Við hjálpum þér að komast lengra

Öryggismiðstöðin starfrækir öflugt og fullbúið bifreiðaverkstæði með reynslumiklu starfsfólki innanborðs. Við bjóðum upp á sérhæfðar bílabreytingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Allur öryggis- og tæknibúnaður er keyptur frá viðurkenndum aðilum. Í ákveðnum tilvikum er hægt að sækja um niðurgreiðslu á búnaði og ísetningu frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir einstaklinga.  

Til að auka sjálfstæði hreyfihamlaða einstaklinga má draga saman tegundir af bílabreytingum í fjóra flokka sem hver um sig er viðameiri; 

  1. Til að hægt sé að keyra með efri hluta líkamans er handfang sett í og tengt við bensín inngjöf og bremsu. 
  2. Til að auðvelda aðgengi inn í bifreiðina er ísetning á rafstýrðri lyftu ásamt fjarstýringu og snúningssæti
  3. Til að hægt sé að keyra rafstýrðum hjólastól inn í bifreiðina er skipt um gólf, hjólastóla braut ásamt festingum fyrir hjólastól settar inn fyrir farþega eða ökumann. Síðan er val um lyftu inn um hlið, afturhurð á bifreið eða lyftu sem fer undir bifreiðina. 
  4. Fyrir mjög sérhæfðan stýribúnað er stýrið skipt út fyrir stýripinna til að auðvelda keyrslu.

Aðrar algengar breytingar má nefna ísetningu á kennslutækjum í bíla fyrir ökukennara, stýrihnúður og búnaður fyrir ferðaþjónustuaðila s.s. lyftur, festingar, bakstuðningur, öryggisbelti, rampa og sæti. Sjón er sögu ríkari og höfum við dregið saman algengar lausnir í máli og myndum. 

Hafðu samband

 


Fræðslu og kynningarmyndbönd

Veigel Automotive: Stýrishnúður með tökkum til að stjórna helstu aðgerðum s.s. stefnuljós, háu ljósin o.s.frv. með þumlinum

Autoadapt Carospeed Classic: Bensín inngjöf og átaki á bremsu stjórnað með annarri hendi

Autoadapt 6-Way Base: Færanlegt snúningssæti til að auðvelda flutning yfir í hjólastól inn í bifreið

Rausch Technik Ladeboy S2: Hjólastóla lyfta til að geyma krossramma hjólastól inn farþegameginn inn í bifreið

Autochair Milford Person Lift: segllyftari fyrir fólksbíla til að auðvelda flutning fyrir ökumann eða farþega frá hjólastól í bifreið

Autoadapt Turney Low Vehicle: Snúningssæti í minni fólksbíla

Lodgeson stýrihnúður til að auðvelda fólki að snúa stýringu og hafa gott aðgengi að helstu aðgerðum bifreiðar


Til að auðvelda aðgengi að velferðarlausnum frá Öryggismiðstöðinni höfum við útbúið heildarbækling fyrir Velferðartækni fyrir fagfólk. Bæklingurinn inniheldur ljósmyndir, lýsingu og vörunúmer og tryggir betri samskipti alla leið. 

Heildarbæklingur Velferðartækni

Heildarbæklingur í velferð