu og þjónar sínu hlutverki vel. 

 Tæknilegir eiginleikar:

  • Frábær myndgæði (3 milljón Mp)
  • Þráðlaus tenging (Wi-Fi)
  • Myndgæði - Virkni vélar góð við öll birtuskilyrði
  • Geymir myndefni á minniskorti - 128GB (ATH. Minniskort fylgir ekki)
  • Sendir aðvaranir um hreyfingu í snjalltækið
  • Innbyggður hljóðnemi og hátalari
  • Hýsing efnis í skýi möguleg

Ip myndavél