Rýrnun í smásöluverslun er umtalsvert vandamál á Íslandi eins og í öðrum löndum

Samkvæmt fréttatilkynningu frá SVÞ í febrúar 2009 er áætlaður kostnaður verslunar á Íslandi af þjófnaði um 5 – 6 milljarðar króna á ári hverju og hefur hann aukist mjög.

Í sömu fréttatilkynningu frá SVÞ kom fram að samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra er skipulögð glæpastarfsemi að festa sig í sessi hér á landi og einn angi slíkrar starfsemi er stórfelldur þjófnaður úr verslunum.

Tap verslunar getur numið hundruðum þúsunda á örfáum mínútum og því miður er vandinn gríðarlegur. Þjófnaður á matvöru er algengur og gríðarleg verðmæti tapast þar.

Samkvæmt könnun í Evrópu á vegum "The Worldwide Shrinkage Survey" flokkast rýrnun í verslun þannig að hnupl viðskiptavina er um 48% af heildarrýrnun.

Af þessu má sjá að mikilvægt er að koma upp þeim vörnum sem tiltækar eru t.d. vöruverndarhliðum, eftirlitsmyndavélum ofl.

Öryggismiðstöðin bíður gott úrval vandaðra vöruverndarhliða og annars búnaðar frá m.a. Shopguard í Ungverjalandi.

Senda fyrispurn

       Twilight claw

Vöruverndarhlið

Vönduð vöruverndarhlið sem hafa sannað gildi sitt

Vöruverndarhlið frá Shopguard í Ungverjalandi hafa verið á íslenskum markaði um árbil og hafa reynst afar vel auk þess að vera á hagstæðu verði.

Margar tegundir og mismunandi tækni er í boði, mikilvægt að velja réttan búnað sem hentar þeim þörfum sem uppi eru á hverju tíma.

Algengustu vöruverndarhliðin frá Öryggismiðstöðinni eru svokölluð TRX MONO hlið sem byggja á RF tækni 8,2 MHz.

TRX MONO hliðstólpar geta staðið einir því hver stólpi er bæði sendir og móttakari, þ.e. þau skynja til beggja hliða, en algengast er að tveir eða fleiri hliðstólpar sé settir upp og vinna þá saman.

Vaktsvið eða drægni er mjög mismunandi eftir tegundum hliðstólpa, og eins hvernig merki og miðar eru notaðir á vöruna sem á að verja.

Vinsælustu hliðstólparnir frá Shopguard eru:

 • Twilight TRX Mono RF 8,2 MHz stólpi, sem er gerður úr "PERSPEX" hágæða plexi. Í stólpanum er áberandi og smekkleg LED lýsing og hægt að velja um fjóra liti.
 • Zento TRX Mono RF 8,2 MHZ stólpi, sem er sterkur, öflugur og sérstaklega gerður til að setja í hann auglýsingaspjald. 

  

 

  Zento 1   Zento 2

Tækjavarnir

 

  Peak easysmart   Peak 2

Þarft þú að verja dýra vöru?

Frá Shopguard kemur mikið og gott úrval af búnaði til tækjavarna fyrir m.a.

 • Flestar gerðir af farsímum
 • Flestar gerðir af spjaldtölvum
 • Snjallúr
 • Myndavélar
 • Heyrnartól
 • Fartölvur

Hægt er að velja um að hafa tækin í hleðslu og uppsett þannig að viðskiptavinir geti prófað viðkomandi tæki. 

Einnig er hægt að fá einfaldari varnir þar sem hið varða tæki er ekki í hleðslu og þá í raun aðeins til sýnis.

Senda fyrispurn

 

Ýmsar þjófavarnir

Miðar og merki

 • Algengir RF þjófavarnamiðar eru 8,2 MHz og eru 4 x 4 cm með strikamerki.
 • Algeng hörð RF þjófavarnamerki eru 8,2 MHz og eru minnst 4 x 5 cm. Vinsælust er dökkgrá merki.
 • Nokkrar gerðir af nálum er fáanlegar í hörð merki.
 • Sérstakir stálvírar eru í boði til að gera mögulegt að hengja hörð þjófavarnamerki á t.d. töskur og ýmsar leðurvörur
 • Til eru sérstakir þjófavarnamiðar fyrir matvöru sem þola að vera í kæli eða frysti.

Eyðarar og segulopnarar

 • Til að eyða virkni þjófavarnamiða eru notaðir sérstakir eyðarar staðsettir við afgreiðslukassa.
 • Sérstakir segulopnarar eru við afgreiðslukassa til að losa hörð merki af vöru t.d. fatnaði

Þjófavarnavælur

 • Sérstakar öryggissnúrur (Rottur) með áfastri vælu til að hengja á ýmisskonar vörur.
 • Ef reynt er að slíta öryggissnúruna fer vælan í gang og veldur töluverðum hávaða.

miðar        Merki 

 Rotta   segull