Öryggismál Snjallöryggis
Allur endabúnaður kerfisins (skynjarar og snjalltæki) eru í dulkóðuðum (AES) samskiptum við stjórnstöð öryggiskerfisins og eru þar af leiðandi ekki tengdir interneti.
Intenet samskipti fara öll fram í gegnum stjórnstöð öryggiskerfisins. Stjórnstöð öryggiskerfisins er í dulkóðuðum (AES) samskiptum við skýjalausn Snjallöryggis þar sem gögn eru vistuð og meðhöndluð í vottuðu gagnaveri í Bretlandi.
Appið er svo í dulkóðuðum (SSL/HTTPS) samskiptum við skýið. Myndstraumar eru sendir með dulkóðuðum (ECOP2) samskiptum.
Þó svo að Snjallöryggi sé nýjung á Íslandi keyrir það á vinsælustu öryggiskerfislausn fyrir heimili í Evrópu.
Skýjalausnin er í virkri umsjón tæknifyrirtækisins Essence, stærsta þjónustuaðila öryggiskerfa fyrir heimili í Evrópu.
Meðal endursöluaðila eru alþjóðlegu stórfyrirtækin Verisure og G4S.
Langflestir gallar og öryggisrof eru almennt í búnaði sem hlýtur ekki virka umsjón og er ekki uppfærður reglulega m.t.t. öryggisgalla eða nýuppgötvaðra ógna.
Snjallöryggi er í virkri umsjón og vöktun.
Varðandi myndavélar þá hefur viðskiptavinur ávallt val um hvort hann vilji yfirhöfuð hafa slíkan búnað inn á heimilinu og hvar hann er staðsettur.
Essence mun uppfylla öll ákvæði við gildistöku nýrra persónuverndarlaga (GDPR) í maí næstkomandi. Ný persónuverndarlög setja ríkari skorður á söfnun upplýsinga, meðhöndlun þeirra og varðveislu.
Essence og Öryggismiðstöðin eru ekki í neinum tilfellum að dreifa persónugreinanlegum eða ópersónugreinanlegum upplýsingum til þriðja aðila.
Almennt um netöryggi:
Það fylgir því áhætta að vera á netinu. Fjölmörg öpp í snjallsímanum þínum hafa t.d. aðgang að myndavélinni í símanum þínum. Almennt metur fólk ávinning og þægindi við notkun á móti áhættu. Ekkert er svo öruggt að það sé 100%. Með virkri umsjón og uppfærslum má sporna við langflestum áhættuþáttum. Snjallöryggi keyrir á þekktum og margreyndum grunni þar sem öryggi er á heimsklassa og allt ferlið dulkóðað.
Stærsti veikleiki öryggismála er yfirleitt óábyrg hegðun notenda – notandi þarf að passa mjög vel upp á upplýsingar sínar og lykilorð.
Óábyrg notkun á internetinu (t.d. ólöglegar niðurhalssíður) geta t.d. reynst varasamar og ógnað öryggi lykilorða.
Snjallöryggi notast við dulkóðaðar upplýsingar allt frá skynjaranum og alla leið í símann. Lausnin er frá stærsta framleiðenda Evrópu í heimakerfum þar sem öryggið er í fyrsta sæti. Áhættan er afar lítil, en það er alltaf áhætta að vera með búnað á Internetinu.