Öryggishnappurinn getur bjargað mannslífi

Það er mikilvægt að við gætum vel hvert að öðru. Öryggishnappurinn getur verið dýrmætt öryggistæki fyrir okkar nánustu. Þegar þrýst er á hnappinn berast strax boð til stjórnstöðvar Öryggismiðstöðvarinnar og talsamband opnast milli viðskiptavinar og öryggisvarðar.

Hljóðneminn á tækinu er mjög næmur til þess að talsamband náist sem víðast í íbúðarhúsnæði. Hægt er að fá hnappinn sem annað hvort armband eða hálsmen.

*Reykskynjari
Hægt er að fá þráðlausan reykskynjara gegn vægu aukagjaldi, en kannanir sýna að brunavörnum er verulega ábótavant hjá stórum hópi eldri borgara. Reykskynjarinn er beintengdur stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar.

Panta öryggishnappinn

 

Öryggishnappurinn

Þjónusta og biðtími

  • Við bjóðum smærri viðgerðir á meðan beðið er eins og sprungið dekk á hjólastól
  • Viðgerð er gerð svo fljótt sem auðið er hverju sinni
  • Almennar viðgerðir unnar innan tveggja vinnudaga ef varahlutir eru fyrirliggjandi hér á landi
  • Varahlutir eru afgreiddir til þeirra aðila sem það vilja og geta skipt um sjálfir.

Mat á búnaði

Þegar kemur til álita að gera ekki við tæki/ breyta þarf tæki/ tæki sé of gamalt og þörf sé á endurnýjun þá skal verkstæði hafa samband við HTM Sjúkratrygginga Íslands. Það er í höndum starfsmanna HTM Sjúkratrygginga Íslands að ákvarða hvort endurnýja eigi hjálpartæki.

 Flutningur

Okkar þjónusta felur í sér að við sækjum og sendum tæki í/úr viðgerð sem notandi getur ekki komið sjálfur með í hefðbundnum fólksbíl. Fyrir þá aðila mælum við með að senda netpóst til okkar á oryggi@oryggi.is eða hringja í síma 570 2400. Gott er að láta koma fram um hvaða tæki er að ræða, hver bilunin er, hvar tæki er staðsett og símanúmer þannig að hægt sé að hafa samband og ákveða hentuga tímasetningu til að sækja tæki.

Vinna í heimahúsi fer fram vegna veggfastra hjálpartækja eða hjálpartækja sem ekki er hentugt að flytja af heimili notenda s.s. sjúkrarúm. 

Neyðarþjónusta

 Við bjóðum upp á neyðarþjónustu í gegnum síma og öryggisaðstoð án tækniþjónustu vegna bilana á hjálpartækjum frá 17:00 - 24:00 virka daga og 09:00 - 24:00 um helgar.

 Neyðarþjónusta getur náð til bilunar í sjúkrarúmi, fólkslyftara, rafknúins hjólastóls og bílahjálpartækjum.

Við ákveðnar alvarlegar aðstæður þegar notandi er ósjálfbjarga í  hjálpartæki sínu sem bilar og getur ekki leitað aðstoðar hjá aðstoðarfólki eða sínum nánustu  t.d. vegna sjúkrarúms sem er fast í efstu stöðu, vegna veggfastar lyftu sem bilar og  notandi er fastur í segli lyftara. 

Síminn er 530-2400