Einn af hornsteinum í þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar er mönnuð gæsla sem sinnt er af sérþjálfuðum öryggisvörðum

Bæði er um að ræða staðbundna þjónustu og eins vaktferðir þar sem öryggisverðir kanna ástand og öryggi bygginga og svæða. 

Öryggismiðstöðin leggur áherslu á að hafa ávallt yfir að ráða hæfu starfsfólki með sem býr yfir faglegri þekkingu og reynslu á sviði öryggismála. Allir öryggisverðir gangast undir stranga þjálfun og sækja námskeið sem miða að því að gera þá sem hæfasta í starfi. Verkeftirlit og endurmenntun eru meðal þeirra þátta. Allir starfsmenn þurfa að skila inn hreinu sakarvottorði, ásamt því sem ferill þeirra er skoðaður nákvæmlega, áður en þeir hefja störf hjá fyrirtækinu.

Hjá okkur starfa m.a. fyrrverandi lögregluþjónar sem hafa sérhæft sig í viðburðastjórnun, lífvörslu, VIP gæslu, sérhæfðri öryggisráðgjöf og námskeiðahaldi fyrir dyraverði, öryggisverði og fyrirtæki. Við höfum komið að miklum fjölda verkefna er lúta að öryggisgæslu stærri viðburða s.s. tónleikum og heimsóknum heimskunnra erlendra aðila hingað til lands. 

Hafa samband

 

Öryggismiðstöðin - Öryggisgæsla

 

Við erum sérfræðingar í öryggisgæslu

Öryggisvörður á staðnum

Staðbundin gæsla

Staðbundin gæsla felur í sér að öryggisvörður er á staðnum. Öryggisvörðurinn er klæddur einkennisklæðnaði, jakkafötum eða borgaralegum klæðnaði og hefur fengið ítarlega þjálfun í viðbrögðum við mismunandi aðstæðum ásamt því að bera allan nauðsynlegan búnað til starfa, s.s. samskiptabúnað við stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar. 

Meðal kosta þess að hafa sýnilegan öryggisvörð:

• Heldur óviðkomandi frá staðnum 
• Viðbragðstími við ástandi stuttur 
• Tryggir rétt viðbrögð 
• Aðstoð við viðskiptavini 
• Veitir viðskiptavinum og starfsmönnum öryggistilfinningu

Senda fyrispurn

 

Öryggisvörður

 

VERÐMÆTAFLUTNINGAR

Mikilvægt er að tryggja að verðmæti séu flutt og geymd með viðeigandi öryggi.

Hvort heldur sem um er að ræða peninga, gögn eða mikilvæg skjöl þá bjóðum við upp á sértæka þjónustu öryggisvarða við flutning.

Vaktferðir öryggisvarða

Farandgæsla felur í sér að öryggisvörður kemur í vaktferðir á skilgreindum tímum eða tímabili. Í vaktferðum er ástand kannað og brugðist við ef frávik hafa komið upp. Fyrir hverja farandgæslu er sett upp vaktlýsing sem tiltekur verksvið öryggisvarða á staðnum. 

Eftirlitsferðir öryggisvarða eru ávallt í samræmi við þarfir viðskiptavinarins. Það finnast engin tvö eins fyrirtæki sem hafa sömu öryggis- og eftirlitsþörf. Þess vegna hefur Öryggismiðstöðin engar staðlaðar lausnir, frekar ramma sem við útfyllum í samráði við okkar viðskiptavini.

Senda fyrispurn

 

Beintenging við stjórnstöð tryggir rétt viðbrögð

Langflest öryggiskerfi er hægt að beintengja stjórnstöð með einföldum hætti.

Við mælum eindregið með að þú beintengir öryggiskerfi þín við stjórnstöð okkar sem vaktar boð frá kerfunum og tryggir viðbrögð án tafar ef eitthvað kemur upp á.

Frá stjórnstöð Öryggismiðstöðarinnar er öryggisvörðum á útkallsbílum stjórnað og ráðstafað í útköll.

Öryggisverðir okkar eru á ferðinni allan sólarhringinn allt árið um kring. Þegar viðvörunarboð berast til stjórnstöðvar er næsti öryggisvörður samstundis sendur á vettvang til að kanna ástand og gera viðeigandi ráðstafanir. Hann yfirgefur ekki staðinn fyrr en öryggismálin eru kominn í rétt horf. Sé þörf á að kalla til lögreglu, slökkvilið og tengiliði er það gert.

Útkallsþjónusta öryggisvarða er í boði á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Árborg og Akureyri og nágrenni.

Stjórnstöð