Þarft þú að láta sérútbúa bíl?

Öryggismiðstöðin býður upp á mikið úrval af íhlutum til breytinga á bílum fyrir hreyfihamlaða auk þess að bjóða búnað fyrir ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á sérhæfða ferðaþjónustu.

Við bjóðum upp á fjölda lausna til að aðlaga farartæki að þörfum hreyfihamlaðra og ísetningu þeirra.  Hvort heldur sem um að ræða búnað sem gerir hreyfihömluðum kleift að stjórna farartæki eða auðvelda þeim aðgengi að farartæki. 

Við seljum einnig aðgengislausnir svo sem  rampa og lyftur í bíla og viðurkenndan festingarbúnað til flutnings á einstaklingum í hjólastólum. 

Á fullkomnu þjónustu verkstæði okkar framkvæmum við nauðsynlegar bílabreytingar og komum fyrir búnaði sem hentar þörfum hvers og eins. 

Hægt er að sækja um niðurgreiðslu á búnaði og þjónustu frá Sjúkratryggingum Íslands. 

Hafðu samband

 

Bifreiðabreytingar