Öryggishnappur

Öryggishnappur getur skipt sköpum

Margfalt öryggi í einu kerfi!

Með öllum nýjum öryggishnöppum fylgir:

 • Hjúkrunarfræðingur á vakt á stjórnstöð allan sólarhringinn - alla daga ársins.
 • Reykskynjari beintengdur við stjórnstöð - aukið öryggi á sama verði.
 • Úttekt á öryggi og aðgengi húsnæðis sé þess óskað.

Ef þú ert með öryggishnapp frá öðrum þá getur þú skipt um þjónustuaðila án nokkurs aukakostnaðar.

*Hægt er að sækja um niðurgreiðslu á öryggishnappi frá Sjúkratryggingum Íslands. Rökstuðningur frá heilbrigðisstarfsmanni þarf að fylgja umsókn. 

Nánar um öryggishnappinn

 

öryggishnappur

Bifreiðalausnir

 

Þarft þú að láta sérútbúa bíl?

Öryggismiðstöðin býður upp á mikið úrval af íhlutum til breytinga á bílum fyrir hreyfihamlaða auk þess að bjóða búnað fyrir ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á sérhæfða ferðaþjónustu.

Við bjóðum upp á fjölda lausna til að aðlaga farartæki að þörfum hreyfihamlaðra.  Hvort heldur sem um að ræða búnað sem gerir hreyfihömluðum kleift að stjórna farartæki eða auðvelda þeim aðgengi að farartæki. 

Við seljum einnig rampa og lyftur í bíla og viðurkenndan festingarbúnað til flutnings á einstaklingum í hjólastólum.

Á verkstæði okkar framkvæmum við nauðsynlegar breytingar og komum fyrir búnaði sem hentar þörfum hvers og eins. 

Hafðu samband

 

Bifreiðabreytingar

Aðgengislausnir

Rampar og brautir

Þarf að bæta aðgengi við húsnæðið hjá þér?

Gott aðgengi fyrir fatlaða og þá sem eiga erfitt með gang þýðir gott aðgengi fyrir alla.  Með einföldum og ódýrum aðgerðum er oft kleift að stórbæta aðgengi og öryggi húsnæðis. Lausnir á borð við brautir og rampa stórbæta aðgengi á fljótlegan og ódýran hátt.

Við bjóðum fjölbreytt úrval lausna í aðgengismálum. Við veitum fúslega ráðleggingar varðandi val á aðgengislausnum.

Hjólastólar

Hjólastólar

Við erum með fjölbreytt úrval af hjólastólum, allt frá hefðbundum flutningsstólum yfir í háþróaða rafmagnsstóla.

Flutningshjólstólar
Bjóðum upp á tvær gerðir af flutningshjólastólum frá Van OS Medical. Einfaldur, ódýr og léttur krossrammahjólastóll sem auðveld er að leggja saman og taka með sér.

Hægindahjólastólar
Hægindahjólastólar frá Alu-rehab bjóða upp á fyrsta flokks þægindi með fjölbreyttum stillivalmöguleikum fyrir kröfuharða notendur. Fjölmargir samsetningarmöguleikar í boði til að tryggja . Léttur og samanbrjótanlegur fastrammahjólstóll sem auðvelt er að flytja. Sætið eining er sérsniðin fyrir góðan stöðugleika, stuðning og þægindi. Fjölmargir aukahlutir í boði.

Rafmagnshjólastólar
Við bjóðum upp á þrjár gerðir af Roltec rafmagnshjólastólum sem koma frá Danmörku. Stólarnir eru útbúnir nýjustu tækni þar sem virkni og gæði eru höfð að leiðarljósi.

Lyftibúnaður

Við bjóðum upp á mismunandi tegundir lyftibúnaðs


Segllyftur
Eru frístandandi og hægt er að sitja í þeim.


Standlyftur
Standlyftari til að flytja einstaklinga með skerta hreyfifærni t.d. í og úr rúmi. Notað með setsegli sem fáanlegt er í nokkrum stærðum.


Loftlyftukerfi
Lyftur í loft til að flytja hreyfihamlaða einstaklinga innan herbergis.

Panta ráðgjöf  
 

Fólkslyftari

Rafskutlur

Pro Travel

Pro Travel rafskutla

 • Lengd 105 cm. Breidd 54,8 cm
 • Eigin þyngd 35 kg
 • Hámarksþyngd notanda 113 kg
 • Hæð undir lægsa punkt 5 cm
 • Rafgeymar 2 x 12 AH
 • Hámarksvegalengd á hleðslu 16 km
 • Mótor 368 W
 • Hámarskhraði 6 km/klst

Pro City

Pro city rafskutla

 • Lengd 130 cm. Breidd 61 cm
 • Hámarksþyngs notanda 136 kg
 • Hæð undir lægsta punkt 12 cm
 • Rafgeymar 2 x 40 AH.
 • Hámarks vegalengd á hleðslu 40 km
 • Mótor 1500 W
 • Hámarkshraði 15 km/klst
 • Hentar einkar vel við íslenskar aðstæður

Pro Country

Pro country rafskutla

 • Lengd 140 cm. Breidd 68 cm
 • Hámarksþyngd notanda 225 kg
 • Hæð undir lægsta punkt 13 cm
 • Rafgeymar 2 x 75 AH
 • Hámarks vegalengd á hleðslu 60 km
 • Mótor 1500 W
 • Hámarkshraði 15 km á klst
 • Hægt að hækka og lækka stýri
 • Stefnuljós
 • Sýnir stöðu hleðslu rafgeymis
 • Snúningssæti

Vímuefnaskimun

Við bjóðum upp á vandaða og faglega þjónustu  í vímuefnaskimunum
fyrir fyrirtæki og stofnanir

Hjúkrunarfræðingar frá Öryggismiðstöðinni aðstoða við skipulagningu og framkvæmd
áfengismælinga og vímuefnaskimana.

Útkallsþjónusta hjúkrunarfræðinga er allan sólarhringinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar.
Við aðstoðum einnig við undirbúning og pappírsvinnu vegna fyrirhugaðra vímuefnamælinga.
Áfengisblástursmælir er notaður til að mæla áfengi í útöndunarlofti og niðurstöður liggja fyrir á
u.þ.b. 10 sekúndum.

Munnvatnspróf er tekið með svamppinna til að mæla vímuefni.

- Mælir 7 mismunandi vímuefni
- Niðurstöður innan fárra mínútna.

Hjúkrunarfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar sinna m.a. sýnatökum fyrir lögregluna á
höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar grunur leikur á akstri undir áhrifum.

Allar nánari upplýsingar og kynningar á þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar í vímuefnaskimunum veitir
hjúkrunarfræðingur Öryggismiðstöðvarinnar.
Hafðu samband í síma 570 2400 eða með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Hafa samband

Hjálpartækjaverkstæði

Hjálpartæki

Ertu með hjálpartæki í láni frá Sjúkratryggingum Íslands?

Hægt er að koma með allar tegundir hjálpartækja í viðgerð á verkstæði okkar að Askalind 1 í Kópavogi. Öryggismiðstöðin er með samning við SÍ um viðgerðir hjálpartækja og rekur fullkomið verkstæði.

Fyrir stærri hjálpartæki er hægt að hringja í síma 570 2400 og óska eftir að við sækjum.

Þú getur komið með öll hjálpartækin á einn stað, við útvegum alla nauðsynlega varahluti og látum vita þegar hjálpartækið er tilbúið til ahendingar. Smærri viðgerðir er oft hægt að afgreiða á staðnum. Við erum með þægilega aðstöðu fyrir þig að bíða og alltaf heitt á könnunni.

Þjónusta og biðtími

 • Við bjóðum smærri viðgerðir á meðan beðið er eins og sprungið dekk á hjólastól
 • Viðgerð er gerð svo fljótt sem auðið er hverju sinni
 • Almennar viðgerðir unnar innan tveggja vinnudaga ef varahlutir eru fyrirliggjandi hér á landi
 • Varahlutir eru afgreiddir til þeirra aðila sem það vilja og geta skipt um sjálfir.

Flutningur

Okkar þjónusta felur í sér að við sækjum og sendum tæki í/úr viðgerð sem notandi getur ekki komið sjálfur með í hefðbundnum fólksbíl.

Vinna í heimahúsi fer fram vegna veggfastra hjálpartækja eða hjálpartækja sem ekki er hentugt að flytja af heimili notenda s.s. sjúkrarúm. 

Mat á búnaði

Þegar kemur til álita að gera ekki við tæki/ breyta þarf tæki/ tæki sé of gamalt og þörf sé á endurnýjun þá skal verkstæði hafa samband við HTM. Það er í höndum starfsmanna HTM að ákvarða hvort endurnýja eigi hjálpartæki.

Við sækjum stærri tæki

Fyrir aðila sem geta ekki komið með tækið til okkar vegna stærðar þess, þá mælum við með að senda netpóst til okkar á oryggi@oryggi.is eða hringja í síma 570 2400. Gott er að láta koma fram um hvaða tæki er að ræða, hver bilunin er, hvar tæki er staðsett og símanúmer þannig að hægt sé að hafa samband og ákveða hentuga tímasetningu til að sækja tæki.