Úrval af öflugum verðmætaskápum og öryggisgeymslum.

Í samvinnu við sænska fyrirtækið Robur býður Öryggismiðstöðin fjölbreytt úrval verðmætaskápa fyrir heimili og fyrirtæki þ.m.t. banka og fjármálastofnanir.

Robur er þekkt fyrir vandaða framleiðslu og langan endingartíma.

Flestir eiga verðmæti sem best eru geymd á öruggum stað. Til dæmis skjöl, öryggisafrit af ljósmyndum, vegabréf, skartgripi og ýmislegt fleira. Hafa skal í huga hvort nægjanlegt sé að skápurinn sé læsanlegur eða hvort áskjósanlegt sé að hafa hann eldtraustan.

Senda fyrirspurn

Verðmætaskápur fyrir heimiliVerðmætaskápur


Verðmæta- & öryggisskápar

Fjölbreytt úrval lausna til verðmætageymslu fyrir atvinnurekstur

Öryggis- og verðmætaskápa í öllum styrkleikaflokkum, ásamt góðu úrvali skjalaskápa.

 • Innleggshólf (Deposit box) með lykillæsingu eða tímastýrðri raflæsingu.
 • Innleggsskápar (Deposit Safe) Grade II-III prófaðir samkvæmt EN 1143. Þeir eru lykillæstir og fást í 6 stærðum.
 • Innleggsskápar (Deposit Safe) Grade II-IV prófaður samkvæmt EN 1143-2. Þeir eru lykillæstir og fást í 6 stærðum.
 • Öryggisskápar í öllum styrkleikaflokkum Grade I til Grade V, ýmsum stærðum og með mismunandi eldvörn.
 • Skjalaskápar með 2, 3 eða 4 skúffum fyrir skjalavasa. Fáanlegir með mismunandi eldvörn 60 - 120 mín.
 • Skjalaskápar með hillum og hurð eða hurðum. Nokkrar stærðir í boði og með 60 mín.eldvörn

ÖRYGGISUMSLÖG OG UPPGJÖRSPOKAR

 Frá þýska fyrirtækinu DEBATIN er í boði margar gerðir öryggisumslaga og uppgjörspoka.

 • DEBASAFE Öryggispoka og umslög
 • DEBACASH Seðla og mynt - Ýmsar vörur
 • DEBASEAL Ýmis innsigli og miðar
 • DEBAPAC Sjálflímandi pokar
 • DEBAPOST Pokar og umslög fyrir póstsendingar
 • DEBA-AIR Loftbóluumslög
 • DEBABAG Flatir pokar

DRopboxDeposit safeSkjalaskápur

Öryggisumslög

Smærri verðmætaskápar fyrir heimili og minni fyrirtæki

Frá MBG / Robur í Svíþjóð eru í boði gott úrval verðmætaskápa fyrir heimili og minni fyrirtæki.

Skáparnir eru fáanlegir í fjórum stærðum og eru með talnaborðslás og lyklum til vara. Skápnum fylgja skrúfur til að festa hann í vegg eða gólf.

Tilgangurinn með verðmætaskáp er að gera það erfitt og tímafrekt að nálgast þau verðmæti sem geymd eru í honum.  Þess vegna hentar verðmætaskápurinn mjög vel með öryggiskerfi.  Öryggiskerfið tryggir að sá sem brýst inn hefur mjög takmarkaðan tíma til að athafna sig og verðmætaskápurinn sér til þess að ekki sé hægt að hrifsa verðmæti í snarheitum.

mbg23mbg500

Hólf og hvelfingar

Fyrir banka og fjármálastofnanir

Hvelfingar gerðar úr stöðluðum einingum samkvæmt EN 1143-1. Hvelfingarnar fást í mismunandi styrkleika þ.e. Grade V, VI VIII, o.s.frv. Í boði er gott úrval innréttinga í hvelfingarnar.

Öflugar öryggishurðir fyrir hvelfingar samkvæmt EN 1143-1. Hurðirnar fást í mismunandi styrkleika þ.e. Grade V,VII, VIII o.s.frv. sem henta viðkomandi hvelfingu. Allar öryggishurðir frá Robur eru með tvöfaldum lás og hægt er að velja um ýmsar gerðir læsinga m.a. lykillæsingar, blöndu af lykillæsingu og talnalæsingu eða t.d. fingrafaralesara.

Öryggishólf fyrir viðskiptavini banka. Hólfin eru framleidd úr hágæða áli samkvæmt sænskum stöðlum SSF 1048-2. Hólfin eru fáanleg 1830 mm, 2030 mm og 2230 mm á hæð

Næturhólf sem uppfylla alla helstu staðla um slíkan búnað. Hægt að fá þau með strikamerkjalesara eða talnalás fyrir aðgang. Einnig hægt að fá búnað m/strikamerkjalesara inni í hólfinu sem skráir innlegg og prentar kvittun.

Rafstýrðar gjaldkera skúffur og margt fleira.

Panta ráðgjöf

hvelfing                           hurðvault

Lyklaumsjónarkerfi

Frá Morse Watchman í USA býður Öryggismiðstöðin mjög fullkomin umsjónarkerfi fyrir lykla, sem kallast Key Watcher. Þetta eru skápar sem byggðir eru upp með sérstökum einingum eftir því hverjar eru þarfirnar hverju sinni.

Hver skápur getur rúmað allt að 96 lyklum. Hver lykill er settur á festingu ( Smart Key ) sem er með örgjörva og kerfið þekkir síðan lykilinn og heldur utan um ferli hans. Allur aðgangur að lyklunum er aðgangsstýrður og aðeins þeir sem hafa til þess leyfi geta nálgast þá lykla sem viðkomandi hefur aðgang að.

Kerfið heldur síðan utan um allt ferli lyklanna, hver tók lykil og hvenær, og hvenær lykli var skilað o.s.frv.

MOrse cabinet  Morse 1

 

Skráðu þig og fáðu símtal frá sérfræðingi um verðmætaskápa


captcha