Mannauðs- og jafnréttisstefna Öryggismiðstöðvarinnar

Öryggismiðstöðin leitast við ráða til sín hæft og metnaðarfullt starfsfólk sem vinnur eftir gildum okkar. Forysta, umhyggja og traust. Þessi leiðarljós ásamt stöðugri símenntun miða að því að efla starfsmenn, viðhalda öflugri liðsheild, tryggja ánægju viðskiptavina og hámarka árangur fyrirtækisins.

Framtíðarsýn Öryggismiðstöðvarinnar er að fullt jafnrétti ríki á vinnustaðnum. Horft er til ákvæða laga nr. 10/2008 um jafnan rétt kvenna og karla, en stefnt er að því að horfa einnig til fleiri bakgrunnsþátta, svo sem uppruna, aldurs og trúarbragða.

Markmið er að karlar og konur fái sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Störf verði ekki flokkuð sem karla- eða kvennastörf og standi jafnt konum og körlum til boða. Við ráðningar verði leitast við að jafna hlutföll kynjanna, að uppfylltum hæfnisskilyrðum. Karlar og konur njóti sömu tækifæra til starfsþróunar, símenntunar, endurmenntunar og framgangs í starfi. Karlar og konur hafi sömu tækifæri til að samræma vinnu og einkalíf, svo sem við fæðingarorlof, leyfi vegna veikinda barna og annan sveigjanleika. Karlar og konur njóti sömu tækifæra, réttinda og starfsaðstæðna; þ.m.t. varðandi vinnutíma. Starfsumhverfi fyrirtækisins skal vera laust við einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi.

 

Samþykkt í stjórn Öryggismiðstöðvarinnar 12. júní 2018