Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af hjólastólum fyrir börn jafnt sem fullorðna. 

Hjólastólarnir okkar koma frá Noregi, Danmörku og Bretlandi og eru flestir samþykktir af Sjúkratryggingum Íslands. Við bjóðum upp á eftirfarandi tegundir af hjólastólum;

  • Flutningshjólastóla frá; Van OS Medical og Special Mobility
  • Hægindahjólastóla frá; Alu-Rehab
  • Rafmagnshjólastóla frá; Roltec og Alu-Rehab

Að auki erum við með sérhæfða dýnamíska hjólastóla sem opnast eins og fjöður þegar vart verður við spasma eða ósjálfráða hreyfingar fyrir börn og fullorðna. Við leggjum okkur fram við að bjóða sérhæfða ráðgjöf um val á hjólastól og mögulega útfærslu. 

*Leitið aðstoðar hjá ráðgjafa við val á hjólastól.

 Fáðu ráðgjöf um  
hjólastóla 

Netti Hjólastóll

 


Fræðslu og kynningarmyndbönd

Netti Mobile rafmagnshjólastóll - Einstaklega þægilegur til keyrslu og hentar bæði innan sem utanhús

Dýnamískur hægindahjólastóll - Hjólastóllinn fylgir eftir ósjálfráðum hreyfingum eða vöðvaspasma. Gerir notanda kleift að hreyfa sig að vild og bætir vellíðan.

Netti set- og bakpúðar - Bæta setstöðu notenda með fjölbreyttum set- og bakpúðum sem tryggja góðan stuðning


Heildarbæklingur fyrir Velferðartækni

Til að auðvelda aðgengi að velferðarlausnum frá Öryggismiðstöðinni höfum við útbúið heildarbækling fyrir Velferðartækni fyrir fagfólk. Bæklingurinn inniheldur ljósmyndir, lýsingu og vörunúmer og tryggir betri samskipti alla leið. 

Heildarbæklingur Velferðartækni

Heildarbæklingur í velferð