Til að nota skynjarann við hefðbundinn rafmagnstengil á heimili (230V) þarf að kaupa aukalega straymbreyti á vörunúmeri 11047. Gasskynjarinn kemur tilbúinn fyrir 12v notkun.
Margskonar gastæki eru algeng í m.a. sumarhúsum og á heimilum og því er æskilegt að koma upp gasskynjara í námunda við þessi tæki. Ávallt skal umgangast gastæki og gashylki af aðgát.
Best er að staðsetja gaskútinn utandyra á heimilum og í sumarhúsum, búa vel um hann og láta fagmenn sjá um allan frágang. Geymið gasgrill aldrei innanhúss, né varagaskúta. Staðsetjið gasgrill aldrei upp við húsið og nálægt rúðum. Passið sérstaklega að láta gaskútinn ekki standa undir heitu grillinu.