NYTSEMI OG TILGANGUR

 • Algengasta ástæða innleiðingar eftirlitsmyndavéla er í öryggis- og eignavörsluskyni.
 • Til að tryggja öryggi einstaklinga og varna því að eigur séu skemmdar eða þeim stolið og til greiningar liðinna atburða.
 • Mikilvægt er að skilgreina vandlega tilgang vöktunar og hvaða svæði á að vakta. Þegar þeirri vinnu er lokið er hægt að meta hvaða lausnir henta best í verkefnið.

SKÝRLEIKI MYNDEFNIS

 • Nýjustu eftirlitsmyndavélar bjóða upp á háskerpu í myndefni.
 • Það er mikilvægt að sjónhorn séu rétt valin og ef myndavél á að ná miklum myndgæðum á tilteknum svæðum þá þarf að passa upp á að sjónarhorn sé ekki of gleitt.
 • Sé tilgangur t.d. að ná bílnúmerum eða öðrum smáatriðum gæti þurft að velja myndavélar sem eru sérstaklega ætlaðar fyrir slíkt.

BIRTUSKILYRÐI

 • Lýsingu í kringum myndavélar þarf að hafa í huga, hvort sem um ræðir innanhúss eða utan.
 • Myrkur og mengun frá ljósbúnaði getur haft veruleg áhrif á myndgæði.
 • Þetta þarf að skoða við val á eftirlitsmyndavélum og tryggja að valin sé myndavél sem virkar við þær aðstæður sem koma upp í sjónsviði hennar.

EINFALDLEIKI Í NOTKUN

 • Lykilþáttur þess að eftirlitsmyndaválar virki sem skyldi fyrir eiganda kerfis er að það sé notendavænt og bjóði upp á öfluga leitarmöguleika
 • Þannig er oft notuð sú tækni að myndavélar fara aðeins í upptöku þegar hreyfing verður á tilteknu svæði í myndflöt
 • Þetta leiðir af sér að leit einfaldast verulega og eins taka upptökur minna pláss á hörðum disk
 • Nýjustu eftirlitsmyndavélakerfi bjóða upp á mjög öfluga leitarmöguleika og einnig lifandi myndir.
 • Þá er hægt að tengja kerfin í snjallsíma og spjaldtölvur sem einfaldar notkunarmöguleika verulega.

SKILGREINING SVÆÐA OG VAL Á MYNDAVÉLUM

 • Áður en myndavél er valin þarf að skilgreina nákvæmlega hvaða svæði hún á að vakta.
 • Skoða þarf sjónsvið myndavélarinnar, skerpu og birtuskilyrði.
 • Sú myndavél sem er valin þarf að valda því verkefni sem henni er ætlað.
 • Við bjóðum upp á mikið úrval eftirlitsmyndavéla sem henta fyrir mismunandi aðstæður og verkefni.

INNI EÐA ÚTI

 • Það skiptir miklu máli við hvaða aðstæður eftirlitsmyndavélar eiga að virka.
 • Sé þeim ætlað að vera utanhúss er mikilvægt að þær þoli íslenska veðráttu.
 • Slíkar myndavélar hafa gjarnan innbyggt innrautt ljós eða hvítljós sem tryggir skýrleika myndefnis við mismunandi birtuskilyrði.

SKALANLEIKI KERFIS

 • Það þarf að hugsa til framtíðar.
 • Kerfi sem valið er í dag þarf gjarnan að bjóða upp á stækkunarmöguleika.
 • Eins þarf að vera tryggt að kerfið sé í áframhaldandi þróun og bjóði upp á að næstu kynslóðir myndavéla verði örugglega samhæfðar í eftirlitsmyndavélakerfinu.
 • Annars situr viðkomandi uppi með einskiptis kerfi sem ekki verður hægt að nýta jafnvel með áframhaldandi tækniþróun.