Almennir SKILMÁLAR FYRIR Snjallöryggi.    Útgáfa 1.0

 

1. GILDANDI SKILMÁLAR

 

1. Þessir almennu skilmálar eiga við um alla samninga sem gerðir eru við Öryggismiðstöð Íslands ehf („ÖMÍ“) í tengslum við áskriftir og kerfi.

1.1     ÖMÍ áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum, öðrum áskriftarskilmálum og verðlagningu hvenær sem er.

Gildandi skilmálar á hverjum tíma eru aðgengilegir á vefsvæði ÖMÍ .(Tilkynningar um breytingar verða birtar á vefsvæði ÖMÍ, á reikningum, yfirliti yfir greiðslur og þjónustu, með rafrænum skilaboðum (með tölvupósti, smáskilaboðum eða gegnum appið) eða með venjulegum bréfpósti. Ef breytingarnar eru óverulegar kann að vera að tilkynningar verði aðeins birtar á vefsvæði ÖMÍ.Allar breytingar á skilmálum samninga milli ÖMÍ og viðskiptavinarins verða að vera skriflegar. Viðskiptavinurinn getur þó sagt samningnum upp símleiðis. Greiðsla á áskrift eftir að breytingar á skilmálum hafa verið tilkynntar telst vera samþykki fyrir breytingunum. Komi upp árekstur milli þessara skilmála og annarra skilmála sem samið hefur verið um skriflega skal annar skriflegur samningur gilda.

1.2   ÖMÍ eða einhverjum viðurkenndra samstarfsaðila ÖMÍ er heimilt að gera skuldbindingar varðandi áskriftina og kerfið.

2. SKILGREININGAR

2.1     „Áskrift“ merkir þá áskrift eða þær áskriftir sem viðskiptavinurinn semur um við ÖMÍ.

2.2     „Kerfi“ merkir búnað og efni sem viðskiptavinurinn fær sent frá ÖMÍ, eða frá viðurkenndum samstarfsaðila ÖMÍ, og/eða er tilgreint sérstaklega á reikningi til viðskiptavinar.

2.3     „Vefsvæði“ táknar www.oryggi.is

2.4     „Viðskiptavinurinn“ táknar þann aðila sem gerir samning um áskrift við ÖMÍ.

 • 3. UPPSETNING O.FL.

3.1     Aðeins ÖMÍ eða viðurkenndur samstarfsaðili ÖMÍ má setja upp kerfið.

3.2      Viðskiptavinur greiðir sérstakt uppsetningargjald fyrir uppsetninguna, sem er tilgreint í samningi.

33 Uppsetning og viðhaldsþjónusta fer fram á almennum afgreiðslutíma ÖMÍ, sem er tilgreindur á vefsvæðinu, og viðbótarkostnaður miðast við það.

3.4     Það er á ábyrgð viðskiptavinar að

gerlegt og heimilt sé að setja kerfið upp á umsömdu heimilisfangi / staðsetningu.

3.3     Ef lyklar í vörslu ÖMÍ– af hvaða ástæðu sem vera kann – veita ekki aðgang að uppsetningarstaðnum,  áskilur ÖMÍ sér rétt til að kalla til lásasmið, á kostnað viðskiptavinar, svo fremi sem ÖMÍ eða starfsmaður í útkalli telur nauðsynlegt að fá aðgang að íbúðinni þar sem kerfið er sett upp.

3.4       Ef skipt er um lás ber viðskiptavinur ábyrgð á að afhenda ÖMÍ nýja lykla.

4. VIÐHALD, ÞJÓNUSTA OG FLEIRA

4.1      Viðskiptavinurinn skal nota og meðhöndla kerfið í samræmi við uppgefnar leiðbeiningar og ber honum að tilkynna ÖMÍ um alla galla eða bilanir sem viðskiptavinur verður var við.

4.2       Aðeins ÖMÍ eða viðurkenndum samstarfsaðila ÖMÍ er heimilt að þjónusta, gera við eða breyta kerfinu og viðskiptavinurinn má ekki hindra aðgang að kerfinu með hlíf eða öðrum tálmum. ÖMÍ kann þó að biðja viðskiptavininn að framkvæma viðhald, að því marki sem það getur talist gerlegt fyrir viðskiptavininn.

4.3      Viðskiptavinurinn fær reikning fyrir öllum viðgerðum, breytingum, villuleit o.þ.h. sem gerðar eru, nema annað sé tekið fram með skýrum hætti í áskriftarsamningi viðskiptavinarins, eða ÖMÍ beri með öðrum hætti ábyrgð á þeim aðstæðum sem liggja til grundvallar þjónustunni sem um ræðir. Viðskiptavinurinn ber kostnað við rafhlöður og skipti á rafhlöðum. Ef viðskiptavinurinn notar Snjallöryggi ÖMÍ getur viðskiptavinurinn sjálfur séð um rafhlöðuskipti.

4.4     ÖMÍ á rétt á að fá aðgang að kerfinu hvenær sem þess gerist þörf. ÖMÍ mun að öllu jöfnu semja um tíma með góðum fyrirvara við viðskiptavininn, en við sérstakar aðstæður á ÖMÍ rétt á að fá aðgang að kerfinu án sérstaks fyrirvara.

4.5      Viðskiptavininum ber að tryggja öryggi kerfisins á meðan það er uppsett hjá viðskiptavininum og viðskiptavininum ber einnig að láta ÖMÍ gera við allt tjón sem verða kann á kerfinu og greiða þar kostnað sem af því gæti hlotist.

5. VÖKTUN, FYRIRMÆLI UM AÐGERÐIR

5.1     Kerfið er tengt við stjórnstöð ÖMÍ allan sólarhringinn.

5.2     Viðskiptavininum ber að sjá til þess að fyrirmæli um aðgerðir séu ævinlega nýuppfærð, þ.m.t. upplýsingar um tengiliði.

5.3     Vaktmaður mun aldrei grípa til neinna aðgerða sem stefna persónulegu öryggi hans í hættu, óháð því sem fram kemur í fyrirmælum um aðgerðir.

5.4     Við tjón vegna innbrots / tilraunar til innbrots, skemmdarverka, eldsvoða eða álíka mun ÖMÍ, á kostnað viðskiptavinarins, grípa til skaðaminnkandi ráðstafana, svo sem að senda vaktmann á staðinn sem viðvörun barst frá, kalla til iðnaðarmann ef þörf krefur eða láta setja kerfið upp á ný.

6. AFTURKÖLLUN Á VIÐVÖRUN

6.1     Ef kerfið fer af stað fyrir mistök ber viðskiptavininum að hafa samband við ÖMÍ innan tveggja mínútna og afturkalla viðvörunina með því að gefa upp leyniorð eða með því að nota lykilkort, talkóða eða fjarstýringu. ÖMÍ ber ekki skylda til að senda starfsmann á staðinn ef viðskiptavinur afturkallar viðvörunina með réttum hætti, jafnvel þótt það gerist eftir að tvær mínútur eru liðnar.

6.2     Hafi afturköllun ekki verið gerð innan tveggja mínútna, í samræmi við lið 7.1., getur ÖMÍ krafist greiðslu af viðskiptavininum fyrir útkallið.

6.3     Ef ÖMÍ fær falska viðvörun sem rekja má til aðstæðna sem viðskiptavinurinn hefur stjórn á getur ÖMÍ sent viðskiptavininum skrifleg fyrirmæli um að gera breytingar á þeim aðstæðum innan þriggja daga. Hafi slíkar breytingar ekki verið gerðar áður en fresturinn rennur út er ÖMÍ heimilt að senda viðskiptavininum reikning fyrir hvert það útkall sem kann að eiga sér stað vegna viðkomandi aðstæðna, óháð því hvort kostnaður við útkall fellur undir áskriftarsamning viðskiptavinarins.

7. MERKINGAR

7.1     Við uppsetningu á kerfinu setur ÖMÍ upp hjá viðskiptavini allar nauðsynlegar merkingar. Ef viðskiptavinurinn fer fram á að skipt verði um merkingar á dyrum/hliðum/gluggum o.þ.h. er það gert á kostnað viðskiptavinarins.

7.2     Við vöktun með myndavél ber ÖMÍ skylda til að tryggja að farið sé að öllum kröfum um merkingar við uppsetningu á kerfinu. Eftir uppsetningu er það á ábyrgð viðskiptavinar að tryggja að farið sé að slíkum kröfum.

7.3     Merkingarnar eru eign ÖMÍ og þær skulu fjarlægðar ef áskriftinni er sagt upp. Aðeins ÖMÍ má fjarlægja kerfið.

8. KERFIÐ FLUTT TIL OG FJARLÆGT

8.1      Aðeins ÖMÍ eða vottaður samstarfsaðili ÖMÍ getur flutt kerfið til eða fjarlægt það, nema ÖMÍ hafi samþykkt annað með órækum hætti. ÖMÍ er frjálst að ákveða að fjarlægja kerfið ekki.

8.2      Ef ÖMÍ flytur kerfið til eða fjarlægir það með öllu, að hluta eða í heild, er fast gjald fyrir þá þjónustu innheimt af viðskiptavininum.

8.3     Viðskiptavinur ber sjálfur allan kostnað af lagfæringum á götum í veggjum o.þ.h. og ÖMÍ er aðeins ábyrgt fyrir tjóni á eign viðskiptavinar að því marki sem ÖMÍ getur talist hafa komið fram með þeim hætti sem áskapi fyrirtækinu tjón.

9. GILDISTÍMI SAMNINGS

9.1     Áskriftin tekur gildi þegar kerfið (að hluta eða í heild) hefur verið sett upp hjá viðskiptavininum, skv. lið 3

9.2      Viðskiptavinur getur sagt upp áskriftinni með þriggja mánaðar fyrirvara, miðað við fyrsta dag mánaðar,  eftir að 24 mánaða binditíma lýkur og ÖMÍ getur sagt áskriftinni upp með þriggja mánaðar fyrirvara.

10. ÖNNUR ÞJÓNUSTA, GJÖLD O.FL.

10.1    Alla þjónustu í tengslum við áskriftina og/eða

kerfið skal panta af ÖMÍ eða af vottuðum samstarfsaðila ÖMÍ.

10.2    Viðskiptavinurinn greiðir sérstakt gjald fyrir alla þjónustu sem ekki fellur undir áskriftarsamning.

10.3   SIM kort í viðvörunarkerfi er í eigu ÖMÍ og hámarkast innifalin notkun við 100 MB pr. mánuð.  ÖMÍ áskilur sér rétt til þess að innheimta umfram notkun hjá viðskiptavini.

10.4    ÖMÍ á rétt á að krefjast þeirra greiðslna

og gjalda sem tilgreind eru á

vefsvæði ÖMÍ. Slík gjöld geta, samkvæmt lið 1.2, hækkað í kjölfar hækkunar kostnaðarliða, svo sem burðargjalds, umhverfisgjalda og umsýslukostnaðar.

10.5    Áskrift tekur ekki til gjalda sem greiða þarf til þriðja aðila ef til þess kæmi.

11. GREIÐSLA

11.1    Áskriftin er greidd fram í tímann, nema um annað sé samið.

11.2    Allar aðrar greiðslur, þar með talið föst gjöld, má innheimta með sérstökum reikningi. Greiðsluskilmálar eru tilgreindir á reikningi.

BREYTINGAR Á VERÐI

11.3    Áskriftargjald tekur mið af almennri launavísitölu og uppreiknast mánaðarlega, upphafs launavísitala miðast við dagsetningu samnings. Verðbreytingar eru tilkynntar með þeim hætti sem tilgreindur er í lið 1.2. Breytingarnar taka gildi frá og með næstu innheimtu eftir tilkynninguna.

12. ÁBYRGÐ ÖMÍ.

12.1    Ábyrgð ÖMÍ er í samræmi við almennar íslenskar réttarreglur; þó telst ÖMÍ aldrei ábyrgt fyrir (a) óbeinu eða afleiddu tjóni, (b) tjóni eða göllum sem rekja má til óviðráðanlegra aðstæðna eða (c) tjóni sem viðskiptavinur hefði getað tryggt sig gegn hjá tryggingarfélagi.

12.2   Ekki hægt að kalla ÖMÍ til ábyrgðar vegna tjóns, galla eða taps sem rekja má til hluta eða þjónustu sem þriðji aðili útvegar.

12.3    ÖMÍ ber ekki ábyrgð á tjóni á rafbúnaði ef forrit eru sótt, þau sett upp eða notuð við notkun kerfisins. Með sama hætti telst ÖMÍ skaðlaust vegna tjóns sem leiða kann af rangri notkun, innbroti í hugbúnað, hruni eða öðru tjóni sem kann að tengjast notkun viðskiptavinarins á hugbúnaði eða forritum.

12.4   ÖMÍ ber ekki ábyrgð á bilun í búnaði öryggiskerfis en leggur til útskipti og nýjan búnað hjá viðskiptavini ef þarf á meðan samningstíma stendur.

12.5    ÖMÍ telst skaðlaust ef GSM-kerfinu eða internetinu tekst ekki að koma smáskilaboðum til viðskiptavinar.

12.6     ÖMÍ ber ekki ábyrgð á misnotkun á aðgangskóðum, lyklakorti og leyniorði viðskiptavinarins.

12.7     Ábyrgð ÖMÍ gagnvart viðskiptavininum getur undir engum kringumstæðum farið yfir 3.000.000 kr,- ÖMÍ ber þó aldrei ábyrgð á tjóni sem viðskiptavini er unnt að kaupa vátryggingar fyrir.  

12.8    Ábyrgð ÖMÍ nær ekki til skemmda á viðvörunarkerfinu af völdum viðskiptavinar, þriðja aðila eða annarra utanaðkomandi atvika, t.d. vegna veðurs eða force majure.

12.9    Telji viðskiptavinurinn sig eiga réttmæta kröfu á hendur ÖMÍ ber viðskiptavininum að tilkynna ÖMÍ það tafarlaust.

12.10   ÖMÍ er vottað af ríkislögreglustjóra sem vöktunarfyrirtæki og stjórnstöð.

13.  MEÐFERÐ PERSÓNULEGRA UPPLÝSINGA

13.1    Persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og vistaðar með öruggum hætti, í samræmi við gildandi löggjöf. Viðskiptavinurinn á hvenær sem er rétt á að skoða og leiðrétta persónulegar upplýsingar með því að hafa samband við ÖMÍ. Upplýsingarnar eru notaðar til að hafa umsjón með áskrift viðskiptavinarins, pöntunum hans, greiðslum , sem og til að miðla upplýsingum og kynningarefni með síma, pósti, tölvupósti og smáskilaboðum, að því marki sem gildandi lög leyfa. Ef viðskiptavinurinn kýs að fá ekki sendar slíkar upplýsingar, tilboð, fríðindaboð og upplýsingar um nýjar vörur frá ÖMÍ getur hann breytt persónulegum upplýsingum með því að hafa samband við ÖMÍ.

14. VANRÆKSLA SKULDBINDINGA

14.1    Ef viðskiptavinurinn vanrækir með órækum hætti skuldbindingar sínar á ÖMÍ rétt á að:

a)        rifta áskriftarsamningnum,

b)        innheimta kostnað fyrir veitta þjónustu,

c)        fjarlægja kerfið,

d)        innheimta ógjaldfallna reikninga fyrir þjónustu, fram að þeim tíma þegar viðskiptavinurinn hefði getað sagt upp áskriftinni, og

e)        krefjast bóta fyrir tap sem leiddi af vanrækslunni.

14.2    Til órækrar vanrækslu telst meðal annars

a) ef viðskiptavinur vanrækir að hluta eða ítrekað að greiða reikninga á réttum tíma, skv. lið 13, b) að flytja kerfið til eða fjarlægja það, í bága við lið 9,

c)        að framkvæma viðhald eða viðgerðir á kerfinu, í bága við lið 5.2,

d)        að vanrækja að tryggja kerfið, samkvæmt lið 5.6,

e)        að vanrækja að bæta aðstæður, þegar slíkar aðstæður hafa valdið útkalli eða öðrum ráðstöfunum, og sem ÖMÍ hefur gefið viðskiptavininum fyrirmæli um að bæta, eða

f)        að flytja aðsetur sitt án þess að tilkynna VER það fyrirfram.

15. EIGNARRÉTTUR

15.1    Kerfið er leigt út af ÖMÍ og viðskiptavinurinn hefur aðeins afnotarétt af því. Við uppsögn á áskrift viðskiptavinarins skal skila kerfinu aftur til ÖMÍ, í samræmi við lið 9 að undanskildum þeim umfram búnaði sem viðskiptavinur hefur fest kaup á.

16. TENGILIÐUR

16.1    Spurningum sem kunna að vakna varðandi áskriftina má beina til Öryggismiðstöðvarinnar, Askalind 1, 201 Kópavogi , oryggi@oryggi.is eða í síma 570-2400.

16.2    Ef viðskiptavinur vill leggja fram kvörtun vegna áskriftarinnar er hægt að senda hana til Neytendastofu. Nánari upplýsingar um kæruleiðir neytenda er að finna hér: http://www.neytendastofa.is/um-okkur/kaerunefnd-lausafjar--og-thjonus/. Ef Neytendastofa getur ekki tekið kvörtunina til meðferðar skal henni vísað til tilhlýðilegra dómstóla.

17. GILDANDI LÖG OG VARNARÞING

17.1   Samningur sá sem viðskiptavinurinn og ÖMÍ gera með sér er í samræmi við íslensk lög.

 

skilmálar fyrir Snjallöryggi -Viðvörunarboð og myndvöktun Útgáfa 1.0

 

1        Um þjónustuna

1.1     Vöktun viðvörunarboða frá Snjallöryggi felur í sér vöktun og úrvinnslu viðvörunar sem frá kerfinu berast, sem og útkallsviðvörun frá viðvörunarkerfinu, í samræmi við fyrirmæli um aðgerðir.

1.2     Þessir áskriftarskilmálar gilda (til viðbótar við notendaskilmála fyrir Snjallöryggi og um samninginn milli Öryggismiðstöðvar Íslands ( ÖMÍ)  og viðskiptavinarins um þá virkni Snjallöryggis sem lýst er í lið 1.1 („þjónustan“).

2        Notkunarskilmálar

2.1     Forsendur þjónustunnar eru að viðvörunarkerfi („kerfið“) hafi verið sett upp af uppsetningarmanni sem vottaður er af ÖMÍ, sem og að kerfið sé tengt við minnst einn notanda með því að gefa upp tengiliðaupplýsinga og að minnst einn tengiliður hafi verið gefinn upp í tengiliðaupplýsingum í fyrirmælum um aðgerðir.

3        Gæludýrastilling innbrotaviðvörunar skynjara

3.1     Þegar gæludýrastillingin er valin er næmi skynjaranna í kerfinu stillt á tiltekinn hátt til að draga úr hættu á fölskum viðvörunum vegna hreyfinga dýra. Þetta hefur í för með sér minna næmi í tengslum við hugsanleg innbrot og kann í einhverjum tilvikum að leiða til þess að viðvörunarkerfið fari ekki í gang eða of seint í gang.

4        Viðbrögð við viðvörun

4.1     Skynjari fer í gang og sendir frá sér boð

4.1.1   Þegar ÖMÍ fær viðvörunarmerki og/eða -mynd metur ÖMÍ, á grundvelli þess merkis sem sent er, hvort senda á vaktmann á staðinn. ÖMÍ ákveður enn fremur hvort einnig eigi að láta lögreglu og/eða slökkvilið vita.

4.1.2   Vaktmaður mun við komu á staðinn fara eftirlitsferð um húsnæði viðskiptavinar.

4.1.3   Ef ÖMÍ telur það nauðsynlegt getur ÖMÍ – á kostnað viðskiptavinarins – enn fremur veitt lögreglu, uppsetningarmönnum, iðnaðarmönnum, viðbragðsaðilum eða tengilið sem viðskiptavinurinn hefur tilnefnt aðgang að vöktuðu húsnæði.

4.1.4   Við tjón vegna innbrots / tilraunar til innbrots, skemmdarverka, eldsvoða eða álíka mun ÖMÍ, á kostnað viðskiptavinarins, grípa til skaðaminnkandi ráðstafana, svo sem að senda vaktmann á staðinn sem viðvörun barst frá, opna stokka eða hlífar, kalla til iðnaðarmann ef þörf krefur eða setja kerfið upp á ný.

4.1.5   Ef vart verður við að kerfið virki ekki er ÖMÍ heimilt, en ekki skylt, á kostnað viðskiptavinar, að senda vaktmann á staðinn og koma á vöktun, grípa til ráðstafana til að fá aðgang að uppsetningarstaðnum og að grípa til tímabundinna skaðaminnkandi ráðstafana.

4.1.6        Hjá þeim viðskiptavinum sem valið hafa valmöguleikann myndvöktun verður myndefni úr myndavélum skoðað notað berist boð frá viðvörunarkerfi.

  Ef tengiliður svarar ekki eða ef tengiliður biður um það er sendur starfsmaður á heimilisfangið þar sem kerfið er sett upp, í því         skyni að sannreyna að um raunboð sé að ræða.

Raunboð eru boð frá öryggiskerfi þar sem til dæmis innbrot, bruni , vatnstjón eða slys á fólki hafa átt sér stað.

Í samræmi við starfsreglur viðbragðsaðila er ÖMÍ ekki heimilt að kalla til slökkvilið fyrr en sannreynt hefur verið að um eldsvoða sé að ræða.

 4.2     Merki með mynd ef viðskiptavinur hefur valið valmöguleikann myndvöktun:

4.2.1   Þegar ÖMÍ móttekur viðvörunarmerki er merki með mynd geymt í myndasafni ÖMÍ og verður vistað þar í þann tíma sem lög heimila að myndefni sé vistað, en að þeim tíma liðnum er myndefninu sjálfkrafa eytt.

4.2.2   ÖMÍ er bæði heimilt og skylt að afhenda lögreglu myndefni til notkunar við rannsóknir sakamála.

4.3              Neyðar- eða útkallsviðvörun
 

4.3.1   Ef neyðar- eða útkallsviðvörun berst stjórnstöð ÖMÍ hringir starfsmaður í stjórnstöð í númerið sem skráð er sem tengiliða númer kerfis viðskiptavinar.  Ef ekki næst í það númer, eða viðvörunin er ekki afturkölluð með réttum hætti (í samræmi við almennu skilmálana) er vaktbíll sendur af stað, nema annað sé tekið fram í fyrirmælum um aðgerðir.

4.4               Skaðaminnkandi ráðstafanir

4.4.1   Ef tjón verður grípur ÖMÍ til tímabundinna skaðaminnkandi ráðstafana sem framkvæmdar eru í samræmi við almennu skilmálana.

6.4.3  Vaktmaður á vegum ÖMÍ verður við eftirlit á staðnum þar til gerðar hafa verið ráðstafanir um annað eftirlit eða samið hefur verið um annað við viðskiptavininn.

5                   Ábyrgð viðskiptavinar

5.1      Viðskiptavininum ber einnig að tryggja að allir sem hafa lagalega heimild til að fara inn á vaktaða svæðið hafi verið upplýstir um að myndavélarvöktun sé á svæðinu.

6                   Takmarkanir á ábyrgð

Vöktunarsvið kerfisins er takmarkað. Kerfið tekur því aðeins til þess vöktunarsviðs sem stakir hlutar þess taka til. Ef brotist er inn á svæði, eldur kemur upp á svæði, vatn fer að leka utan vöktunarsviðsins kann að vera að viðvörunarkerfið verði ekki vart við slíkt. ÖMÍ ber enga ábyrgð á tjóni eða tapi sem viðskiptavinurinn kann að verða fyrir af þessum sökum. 

 

NOTANDASKILMÁLAR FYRIR SNJALLÖRYGGI APP
Útgáfa 1.0

1              Um þjónustuna

1.1           Snjallöryggis appið er þjónusta sem Öryggismiðstöð Íslands („ÖMÍ“) býður þeim notendum („notandinn“) sem nota Snjallöryggi. Appið er notandaviðmót fyrir viðvörunarkerfið og tengda íhluti („kerfið“). Sem stendur hefur notandinn aðgang að því í gegnum „Snjallöryggi“ fyrir snjallsíma. ( „Appið“)
1.2           Appið er meðal annars leið notandans til að stjórna ýmsum aðgerðum í kerfinu, yfirfara stöðu þess og atvikaskrár, grunnstilla ýmsar sjálfvirkar aðgerðir og tilgreina margs konar snjallreglur.
1.3           Þær aðgerðir og stillingar sem notandinn getur nýtt sér gegnum appið stjórnast af því hvaða stakir hlutar eru tengdir við kerfið.
1.4           Ef notandinn gerir áskriftarsamning við ÖMÍ lúta samningsbundin tengsl ÖMÍ og notandans enn fremur almennum skilmálum ÖMÍ, sem og þeim áskriftarskilmálum sem við eiga hverju sinni. Ef upp kemur árekstur milli þessara notandaskilmála og annarra samningsforsendna skulu almennir skilmálar ÖMÍ, sem og þeir áskriftarskilmálar sem eiga við hverju sinni, gilda umfram þessa notandaskilmála.

 

2              Meðhöndlun persónulegra upplýsinga

2.1           Við notkun á appinu skráir ÖMÍ, vistar og meðhöndlar persónulegar upplýsingar. Við notkun á appinu fer fram skráning, allt eftir því hvaða hlutar búnaðarins eru tengdir við kerfið, á tilteknum atvikum, til dæmis dagsetningu og tímasetningu tengingar við eða frá kerfinu, villuskilaboðum og öðru þess háttar. Slíkar upplýsingar eru geymdar og meðhöndlaðar hjá ÖMÍ í upplýsingaskyni og til að greiða fyrir meðhöndlun villuskilaboða síðar meir. Er notandinn gerir áskriftarsamning með greiðslu verður hann að gefa upp og skrá kennitölu sína eða fyrirtækis. Notandinn veitir með því samþykki sitt fyrir því að ÖMÍ skrái og noti kennitöluna, sem og fyrirtækisnúmer, ef við á, í samræmi við þessa skilmála.
2.2           ÖMÍ meðhöndlar persónulegar upplýsingar notandans í samræmi við gildandi lög um persónuupplýsingar. Tilgangurinn með söfnun og varðveislu persónulegra upplýsinga er að gera ÖMÍ kleift að veita notandanum þjónustu appsins. Tilgangurinn með skráningu kennitölu notandans er að geta auðkennt hann með órækum hætti, sem og metið greiðslustöðu hans hverju sinni.
2.3           ÖMÍ áframsendir ekki persónulegar upplýsingar, nema ef um er að ræða 1) upplýsingar til yfirvalda, að því marki sem kveðið er á um í íslenskum lögum, 2) áframsendingu upplýsinga til greiðslumatsstofnana, í þeim tilgangi að framkvæma greiðslumat, 3) upplýsingar til notkunar vegna hugsanlegra dómsmála í kjölfar krafna sem gerðar eru vegna notkunar eða misnotkunar á appinu, sem og 4) upplýsingar til samstarfsaðila ÖMÍ í tengslum við uppsetningu kerfisins.
2.4           Notandinn hefur, í samræmi við lög um persónuupplýsingar, rétt á að biðja ÖMÍ að upplýsa um þær upplýsingar sem unnið er úr um hann, sem og rétt á að óska þess að misvísandi upplýsingar verði leiðréttar, þeim læst eða þeim eytt.

 

3              Tilkynningar

3.1           Fyrir tilstilli appsins getur notandinn breytt og aðlagað margs konar stillingar og stjórnað því þannig hvaða tilkynningar varðandi tæknilegar ábendingar, viðmið eða skráða virkni notandinn og aðrir skráðir notendur fá sendar.

 

4              Fjarstýring

4.1           Notandinn getur fjarstýrt kerfinu með því að nota appið.

 

5              Ábyrgð notandans

5.1           Það er á ábyrgð notandans að allir skráðir notendur sæki og noti nýjustu útgáfuna af Snjallöryggis appinu hverju sinni.

 

6              Stillingar og aðgengi að appi

6.1           Notandinn er einnig ábyrgur fyrir öllum stillingum, upplýsingum og pöntunum sem gerðar eru í gegnum Snjallöryggis appið.
6.2           Notandanum ber að fylgjast með að pantaðar/framkvæmdar aðgerðir hafi verið færðar inn og staðfestar. Notandinn getur ekki verið viss um að aðgerð verði framkvæmd fyrr en hún hefur verið staðfest.
6.3           Notandinn er ábyrgur fyrir eftirfylgni með öllum tilkynningum og skal gæta þess að kerfið sé virkjað á ný eftir tilvik.
6.4           Notandanum ber að sannprófa reglulega, og eigi sjaldnar en á hálfs árs fresti, virkni samskipta innan kerfisins, með því að prófa hvort tiltekið tilvik kallar fram æskilega svörun, þ.e. rétta tilkynningu og/eða viðbrögð. Þetta ætti einkum að gera eftir öflugt þrumuveður eða ef viðhald hefur farið fram við og/eða á breiðbandi eða GSM-netkerfi. Notandinn ætti einnig reglulega að prófa aðgerðir allra hluta kerfisins.
6.5           Það er á ábyrgð notandans að tryggja að hægt sé að nota appið í þeim tilgangi sem kerfið er ætlað til.
6.6           Það er á ábyrgð notandans að hindra allan óheimilan aðgang að appinu. ÖMÍ mælir því með að notandi setji upp og beiti öryggisráðstöfunum, þar á meðal vírusvarnarhugbúnaði, eldveggjum og vernd aðgangsorða á þeim tækjum sem appið tengist. Þegar ekki er verið að nota tiltekin verkfæri í appinu ætti að skrá alla skráða notendur út.
6.7           Hafi notandi ástæðu til að ætla að einhver hafi fengið aðgang að appinu í heimildarleysi ber honum að upplýsa ÖMÍ tafarlaust um það á netfangið oryggi@oryggi.is

 

7              Takmarkanir á ábyrgð

7.1           Ábyrgð ÖMÍ er í samræmi við almennar íslenskar réttarreglur; þó telst ÖMÍ aldrei ábyrgt fyrir (a) óbeinu eða afleiddu tjóni, (b) tjóni eða göllum sem rekja má til óviðráðanlegra aðstæðna eða (c) tjóni sem viðskiptavinurinn hefði getað tryggt sig gegn hjá tryggingarfélagi.
7.2           ÖMÍ ber ekki ábyrgð á tjóni sem leiðir af göllum á íhlutum og/eða þjónustu sem veitt er af þriðja aðila – t.d. veitufyrirtæki, netfyrirtæki o.fl. – né heldur afleiddum göllum eða vandamálum sem kunna að koma upp í tengslum við merkjasendingar til og frá appinu. ÖMÍ verður ekki vart við né getur staðfest slíkar villur eða galla og getur því ekki gert notandanum viðvart um vandamálið. Viðgerðir eða lagfæringar vegna hugsanlegs tjóns sem verða kann á tækjum eða íhlutum sem tengdir eru appinu vegna slíkra tilvika eru á kostnað notandans.
7.3           ÖMÍ ber ekki ábyrgð á tjóni á rafbúnaði, svo sem snjallsímum, spjaldtölvum, einkatölvum o.þ.h., ef forrit eru sótt, þau sett upp eða notuð við notkun á appinu. ÖMÍ ber ekki ábyrgð á neins konar tjóni og/eða tapi sem leiða kann af misnotkun, innbrotum í hugbúnað eða bilun í appi notandans eða aðgangskóðum og lyklakorti notandans.
7.4           ÖMÍ tekur enga ábyrgð á tjóni sem rekja má til óviðráðanlegra aðstæðna, svo sem verkfalla, vinnustöðvunar, innflutningshafta, óeirða, styrjalda, náttúruhamfara o.þ.h. Ef verkfall eða vinnustöðvun á sér stað hjá ÖMÍ skuldbindur ÖMÍ sig til að upplýsa notandann tafarlaust um slíkt.
7.5           Ábyrgð ÖMÍ getur undir engum kringumstæðum farið yfir 3.000.000 kr.
7.6           Telji viðskiptavinurinn sig eiga kröfu á hendur ÖMÍ ber viðskiptavininum að tilkynna ÖMÍ það tafarlaust skriflega.

 

8              Gildistími og uppsögn samnings

8.1           Skuldbindingar ÖMÍ um að veita notandanum aðgang að Snjallöryggis appinu gilda þar til um annað er samið. Hugsanlegt er að notkun appsins verði hætt tímabundið, og án fyrirvara, vegna kerfisvillna, viðhalds kerfis, viðgerða eða annarra orsaka sem ÖMÍ hefur ekki stjórn á.
8.2           ÖMÍ á rétt á að loka fyrirvaralaust fyrir aðgang notandans, og allra skráðra notenda, að appinu ef (1) notandinn vanrækir með alvarlegum hætti skuldbindingar sínar að því er varðar þessa skilmála, eða (2) ÖMÍ hættir alfarið notkun og framboði á appinu.
8.3           ÖMÍ á rétt á að framselja réttindi og skyldur í samræmi við þennan samning, að hluta eða í heild, til annars aðila.


 App/forrits leyfissamningur notanda

Skilgreiningar

Eftirfarandi hugtök hafa eftirfarandi merkingu í þessum leyfissamningi:

„Fyrirtækið“: Essence Ltd.

„Kerfið“: Öryggiskerfi eða hvers konar stýrikerfi eða hluti þeirra.

„Tæki“: Farsími, einkatölva, spjaldtölva eða hvers konar annað tæki eða forritaskil sem þú átt og/eða notar og/eða hefur undir höndum og/eða stjórnar og sem geta veitt aðgengi að þjónustu og forritum þriðja aðila.

„Þjónustuveitandi“: aðili (annar en fyrirtækið) sem veitir þér þjónustu og/eða þjónustu frá þjónustuveri og/eða aðra þjónustu sem gerir þér kleift að nota þjónustuna (samkvæmt skilgreiningu hér á undan).

Fyrirtækið lætur í té app fyrir notendaviðmót (þ.m.t. allar uppfærslur og/eða endurnýjanir og/eða bætur sem kunna að eiga við það) til að fylgjast með og/eða stýra kerfinu með tæki/tækjum þínum (sem í þessum samningu munu hér eftir nefnd „appið“ annars vegar og „þjónustan“. Með því að nota þjónustuna, hlaða niður appinu, setja upp eða nota appið eða einhvern hluta þess samþykkir þú óafturkræft eftirfarandi skilmála og skilyrði („skilmálarnir og skilyrðin“).

Tilteknar upplýsingar um þig falla undir persónuverndarstefnu okkar; frekari upplýsingar má nálgast í persónuverndarstefnunni sem er að finna í heild sinni í VIÐBÓT A síðar í þessu skjali.

I. grein - UMFANG NOTKUNAR

 1. Fyrirtækið veitir þér takmarkaðan almennan rétt og leyfi, sem ekki má framselja eða framleigja, til að setja upp og nota appið eingöngu til þinna eigin persónulegra nota með tæki/tækjum þínum („Leyfið“). Til að forðast vafaatriði þá er þér með leyfinu heimilt að setja upp og nota appið með fleiri en einu tæki í þinni eigu og/eða í eigu heimilismanna þinna; slíkir aðrir notendur mega þó ekki dreifa appinu frekar og þú berð ábyrgð á notkun slíkra annarra notenda á appinu í fullu samræmi við þetta leyfi.
 2. Þú samþykkir að þú berð alla ábyrgð á (og að fyrirtækið ber enga ábyrgð gagnvart þér eða hvers konar þriðja aðila) notkun appsins og/eða þjónustunnar, á hvers konar broti gegn þeim skyldum sem kveðið er á um í skilmálunum og skilyrðunum, og á þeim afleiðingum (þ.m.t. hvers konar tapi eða skaða sem fyrirtækið og/eða þú og/eða hvers konar þriðji aðili kann að verða fyrir og/eða valda) sem hljótast af slíku broti.
 3. Eitt skilyrði fyrir því að nota appið og/eða þjónustuna er að þú samþykkir að tilteknar uppfærslur, endurnýjanir og/eða bætur við appið kunni af og til að berast til kerfis þíns sjálfkrafa og vera settar þar upp, og að fyrirtækið muni leitast við að tryggja að truflunum á daglegri notkun þinni á appinu vegna slíkra uppsetninga verði haldið í lágmarki eins framarlega og unnt er.
 4. Annað skilyrði fyrir notkun appsins og/eða þjónustunnar er að þú samþykkir að þér muni berast tiltekin skilaboð frá fyrirtækinu, þ.m.t. tilkynningar sendar frá kerfinu til tækis/tækja þinna, breytingar, endurbætur og bætur við appið og/eða þjónustuna, upplýsingar varðandi aðrar vörur fyrirtækisins, persónumiðaðar upplýsingar, þ.m.t. auglýsingar, frá þriðju aðilum, nema þú veljir að taka ekki við slíku innihaldi þriðju aðila („hafna“), og önnur skilaboð sem fyrirtækið telur að geti orðið þér til gagns eða áhuga af og til.
 5. Hér með samþykkir þú og viðurkennir að (a) appið og/eða þjónustan felur í sér einkaleyfis- og trúnaðarupplýsingar sem verndaðar eru með viðeigandi hugverkaréttindum og öðrum lögum, og (b) að öll réttindi, eignarréttur og hagsmunir er varða appið og/eða þjónustuna og innihald sem kann að vera sett fram í appinu eða hægt er fá aðgang að með því, tilheyra fyrirtækinu og/eða þriðju aðilum, að undanskildu innihaldi sem þú leggur fram en að meðtöldum, án takmarkana, öllum

II. Grein - EINKALEYFISRÉTTUR

hugverkaréttindum sem þar eiga við. „Hugverkaréttindi“ merkir öll réttindi sem gilda á ólíkum tíma samkvæmt lögum um einkaleyfi, höfundarétt, viðskiptaleyndarmál, vörumerki, óheiðarlega viðskiptahætti, og hvers konar einkaleyfisréttur, sem og hvers konar beiting, endurnýjun, framlenging og endurheimt þar á, sem nú eða síðar er í gildi á heimsvísu. Þú samþykkir að þú munir ekki gera eftirfarandi né heimila það nokkrum þriðja aðila: (1) afrita, selja, veita leyfi fyrir, dreifa, framselja, breyta, aðlaga, þýða, gera afleidd verk af, bakþýða, vendismíða, baksmala eða á annan hátt reyna að leiða frumkóða af appinu eða innihaldi sem kann að koma fram í appinu eða hægt er að fá aðgang að með appinu og/eða þjónustunni af hvaða ástæðu sem er, nema með sérstöku skriflegu leyfi fyrirtækisins, (2) gera nokkuð til að sniðganga eða gera að engu notkunarreglurnar varðandi öryggi eða innihald sem kveðið er á um eða sem settar eru eða framfylgt er með hvers konar virkni (þ.m.t., án takmarkana, virkni til umsýslu stafrænna réttinda) sem felast í appinu og/eða þjónustunni, (3) nota appið og/eða þjónustuna til að fá aðgang að, afrita, flytja eða framsenda innihald svo brotlegt sé við hvers konar lög eða réttindi þriðja aðila, eða (4) fjarlægja, fela eða breyta tilkynningum fyrirtækisins um höfundarétt eða vörumerki þess eða firmamerki eða öðrum tilkynningum um eignarrétt sem fylgja með eða felast í eða aðgengi fæst að í tengslum við eða með appinu og/eða þjónustunni.

 1. NOTANDANAFN OG AÐGANGSORÐ: Til að fá aðgang að og nota appið og/eða þjónustuna færð þú útvegað notandanafn og aðgangsorð. Þú berð alla ábyrgð á að viðhalda trúnaði varðandi notandanafn þitt og aðgangsorð. Af öryggisástæðum og til að forðast óheimilan aðgang verður þú á skipulegan hátt að skrá þig út úr appinu í hvert skipti sem þú hættir að nota það. Fyrirtækið ber ekki í neinu tilfelli ábyrgð á hvers konar tjóni eða skaða sem þú og/eða þriðji aðili veldur og/eða verður fyrir vegna þess að þriðji aðili eða aðilar sem ekki hafa til þess heimild fá aðgang að og/eða nota appið og/eða þjónustuna.
 2. RIFTUN: Leyfi þetta er í gildi þar til þú eða fyrirtækið riftið því með skriflegri tilkynningu. Réttindi þín samkvæmt leyfinu falla sjálfkrafa úr gildi án viðvörunar frá fyrirtækinu ef þú ferð ekki að einhverjum skilmálanna og skilyrðanna, eða ef þjónustutíminn rennur út eða fellur úr gildi, og í slíku tilviki getur fyrirtækið komið í veg fyrir að þú getir notað og/eða fengið aðgang að appinu og/eða þjónustunni og þú munt ekki eiga kröfu gagnvart fyrirtækinu í tengslum við slíka takmörkun. Þegar leyfið fellur úr gildi ber þér að hætta allri notkun á appinu og/eða þjónustunni og eyða öllum afritum af appinu í heild sinni eða að hluta.
 3. SKAÐLEYSI: Þú samþykkir, að því marki sem lög leyfa, að verja og bæta fyrirtækinu skaða og fría það ábyrgð. Það gildir einnig um dótturfyrirtæki þess, stjórnendur, yfirmenn, starfsmenn og umboðsaðila að því er varðar kröfur, aðgerðir, lögsóknir eða málsmeðferðir, sem og hvers konar tap, skaðabótaskyldu, tjón, kostnað og útgjöld (þ.m.t. þóknun lögmanna) sem kann að verða vegna eða leiða af notkun þinni á appinu og/eða þjónustunni, þ.m.t. niðurhal þitt, uppsetning eða notkun appsins og/eða þjónustunnar, eða brotum þínum gegn skilmálunum og skilyrðunum.

Grein - AFSAL ÁBYRGÐAR

a. ÞÚ VIÐURKENNIR OG SAMÞYKKIR AÐ NOTKUN APPSINS OG/EÐA ÞJÓNUSTUNNAR ER Á ÞÍNA EIGIN ÁBYRGÐ OG AÐ ÁHÆTTA AÐ ÞVÍ ER VARÐAR VIÐUNANDI GÆÐI, AFKÖST, NÁKVÆMNI EÐA UMSÝSLU LIGGUR ÖLL HJÁ ÞÉR. AÐ SVO MIKLU LEYTI SEM VIÐEIGANDI LÖG HEIMILA ER APPIÐ OG ÞJÓNUSTAN LÁTIN Í TÉ Í ÞVÍ ÁSTANDI SEM ÞAÐ/HÚN ER OG EINS OG ÞAÐ/HÚN ER Í BOÐI MEÐ ÖLLUM ÁGÖLLUM OG ÁN ÁBYRGÐAR NOKKURS KONAR OG AFSALAR FYRIRTÆKIÐ SÉR HÉR MEÐ ALLRI ÁBYRGÐ OG SKILMÁLUM ÞEGAR KEMUR AÐ APPINU OG/EÐA ÞJÓNUSTUNNI, HVORT SEM UM ER AÐ RÆÐA MEÐ BEINUM EÐA ÓBEINUM HÆTTI EÐA SAMKVÆMT LÖGUM, ÞAR Á MEÐAL, ÁN TAKMARKANA, Á ÓBEINNI ÁBYRGÐ OG/EÐA SKILMÁLUM VEGNA SELJANLEIKA, VIÐUNANDI GÆÐA, HÆFIS FYRIR TILTEKINN TILGANG, NÁKVÆMNI, SKAÐLEYSI EÐA BROTA Á RÉTTI ÞRIÐJA AÐILA. FYRIRTÆKIÐ BER EKKI ÁBYRGÐ Á TRUFLUNUM Á NOTKUN ÞINNI Á APPINU OG/EÐA ÞJÓNUSTUNNI EÐA Á ÞVÍ AÐ AÐGERÐIR SEM APPIÐ OG/EÐA ÞJÓNUSTAN FELUR Í SÉR EÐA ÞJÓNUSTAN SEM ER FRAMKVÆMD MEÐ APPINU OG/EÐA ÞJÓNUSTUNNI EÐA APPIÐ OG/EÐA ÞJÓNUSTAN VEITIR STANDIST KRÖFUR ÞÍNAR, NÉ ÁBYRGIST FYRIRTÆKIÐ AÐ NOTKUN Á APPINU OG/EÐA ÞJÓNUSTUNNI VERÐI ÁN TRUFLANA EÐA VILLNA EÐA AÐ GALLAR Á APPINU OG/EÐA ÞJÓNUSTUNNI VERÐI LAGFÆRÐIR. FYRIRTÆKIÐ ÁBYRGIST EKKI AÐ APPIÐ VERÐI SAMHÆFT VIÐ SÉRHVERN VEFVAFRA (OG HVERJA ÚTGÁFU HANS) OG ÞÚ BERÐ ALLA ÁBYRGÐ Á AÐ VERÐA ÞÉR ÚTI UM VAFRA SEM HÆFIR APPINU FRÁ ÞJÓNUSTUVEITANDA ÞÍNUM. TIL AÐ NOTA APPIÐ KANN AÐ VERA NAUÐSYNLEGT AÐ HLAÐA NIÐUR OG SETJA UPP HUGBÚNAÐ FRÁ ÞRIÐJA AÐILA (T.D. MICROSOFT SILVERLIGHT), OG BERÐ ÞÚ ALLA ÁBYRGÐ Á ÞVÍ AÐ VERÐA ÞÉR ÚTI UM SLÍKAN HUGBÚNAÐ FRÁ ÞRIÐJA AÐILA OG FYRIRTÆKIÐ BER ENGA ÁBYRGÐ Í TENGSLUM VIÐ SLÍKAN HUGBÚNAÐ, Þ.M.T. Á ÞVÍ AÐ HÆGT SÉ AÐ ÚTVEGA HANN EÐA EKKI, Á NOTHÆFI HANS, KOSTNAÐI Í TENGSLUM VIÐ HANN, EÐA HVERS KONAR AFLEIÐINGUM AF NOTKUN SLÍKS HUGBÚNAÐAR. ENGIN ÁBYRGÐ SKAL EIGA VIÐ UM HVERS KONAR MUNNLEGAR EÐA SKRIFLEGAR UPPLÝSINGAR EÐA RÁÐLEGGINGAR SEM FYRIRTÆKIÐ EÐA VIÐURKENNDUR FULLTRÚI ÞESS LÆTUR Í TÉ. REYNIST APPIÐ OG/EÐA ÞJÓNUSTAN GÖLLUÐ FELLUR ALLUR KOSTNAÐUR AF HVERS KONAR NAUÐSYNLEGU VIÐHALDI, VIÐGERÐUM EÐA LAGFÆRINGUM Á ÞIG.

 1. ÞÚ BERÐ ALLA ÁBYRGÐ Á ÖLLUM ÞEIM SKAÐA SEM TÆKI ÞITT/ÞÍN KUNNA AÐ VERÐA FYRIR EÐA GAGNATAPI SEM HLÝST AF NOTKUN APPSINS OG/EÐA ÞJÓNUSTUNNAR.
 2. ÞÚ SKILUR OG SAMÞYKKIR FYLLILEGA AÐ FYRIRTÆKIÐ GETUR EKKI TRYGGT OG BER ENGA ÁBYRGÐ Á ÞVÍ AÐ UPPLÝSINGARNAR SEM SENDAR ERU MEÐ APPINU OG/EÐA ÞJÓNUSTUNNI, Í HEILD SINNI EÐA AÐ HLUTA TIL, VERÐI SENDAR OG/EÐA

MUNI BERAST ÆTLUÐUM VIÐTAKANDA OG/EÐA AÐ ÞÆR MUNI EKKI BERAST ÖÐRUM ÞRIÐJU AÐILUM. Í SLÍKUM TILFELLUM BER FYRIRTÆKIÐ EKKI ÁBYRGÐ Á HVERS KONAR SKAÐA OG/EÐA TJÓNI SEM KANN AÐ HLJÓTAST AF OG/EÐA ÞÚ OG/EÐA EINHVER ÞRIÐJI AÐILI VERÐUR FYRIR VEGNA ÞESSA.

 1. ÞÚ SKILUR OG SAMÞYKKIR FYLLILEGA AÐ FYRIRTÆKIÐ GETUR EKKI TRYGGT OG BER ENGA ÁBYRGÐ Á ÞVÍ AÐ FORRITIÐ OG/EÐA ÞJÓNUSTAN MUNI Á ÁRANGURSRÍKAN HÁTT VIRKJA OG/EÐA AFVIRKJA VÖRN FYRIR KERFIÐ OG/EÐA EINHVERN HLUTA KERFISINS, OG FYRIRTÆKIÐ MUN EKKI BERA ÁBYRGÐ Á HVERS KONAR SKAÐA OG/EÐA TJÓNI SEM KANN AÐ HLJÓTAST AF OG/EÐA ÞÚ OG/EÐA EINHVER ÞRIÐJI AÐILI VERÐUR FYRIR VEGNA ÞESSA.
 2. ÞÚ SKILUR OG SAMÞYKKIR FYLLILEGA AÐ UPPLÝSINGAR SEM ER SAFNAÐ OG/EÐA GEYMDAR Í KERFINU („UPPLÝSINGARNAR“) (Þ.M.T. EN EKKI EINGÖNGU MYNDSKEIÐ SEM ERU TEKIN UPP OG/EÐA VISTUÐ Í OG/EÐA SAFNAÐ MEÐ KERFINU („MYNDSKEIÐIN“) („UPPLÝSINGARNAR“ OG „MYNDSKEIÐIN“ NEFNAST SAMAN: „KERFISUPPLÝSINGARNAR“) ERU VISTAÐAR Á VEFÞJÓNUM FYRIRTÆKISINS OG ERU EIGN FYRIRTÆKISINS OG ÞJÓNUSTUAÐILI ÞINN KANN AÐ HAFA AÐGANG AÐ HLUTA UPPLÝSINGANNA EÐA ÖLLUM ÞEIRRA (AÐ UNDANSKILDUM MYNDSKEIÐUNUM). FYRIRTÆKIÐ MUN HINS VEGAR EKKI SKOÐA EÐA HEIMILA ÖÐRUM AÐILUM AÐ SKOÐA MYNDSKEIÐIN ÁN ÞÍNS LEYFIS, NEMA UM SÉ AÐ RÆÐA UPPLÝSINGAGJÖF SEM KRAFIST ER SAMKVÆMT LÖGUM, REGLUGERÐUM EÐA FYRIRMÆLUM LÖGBÆRS YFIRVALDS.
 3. ÞÚ SKILUR OG SAMÞYKKIR FYLLILEGA AÐ FYRIRTÆKIÐ GETUR EKKI TRYGGT OG BER ENGA ÁBYRGÐ Á AÐGERÐUM SEM ÞJÓNUSTUAÐILI ÞINN FRAMKVÆMIR OG/EÐA FRAMKVÆMIR EKKI Í ÞEIM TILGANGI AÐ VERNDA KERFISUPPLÝSINGARNAR OG FYRIRTÆKIÐ BER EKKI Í NEINU TILFELLI ÁBYRGÐ Á HVERS KONAR SKAÐA OG/EÐA TJÓNI SEM KANN AÐ HLJÓTAST AF OG/EÐA ÞÚ OG/EÐA EINHVER ÞRIÐJI AÐILI VERÐUR FYRIR VEGNA ÞESS AÐ KERFISUPPLÝSINGARNAR SEM ÞJÓNUSTUAÐILI ÞINN SAFNAR OG/EÐA VISTAR BERAST Í HENDUR ÞRIÐJU AÐILA.
 4. ÞÚ SKILUR OG SAMÞYKKIR FYLLILEGA AÐ ÞÓ AÐ FYRIRTÆKIÐ MUNI GERA ALLAR HÆFILEGAR RÁÐSTAFANIR TIL AÐ VERNDA KERFISUPPLÝSINGARNAR SEM VISTAÐAR ERU Á VEFÞJÓNUM FYRIRTÆKISINS OG KOMA Í VEG FYRIR AÐ ÞRIÐJU AÐILAR FÁI AÐGANG AÐ VEFÞJÓNUM FYRIRTÆKISINS ÞÁ ER SÁ MÖGULEIKI FYRIR HENDI AÐ KERFISUPPLÝSINGARNAR AÐ HLUTA TIL EÐA Í HEILD SINNI KOMIST Í HENDUR ÞRIÐJU AÐILA AF EINHVERJUM ÁSTÆÐUM OG ÁN LEYFIS FYRIRTÆKISINS OG/EÐA ÞJÓNUSTUAÐILA ÞÍNS, OG Í SLÍKU TILFELLI MUN FYRIRTÆKIÐ EKKI BERA ÁBYRGÐ Á HVERS KONAR SKAÐA OG/EÐA TJÓNI SEM KANN AÐ HLJÓTAST AF OG/EÐA ÞÚ OG/EÐA EINHVER ÞRIÐJI AÐILI VERÐUR FYRIR VEGNA ÞESSA.

  

v. grein - TAKMARKANIR KERFIS OG ÞJÓNUSTU

 1. Forritið er hannað til að samþættast  öryggiskerfi þínu sem fyrirtækið hefur ekki sett upp.  Búnaðurinn sendir gögn með háhraða interneti, farsímakerfi eða þráðlausum fjarskiptum. Að því tilskildu að þú standir í skilum með greiðslur til fyrirtækisins mun fyrirtækið heimila aðgang með appinu að öryggiskerfi þínu. Fyrirtækið ber enga ábyrgð á gagnasendingum sem mistakast, brenglunum eða á óheimilum aðgangi.
 2. Þú berð ábyrgð á því að útvega háhraða internetaðgang á athafnasvæði þínu þar sem öryggiskerfi þitt hefur verið sett upp. Fyrirtækið veitir ekki internetþjónustu eða viðheldur internettengingu, þráðlausum aðgangi eða tjáskiptaleiðum, tölvu, snjallsíma, rafstraumstengingu eða -veitu. Gegn því að áskrifandi greiði mánaðargjald fyrir fjaraðgang að kerfinu mun fyrirtækið heimila þér aðgang. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á aðgangi þínum að internetinu né á hvers konar truflunum á þjónustu eða á niðurtíma í fjaraðgangi vegna þess að internetþjónusta, þráðlaus fjarskipti eða farsímakerfi eða eitthvað annað fyrirkomulag fjaraðgangs sem þú notar fyrir forritið og til að hafa aðgang að kerfinu falla niður. Þú viðurkennir að öryggiskerfi þitt getur hætt að virka eða orðið óáreiðanlegt ef internetkóðar eða tæki sem notuð eru til aðgangs glatast eða ef aðrir fá aðgang að þeim og fyrirtækið ber ekki ábyrgð á slíkum óheimilum aðgangi þriðja aðila. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á öryggi eða persónuvernd hvers konar þráðlauss netkerfis eða beinis.

Aðrir aðilar geta fengið aðgani að þráðlausum kerfum og það er á þína ábyrgð að tryggja aðgang að kerfinu með lykilorðum og læsingum.

 1. Appið er hannað til að nýta virkjaðan farsíma þinn til að fá aðgang að öryggiskerfinu. Farsíminn mun aðeins virka á svæðum þar sem farsímaþjónusta er veitt og fyrirtækið hefur enga stjórn á slíkri þjónustu. Fyrirtækinu er heimilt að skrá og geyma hljóðsendingar, gögn og boðskipti og skal vera eini eigandi slíks efnis. Þú berð ábyrgð á öllum leyfum og gjöldum fyrir leyfum, ef við á, og samþykkir að sækja um og viðhalda gildi allra leyfa sem nauðsynleg eru samkvæmt gildandi lögum og að bæta fyrirtækinu skaða eða endurgreiða því fyrir allar sektir í tengslum við leyfi. Ef fyrirtækinu reynist nauðsynlegt vegna núverandi laga eða laga sem síðar kunna að taka gildi að veita einhverja þjónustu eða útvega eitthvað efni sem ekki er kveðið sérstaklega á um í þessum samningi samþykkir þú að greiða fyrirtækinu fyrir slíka þjónustu eða efni. Fyrirtækið fylgist ekki með merkjum og boðskiptum sem berast í eða frá virkjuðum farsíma þínum.
 2. Þú viðurkennir að merki sem send eru með símalínum, rafþráðum, loftbylgjum, interneti, netsíma (VOIP), eða öðrum boðskiptaleiðum fara um samskiptanet sem fyrirtækið hefur enga stjórn á og eru ekki á vegum fyrirtækisins, og að fyrirtækið ber ekki ábyrgð á neinum bilunum sem koma í veg fyrir að merkjasendingar nái til tækis þíns sem virkjað er fyrir internetið eða á tjóni sem kann að hljótast af því, eða á gagnaskemmdum, þjófnaði eða vírusum sem tækið þitt sem virkjað er fyrir internetið verður fyrir.
 3. ÁKVÆÐI UM FIRRINGU ÁBYRGÐAR: Þú samþykkir að fyrirtækið er ekki vátryggjandi og engin tryggingavernd er boðin í þessum samningi. Greiðslur þína til fyrirtækisins eru fyrir notkun á appi fyrirtækisins og fjaraðgang að öryggiskerfi þínu sem er hannað til að minnka ákveðna áhættu á tjóni, en fyrirtækið ábyrgist þó ekki að ekkert tjón muni eiga sér stað. Fyrirtækið ber ekki bótaábyrgð og er því ekki bótaskylt gagnvart þér fyrir hvers konar tjón eða skaða sem þú verður fyrir af hvaða orsökum sem er, óháð því hvort slíkt tjón eða skaði átti sér stað í heild eða að hluta til vegna gáleysis fyrirtækisins að einhverju leyti eða vegna þess að fyrirtækið uppfyllti ekki einhverja skuldbindingu eða stranga skaðsemisábyrgð. Þú leysir fyrirtækið undan hvers konar kröfum um framlag, skaðleysi eða kröfuhafaskipti.
 4. TAKMÖRKUN BÓTAÁBYRGÐAR: Þú samþykkir að appið, þjónustan sem það býður og öryggiskerfið er ekki hannað eða tryggt til að koma í veg fyrir hvers konar tjón eða skaða. Ef upp kemur einhvers konar bótaábyrgð á hendur fyrirtækisins þrátt fyrir ákvæði þessa samnings, af hvaða orsökum sem er, óháð því hvort slíkt tap, skaði eða líkamstjón kom til í heild eða að hluta til vegna gáleysis fyrirtækisins að einhverju leyti eða vegna þess að fyrirtækið uppfyllti ekki einhverja skuldbindingu eða stranga skaðsemisábyrgð, skal slík bótaábyrgð takmarkast við upphæð sem jafngildir sex (6) földu mánaðarlegu gjaldi sem þú greiðir til fyrirtækisins á þeim tíma sem bótaábyrgðin er ákvörðuð, eða upphæðina 25.000, kr., hvor sem er hærri. Þetta skal ekki líta á sem tryggingavernd.
 5. Þú og fyrirtækið afsalið ykkur rétti til réttarhalda með í hvers konar dómsmáli sem kann að koma upp. Hvers konar málssókn sem þú höfðar gegn fyrirtækinu verður að hefjast innan árs frá því að ástæða málssóknarinnar kom til eða henni skal hafnað. Allar málssóknir eða málsmeðferðir gegn fyrirtækinu skulu byggja á ákvæðum þessa samnings. Hvers konar önnur málssókn sem þú kannt að eiga í eða hefja gagnvart

V. grein - ÁKVÆÐI VARÐANDI FIRRINGU ÁBYRGÐAR OG TAKMÖRKUN Á BÓTAÁBYRGÐ

IV. grein - MÁLSSÓKN/GERÐARDÓMUR/AFSAL TILTEKINNA RÉTTINDA

fyrirtækinu að því er varðar aðra þjónustu sem veitt er í tengslum við þennan samning skal teljast hafa runnið saman við og takmarkast við skilmála og skilyrði þessa samnings. Þú samþykkir að eingöngu þú munir gera hvers konar kröfu á hendur fyrirtækinu og að þú munir hvorki hefja né taka þátt í nokkurs konar hópmálsókn gegn fyrirtækinu, undirverktökum þess, dreifingaraðilum, leyfishöfum eða leyfisveitendum.

VII. grein - BREYTINGAR

Fyrirtækið áskilur sér rétt til að breyta appinu og/eða þjónustunni hvenær sem er, án undangenginnar tilkynningar, sem og skilmálunum og

skilyrðunum sem gilda um notkun þess, þ.m.t. en ekki eingöngu fyrir kröfu greiðslu fyrir aðgang að forritinu og eða þjónustunni og/eða notkun

appsins og/eða þjónustunnar. Fyrirtækið áskilur sér einnig rétt til að fella niður einhvern þátt eða hluta appsins og/eða þjónustunnar hvenær sem er að eigin ákvörðun og án undangenginnar tilkynningar.

VIII. grein - BREYTINGAR Á LEYFI

 1. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að uppfæra og breyta af og til þessu leyfi og öllum skjölum sem eiga við um það með tilvísun. Þú getur hvenær sem er fundið nýjustu útgáfu af þessu leyfi á www.oryggi.is/skilmalar. Fyrirtækið getur breytt þessu leyfi með því að setja upp nýja útgáfu og senda þér tilkynningu með tölvupósti (á það tölvupóstfang sem skráð er hjá fyrirtækinu). Notkun á appinu eða þjónustunni eftir slíka breytingu telst samþykki á breytingunni.
 2. Þessi samningur og nýjar útgáfur hans milli fyrirtækisins og þín gildir um alla notkun þína á þjónustunni, þ.m.t. en ekki eingöngu notkun appsins. ÞúEf þú samþykkir ekki einhverja skilmálanna hér á undan veitir fyrirtækið þér ekki leyfi til að nota þjónustuna og/eða appið.
 3. Samningsbundin tengsl þín við þjónustuveitanda þinn og/eða einhvern annan þriðja aðila, þ.m.t. greiðsla, afhending vara eða veiting þjónustu, og annars konar skilmálar, skilyrði, friðhelgisstefna, ábyrgðir eða málflutningur sem tengist slíkum samskiptum gilda eingöngu milli þín og slíks veitanda og/eða þriðja aðila. Þú samþykkir að fyrirtækið ber ekki ábyrgð eða bótaskyldu að því er varðar hvers konar skaða og/eða tjón sem þú og/eða þriðji aðili veldur og/eða verður fyrir vegna aðkomu slíks veitanda og/eða þriðju aðila að forritinu og/eða þjónustunni.
 4. Ef fyrirtækið lætur ógert að nýta sér eða framfylgja einhverjum réttindum eða ákvæði þessara skilmála og skilyrða telst það ekki hafa afsalað sér slíkum réttindum eða ákvæðum, sem skulu áfram gilda fyrir fyrirtækið.
 5. Ákvæði þessara skilmála og skilyrða eru óháð og aðskiljanleg frá hver öðrum. Ef eitthvað ákvæði reynist ógilt eða óframkvæmanlegt af einhverjum ástæðum skal breyta slíku ákvæði að því marki sem nauðsynlegt er til að gera það gilt og framkvæmanlegt eða, ef ekki er hægt að breyta því þannig, fella það niður, og það sem eftir stendur af þessum skilmálum og skilyrðum skal áfram vera í fullu gildi eins og þeir skilmálar og skilyrði hafi verið undirrituð með ógilda hlutanum breyttum eða felldum niður eins og á við.

IX. grein - ÝMISLEGT

VIÐBÓT A – PERSÓNUVERNDARSTEFNA

Við látum í té þessa persónuverndarstefnu til að upplýsa þig um stefnu okkar og verklagsreglur varðandi söfnun, notkun og birtingu upplýsinga sem berst okkur þegar þú notar appið.

Með því að hlaða niður eða nota appið lýsir þú yfir að þú skilur fyllilega og samþykkir á ótvíræðan hátt að slíkum upplýsingum sé safnað og að unnið sé með þær og að þú samþykkir einnig skilmála þessarar persónuverndarstefnu. Ef þú fellst ekki á skilmála þessarar persónuverndarstefnu mátt þú ekki nota appið.

Þessari persónuverndarstefnu kann að verða breytt eða hún uppfærð af og til. Ef við gerum efnislegar breytingar á þessari persónuverndarstefnu setjum við tilkynningu um slíkar breytingar á vefsetrið okkar og í þessa persónuverndarstefnu. Við ráðleggjum þér að fara reglulega yfir þessa persónuverndarstefnu til að athuga hvort breytingar hafi verið gerðar.

Söfnun upplýsinga

Persónugreinanlegar upplýsingar

Þegar þú notar þjónustuna kunnum við að biðja þig um að láta okkur í té tilteknar persónugreinanlegar upplýsingar sem hægt er að nota til að hafa samband við þig eða staðfesta deili á þér („persónulegar upplýsingar“). Persónulegar upplýsingar geta m.a. verið nafn þitt, búsetuland, tölvupóstfang og veffang, án þess þó að einskorðast við þessi atriði.

Ópersónugreinanlegar upplýsingar

Þegar þú notar þjónustuna söfnum við upplýsingum varðandi notkun þína á þjónustunni

 

Öryggi

Okkur er umhugað um að vernda upplýsingar þínar. Við gerum ýmis konar öryggisráðstafanir með það að markmiði að vernda upplýsingar þínar fyrir óheimilum aðgangi og birtingu. Við getum hins vegar ekki ábyrgst að persónulegar upplýsingar þínar verði alltaf einkamál og öruggar.

Upplýsingagjöf

Við áskiljum okkur rétt til að birta hvers konar upplýsingar sem við öflum, þ.m.t. án takmörkunar persónulegar upplýsingar og upplýsingar sem ekki eru persónugreinanlegar (i) ef þess er krafist samkvæmt lögum eða af hálfu opinbers yfirvalds (ii) ef upp kemur neyðarástand eða (iii) gagnvart aðila sem kemur í stað okkar í tengslum við samruna, yfirtöku, gjaldþrot eða sölu allra eða því sem næst allra eigna okkar.

Til að hafa samband við okkur

Ef einhverjar spurningar eða vafaatriði koma upp varðandi þessa persónuverndarstefnu skaltu hafa samband við okkur í gegnum netfangið oryggi@oryggi.is

 

Skilmálar útsendra reikninga

Reikningur gildir sem ábyrgðarskírteini fyrir ábyrgðarskyldar vörur

Um leið og við óskum þér til hamingju með kaupin mælumst við til að kynnir þér rétta notkun í handbókunum sem fylgja þannig að tækið geti þjónað þér sem lengst og best. Góð meðferð tryggir langa endingu.

 

Ef einhverjar spurningar vakna, hikaðu ekki við að hafa samband við okkur. Símanúmerið er 570 2400.

 

Ábyrgð er tekin á framangreindu tæki í eitt ár frá kaupdegi þess, nema ef um neytendakaup er að ræða er ábyrgðartíminn tvö ár. Þann tíma eru varahlutir og vinna kostnað Öryggismiðstöðvarinnar. Komi fram bilun á tækinu á ábyrgðartímabilinu, sem stafar af framleiðslu- og/eða efnisgalla, án þess að tækið hafi orðið fyrir skemmdum eða illri meðferð, verður það lagfært á okkar kostnað. Öryggismiðstöðin undanskilur sig allri ábyrgð á afleiddu tjóni sem leiða kann af bilun eða galla.

 

Ábyrgðin miðast ávallt við að tækið komi á verkstæði okkar til viðgerðar. Óski viðskiptavinur eftir að komið sé til hans greiðist sérstaklega fyrir akstur og ferðatíma.

 

Ábyrgð fellur niður:

1. Ef ekki er sannanlega kvartað yfir bilun eða galla innan hálfs mánaðar frá því bilunar eða galla varð vart.

2. Ef uppgefinn endingartími frá framleiðanda búnaðar er liðinn, ef komið er fram yfir þá dagsetningu sem merkt er á tækinu sem lokadagsetning.

 

Tækið fellur úr ábyrgð ef:

1. Aðrir en starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar hafa gert við það, eða gert tilraun til að gera við það.

2. Verksmiðjunúmer hefur verið fjarlægt.

3. Tækið hefur verið tengt við ranga spennu eða straumtegund.

4. Ísetning á íhlutum eða viðbótareiningum er unnin af öðrum en starfsmönnum Öryggismiðstöðvarinnar og veldur það því að viðkomandi hlutur eða annar bilar við aðgerðina.

 

Ábyrgðin gildir ekki ef um eðlilegt slit eða rekstrarvöru er að ræða. Ef seld eru notuð tæki fylgir þeim ekki ábyrgð. Athugið að reikningur þessi gildir sem ábyrgðarskírteini. Glatað skírteini = glötuð ábyrgð.

Öryggismiðstöðin er ekki skaðabótaskyld vegna tjóns sem eigandi verður fyrir vegna galla á forriti, né tjóns sem stafar af rangri meðferð, misnotkun eða slysni.

 

Sérpantaðri vöru er ekki hægt að skila.

 

Söluveð

Seljandi á söluveð í öllum hinum seldu munum til tryggingar samanlögðu kaupverði á framhlið reiknings þessa, vöxtum og kostnaði skv. 35. gr. l. nr. 75/1997 um samningsveð. Standi kaupandi ekki í skilum með framangreint kaupverð, er seljanda heimilt hvort heldur hann vill láta selja hið veðsetta nauðungarsölu til fullnustu kröfu sinni eða rifta söluveðsetningunni og krefjast afhendingar hins veðsetta.

 

Söluveðið fellur ekki brott af hinum seldu munum fyrr en kaupverðið er að fullu greitt. Óheimilt er að selja hið veðsetta, breyta eða skeyta því við aðra hluti þannig að hætta sé á að söluveðið glatist.

 

Samþykktir víxlar, skuldabréf eða greiðsla með ávísun fella ekki brott söluveðið fyrr en full greiðsla hefur borist.

 

Upplýsingum um útgáfu reikningsins á lögaðila, fjárhæð hans og hvenær hann verður greiddur, verður miðlað áfram i Greiðsluhegðunarkerfi Creditinfo Lánstrausts hf. Öryggismiðstöð Íslands hf. er heimilt að tilkynna um vanskil lögaðila til Creditinfo, til skráningar á skrá Creditinfo yfir vanskil o.fl.