VIÐ ERUM SÉRFRÆÐINGAR Í EFTIRLITSMYNDAVÉLUM

Við val á myndavélakerfi er að mjög mörgu að huga. Við bjóðum upp á ókeypis, sérhæfða ráðgjöf þar sem sérfræðingar leiða þig í gegnum mikilvægustu þætti við val á búnaði og hönnun kerfis.

Öryggismiðstöðin hefur um árabil sérhæft sig í eftirlitsmyndavélum og býður upp á fjölbreytt úrval lausna sem henta allt frá heimilum og minni fyrirtækjum til mjög stórra og umfangsmikilla fyrirtækjalausna.

Pantaðu ráðgjöf


Eftirlitsmyndavélar fyrir heimili og sumarhús

IMOU eftirlitsmyndavélar

- Fyrir heimili, sumarhús og smærri fyrirtæki

IMOU eftirlitsmyndavélar hafa rutt sér til rúms á markaðnum í dag þegar kemur að snjöllum lausnum, gæðum og einfaldleika. 

IMOU samanstendur af öflugum myndavélum og hagkvæmu myndeftirlitskerfi í appi og því er orðið ótrúlega einfalt að setja upp bæði inni- og útimyndavélar fyrir heimilið, sumarhúsið eða smærri fyrirtæki.

Appið sendir frá sér aðvörun og lifandi myndefni er myndavélar greina hreyfingu á myndfleti.

Það eina sem þarf að gera er að sækja IMOU appið í snjalltæki og tengja myndavélina inn í appið með því að skanna QR kóða og þá er myndavélin komin í gagnið.

Panta ráðgjöf Skoða úrval í vefverslun

1. Sækja appið

- Setja upp aðgang

    

2. Straumfæða myndavélina

- Skanna inn QR kóða

- Tengja við Wi-Fi

  

3. Myndavél komin í gagnið

IMOU

- Ranger IQ

IMOU

- Uppsetning

IMOU

- Um fyrirtækið


Eftirlitsmyndavélar fyrir fyrirtæki

Öryggismiðstöðin býður fjölbreytt úrval eftirlitsmyndavélakerfa með stafrænni upptöku. Hægt er að sníða kerfin algerlega eftir þörfum notenda og því bjóðum við allt frá einföldum kerfum upp í stór kerfi með hreyfanlegum myndavélum og fullkomnum hugbúnaði til stýringar á myndeftirlitskerfinu.

Öryggismiðstöðin býður upp á fjölbreytt úrval myndeftirlitskerfa og myndavéla sem henta öllum aðstæðum.

Hægt er að sníða kerfin algerlega eftir þörfum notenda og því bjóðum við allt frá einföldum kerfum upp í stór kerfi með hreyfanlegum vélum og mikilli sjálfvirkni.

Nýjasta tækni í eftirlitsmyndavélum


Milestone

Milestone

Hvort sem þú rekur litla gjafavöruverslun, verksmiðju eða flugvöll þá bjóðum við XProtect®  lausnir frá Milestone Systems sem henta þínum rekstri.

Milestone Systems er leiðandi á heimsvísu í þróun hugbúnaðar myndeftirlitskerfa. Með XProtect® lausninni tengir þú saman upptökuhugbúnað, myndavélar, myndgreiningar og aðgangsstýringar. XProtect® Styður yfir 8.000 gerðir myndavéla og er það öflugt, áreiðanlegt og auðvelt í notkun.

Lausnir Milestone Systems eru fáanlegar í flestum löndum um allan heim og er Öryggismiðstöðin stoltur umboðs- og þjónustuaðili á Íslandi, síðan árið 2004.

Milestone Systems var stofnað árið 1998 og tilheyrir Canon Group síðan 2014.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um Milestone

Panta ráðgjöf um myndeftirlitskerfi

Milestone

XProtect


Dahua

Dahua Technology er einn af stærstu framleiðendum í heimi á eftirlitsmyndavélum og upptökubúnaði ásamt ýmsum öðrum IoT lausnum og er einn af stærstu framleiðendum heims á slíkum búnaði.

Fyrirtækið var stofnað árið 2002 og er stöðugt að þróa og framleiða nýjar lausnir fyrir myndeftirlitskerfi. Dahua Techology eru marg verðlaunaðar og Öryggismiðstöðin hefur verið samstarfsaðili fyrirtækisins til fjölda ára.

Myndavélar, myndupptökuþjónar, beinar og skjáir þeirra eru meðal vinsælustu lausna Öryggismiðstöðvarinnar.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um Dahua

Panta ráðgjöf um myndeftirlitskerfi

DAHUA

TECHNOLOGY


Axis Communications var stofnað í Svíþjóð árið 1984 og tilheyra Canon Group og settu þeir af stað fyrstu eftirlitsmyndavélina af IP gerð á markað árið 1996.

Þeir hafa verið leiðandi í þróun og framleiðslu á eftirlitsmyndavélum, upptökuþjónum og hljóð- og aðgangskerfum í Evrópu og lausnir þeirra hafa verið vinsælar um allan heim og eru fyrst og fremst þekktar fyrir gæði og sveigjanleika í samtengingum við aðrar lausnir.

Öryggismiðstöðin er stoltur samstarfsaðili Axis Communications á Íslandi.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um Axis

Panta ráðgjöf um myndeftirlitskerfi

AXIS

COMMUNICATIONS


Hvað skiptir mestu máli við val á eftirlitsmyndavélum?

Helstu atriði:

  • NYTSEMI OG TILGANGUR

  • SKILGREINING SVÆÐA OG VAL Á MYNDAVÉLUM

  • SKÝRLEIKI MYNDEFNIS

  • INNI EÐA ÚTI

  • BIRTUSKILYRÐI

  • SKALANLEIKI KERFIS

  • EINFALDLEIKI Í NOTKUN

Smelltu hér fyrir ítarlegri upplýsingar

Við erum sérfræðingar í eftirlitsmyndavélum - fáðu ókeypis ráðgjöf

Ókeypis ráðgjöf

sem hentar þínum þörfum