Veigel Automotive: Stýrishnúður með tökkum til að stjórna helstu aðgerðum s.s. stefnuljós, háu ljósin o.s.frv. með þumlinum
Allur öryggis- og tæknibúnaður er keyptur frá viðurkenndum aðilum. Í ákveðnum tilvikum er hægt að sækja um niðurgreiðslu á búnaði og ísetningu frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir einstaklinga.
Til að auka sjálfstæði hreyfihamlaða einstaklinga má draga saman tegundir af bílabreytingum í fjóra flokka sem hver um sig er viðameiri;
Aðrar algengar breytingar má nefna ísetningu á kennslutækjum í bíla fyrir ökukennara, stýrihnúður og búnaður fyrir ferðaþjónustuaðila s.s. lyftur, festingar, bakstuðningur, öryggisbelti, rampa og sæti. Sjón er sögu ríkari og höfum við dregið saman algengar lausnir í máli og myndum.
Veigel Automotive: Stýrishnúður með tökkum til að stjórna helstu aðgerðum s.s. stefnuljós, háu ljósin o.s.frv. með þumlinum
Autoadapt 6-Way Base: Færanlegt snúningssæti til að auðvelda flutning yfir í hjólastól inn í bifreið
Rausch Technik Ladeboy S2: Hjólastóla lyfta til að geyma krossramma hjólastól inn farþegameginn inn í bifreið
Autochair Milford Person Lift: segllyftari fyrir fólksbíla til að auðvelda flutning fyrir ökumann eða farþega frá hjólastól í bifreið
Til að auðvelda aðgengi að velferðarlausnum frá Öryggismiðstöðinni höfum við útbúið heildarbækling fyrir Velferðartækni fyrir fagfólk. Bæklingurinn inniheldur ljósmyndir, lýsingu og vörunúmer og tryggir betri samskipti alla leið.