Hver vaktar þitt fyrirtæki?

Innbrot í fyrirtæki eru daglegt brauð og stöðugar fréttir berast af aukinni bíræfni innbrotsþjófa. Nánast öll fyrirtæki geta verið í hættu. Í viðkvæmum rekstri geta slík tjón ásamt bruna- og vatnstjónum truflað rekstur á þann hátt að það verður seint að fullu bætt. Með Fyrirtækjaöryggi má draga úr þessari hættu og oft og tíðum koma í veg fyrir óbætanlegt tjón og er þjónustan sniðin að þínum þörfum.

Aðeins er greitt mánaðargjald – enginn stofnkostnaður

*Uppsetning og útkallsþjónusta innifalin í mánaðargjaldi

Sendu okkur fyrirspurn um þjónustuna

 

Öryggismiðstöðin - Fyrirtækjaöryggi

Þúsundir viðskiptavina hafa kosið Fyrirtækjaöryggi með þeirri vissu að við fylgjumst vel með og erum fljót á staðinn ef eitthvað kemur upp á.

Fyrirtækjaöryggi

Við erum með þér til öryggis

Öryggisvörður

Beintengt stjórnstöð

Öryggisverðir okkar eru alltaf á ferðinni

Þegar viðvörunarboð berast til stjórnstöðvar er næsti öryggisvörður samstundis sendur á vettvang til að kanna ástand og gera viðeigandi ráðstafanir. Öryggisvörður hefur lykil (ef óskað er), kannar ítarlega orsök útkalls og yfirgefur ekki staðinn fyrr en öryggismál eru komin í rétt horf. Sé þörf á að kalla til lögreglu, slökkvilið og tengiliði er það að sjálfsögðu gert. Allur boðbúnaður sendir prófunarboð með reglulegu millibili til stjórnstöðvar. Viðskiptavinir okkar geta ávallt treyst á góða, persónulega og faglega þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar.


Vöktun á fyrirtækinu - Kerfi tengd stjórnstöð

Innbrot – viðvörunarkerfi

Rán, árásir eða ógnanir – hægt að fá árásarhnappa

Bruni – reykskynjarar

Vörn að hluta – innbrotsviðvörun ver hluta af húsnæðinu