Hver vaktar þitt fyrirtæki?

Innbrot í fyrirtæki eru daglegt brauð og stöðugar fréttir berast af aukinni bíræfni innbrotsþjófa. Nánast öll fyrirtæki geta verið í hættu. Í viðkvæmum rekstri geta slík tjón ásamt bruna- og vatnstjónum truflað rekstur á þann hátt að það verður seint að fullu bætt. Með Fyrirtækjaöryggi má draga úr þessari hættu og oft og tíðum koma í veg fyrir óbætanlegt tjón og er þjónustan sniðin að þínum þörfum.

 

Sendu okkur fyrirspurn um þjónustuna

 

Öryggismiðstöðin - Fyrirtækjaöryggi

 • Vertu með fyrirtækjaöryggið í vasanumSNJALLÖRYGGI

Snjallöryggi er ný lausn sem hentar vel fyrir smærri fyrirtæki: litlar skrifstofur, hárgreiðslustofur, verkstæði, kaffihús og smærri verslanir. Þar mætast hefðbundnar öryggislausnir og snjalllausnir sem gera þér kleift að stjórna og fylgjast með hvar sem er og hvenær sem er í appi í snjallsíma.
Við appið er hægt að tengja eftirlitsmyndavélar, snjallperur og snjalltengi sem gera þér kleift að kveikja og slökkva á raftækjum. Snjallöryggi styður fjölda annarra snjalleininga.

SNJALLREGLUR

Í appinu getur hver notandi sett upp snjallreglur sem virkja sjálfvirkar aðgerðir í kerfinu, t.d. láta vita þegar gengið er um húsnæðið, láta raftæki eða snjallperu slökkva á sér sjálfvirkt þegar kerfi er sett á vörð eða setja myndavél í hreyfiskynjara á upptöku við öll innbrotsboð.

MARGIR NOTENDUR

Það geta allt að 8 manns verið með aðgangsflögu og allt að 32 stýrt kerfinu í gegnum Snjallöryggisappið.

Það er hægt að stýra mörgum kerfum í sama appinu t.d. ef fyrirtækið er með starfstöðvar á mismunandi stöðum og eins heimilum starfsmanna ef það er uppsett þar.

Með Snjallöryggisappinu getur þú...

 • Gert öryggiskerfið virkt og óvirkt
 • Fylgst með hvort hurðir séu opnar
 • Fylgst með hitastigi
 • Fylgst með myndavélum og upptökum
 • Fengið boð frá reykskynjurum
 • Fengið tilkynningu ef það er vatnsleki
 • Stjórnað lýsingu með snjallperum
 • Stjórnað raftækjum

Möguleikarnir eru endalausir!

Hvernig skal skrá flögu í Snjallöryggi

Hvernig skal taka snjallöryggi af verði

Snjallöryggi - Með heimilið í höndunum

Snjallöryggi - Þú stjórnar og við vöktum

Snjallöryggi - Einfalt og aðgengilegt

Hvernig skal skrá notendur í Snjallöryggisappið

 

 

 

SETTU ÖRYGGIÐ Í FYRSTA SÆTI

 

 

Hver vaktar þitt fyrirtæki?

Innbrot í fyrirtæki eru daglegt brauð og stöðugar fréttir berast af aukinni bíræfni innbrotsþjófa. Nánast öll fyrirtæki geta verið í hættu. Í viðkvæmum rekstri geta slík tjón ásamt bruna- og vatnstjónum truflað rekstur á þann hátt að það verður seint að fullu bætt. Með Fyrirtækjaöryggi má draga úr þessari hættu og oft og tíðum koma í veg fyrir óbætanlegt tjón og er þjónustan sniðin að þínum þörfum.

 

Sendu okkur fyrirspurn um þjónustuna

 

Öryggismiðstöðin - Fyrirtækjaöryggi

Þúsundir viðskiptavina hafa kosið Fyrirtækjaöryggi með þeirri vissu að við fylgjumst vel með og erum fljót á staðinn ef eitthvað kemur upp á.

Fyrirtækjaöryggi

Við erum með þér til öryggis

Öryggisvörður

Vöktun á fyrirtækinu - Kerfi tengd stjórnstöð

 • Innbrot – viðvörunarkerfi
 • Rán, árásir eða ógnanir – hægt að fá árásarhnappa
 • Bruni – reykskynjarar
 • Vörn að hluta – innbrotsviðvörun ver hluta af húsnæðinu

Öryggisverðir okkar eru alltaf á ferðinni

Þegar viðvörunarboð berast til stjórnstöðvar er næsti öryggisvörður samstundis sendur á vettvang til að kanna ástand og gera viðeigandi ráðstafanir. Öryggisvörður hefur lykil (ef óskað er), kannar ítarlega orsök útkalls og yfirgefur ekki staðinn fyrr en öryggismál eru komin í rétt horf. Sé þörf á að kalla til lögreglu, slökkvilið og tengiliði er það að sjálfsögðu gert. Allur boðbúnaður sendir prófunarboð með reglulegu millibili til stjórnstöðvar. Viðskiptavinir okkar geta ávallt treyst á góða, persónulega og faglega þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar.


Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um Snjallöryggi

 Fá símtal  FRÁ ÖRYGGISRÁÐGJAFA


Eða ...

hringja Í 5702400 og fá nánari upplýsingar