Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af hjólastólum fyrir börn jafnt sem fullorðna.  Hjólastólarnir okkar koma frá Noregi, Danmörku og Bretlandi og eru flestir samþykktir af Sjúkratryggingum Íslands. Við bjóðum upp á eftirfarandi tegundir af hjólastólum;

 • Flutningshjólastóla frá; Van OS Medical
 • Hægindahjólastóla frá; Alu-Rehab
 • Rafmagnshjólastóla frá; Roltec og Alu-Rehab

Að auki erum við með sérhæfða dýnamíska hjólastóla sem opnast eins og fjöður þegar vart verður við spasma eða ósjálfráða hreyfingar fyrir börn og fullorðna. Við leggjum okkur fram við að bjóða sérhæfða ráðgjöf um val á hjólastól og mögulega útfærslu. 

*Leitið aðstoðar hjá ráðgjafa við val á hjólastól.

 Fáðu ráðgjöf um  
hjólastóla 

Netti Hjólastóll

 

Einfaldir flutningshjólastólar

Bjóðum upp á tvær gerðir af krossramma flutningshjólastólum frá Van Os Medical. Hjólastólarnir eru bæði einfaldir og þægilegir til að taka með í ferðalagið.

Excel G Evolution

Excel G Evolution*

Excel G Modular

Excel G Modular*
 • Breidd: 45 cm eða 50 cm
 • Setdýpt: 43,5 cm
 • Hámarksþyngd; 135 kg

 

 • Breidd: 35, 40, 45 og 50 cm
 • Setdýpt: 43,5 cm
 • Hámarksþyngd; 135kg

*Er á samning við Sjúkratryggingar Íslands

Aukaefni;

Aukaefni;


Hægindahjólastólar

Fyrir fólk sem gerir meiri kröfur um þægindi

Netti LogoVið bjóðum upp á mikið úrval Netti Comfort hægindahjólastólum frá danska fyrirtækinu Alu-Rehab sem hefur framleitt og þróað hjólastóla frá árinu 1989 í samvinnu við notendur og setráðgjafa. 

Hægindahjólastólarnir eru þægilegir með fjölbreyttum stilli valmöguleikum fyrir notanda með fjölbreyttar þarfir. Allir hjólastólar eru með bakhalla og tilt ásamt lyftanlegum fótafjölum. Mikið úrval af aukahlutum og öðru efni sem hægt er að skoða; 

Netti III, CED og 4U+ eru eru skoðaðir samkvæmt ISO 7176-19 og árekstraprófaðir. 

 

 Netti 3 logo netti ced logo netti ce+
Í boði í flestum útfærslum ásamt mjög góðri setstöðu eiginleikum. Í boði í eftirfarandi stærðum; 
 • AL-D20035 35 cm setbreidd
 • AL-D20038 38 cm setbreidd
 • AL-D20040 40 cm setbreidd
 • AL-D20043 43 cm setbreidd
 • AL-D20045 45 cm setbreidd
 • AL-D20050 50 cm  setbreidd
Öðruvísi hönnun og með aftur-fellanlegum örmum. Í boði í eftirfarandi stærðum; 
 • AL-D65035 35 cm setbreidd
 • AL-D65040 40 cm setbreidd
 • AL-D65043 43 cm setbreidd
 • AL-D65045 45 cm setbreidd
 • AL-D65050 50 cm setbreidd
Sá einfaldasti sem hentar bæði fyrir einstaklinga og stofnanir. Er í boði í eftirfarandi stærðum; 
 • AL-D64035 35 cm  setbreidd
 • AL-D64040 40 cm setbreidd
 • AL-D64045 45 cm setbreidd
 • AL-D64050 50 cm setbreidd
Tæknilegar upplýsingar Tæknilegar upplýsingar Tæknilegar upplýsingar
 • Setdýpt: 40-50 cm
 • Bakhæð standard: 50 cm (60 cm)
 • Sætishæð: 46-49 cm
 • Hámarksþyngd notanda: max 145 kg
 • Þyngd hjólastóls: 29,7-32,8 kg án púða
 • Aftur- og framhalli: -9 ° - + 16 °
 • Bakhalli: 86 ° -133°
 • Heildarbreidd: setbreidd + 22 cm
 • Setdýpt: 42,5-50 cm
 • Bakhæð standard: 50 cm (60 cm)
 • Sætishæð: 46,5-50 cm án púða
 • Hámarksþyngd notanda: max. 160 kg
 • Þyngd hjólastóls: 30 kg án púða
 • Aftur- og framhalli: -5 ° - + 20 °
 • Bakhalli: 90 ° -135 °
 • Heildarbreidd: setbreidd + 18 cm
 • Setdýpt: 42,5-50 cm
 • Bakhæð standard: 50 cm (60 cm)
 • Sætishæð: 46,5-50 cm án púða
 • Hámarksþyngd notanda: max 135 kg
 • Þyngd hjólastóls: 28-32 kg án púðum
 • Aftur- og framhalli: -5 ° - + 20 °
 • Bakhalli: 90 ° -135 °
 • Heildarbreidd: setbreidd + 18 cm

Fræðslu og kynningarmyndbönd

Netti III hægindahjólastóll - Sterkbyggður og til í mörgum útfærslum

Netti 4U CE+ hægindahjólastóll - Einfaldur og þægilegur í notkun

Netti 4U CED hægindahjólastóll - Þægilegur og nettur hjólastóll sem hentar við flest tilefni

Netti set- og bakpúðar - Bæta setstöðu notenda með fjölbreyttum set- og bakpúðum sem tryggja góðan stuðning

Netti Mobile rafmagnshjólastóll - Einstaklega þægilegur til keyrslu og hentar bæði innan sem utanhús

Dýnamískur hægindahjólastóll - Hjólastóllinn fylgir eftir ósjálfráðum hreyfingum eða vöðvaspasma. Gerir notanda kleift að hreyfa sig að vild og bætir vellíðan.


Rafmagnshjólastólar

Rafstýrðir hjólastólar fyrir fólk sem gerir enn meiri kröfur

Við bjóðum Roltec rafmagnshjólastóla sem koma frá Danmörku. Stólarnir eru útbúnir nýjustu tækni þar sem  virkni og gæði eru höfð að leiðarljósi. Við uppbyggingu rafmagnshjólastólanna er sambland af þægindum og áreiðanleika í fyrrirrúmi og hafa þessir þættir verið hornsteinar í  framleiðslu Roltec rafmagnshjólastóla í meira en 40 ár.

 Við bjóðum upp á þrjár gerðir af rafmagnshjólastólum frá Roltec. 

Roltec Viper hefur fært framdrifna rafmagnshjólastóla í nýjar víddir og unnið að þróun hans bæði með notendum og fagfólki. Hann er búinn nýrri tækni, rafrænu aksturs eftirlitskerfi sem notar sérstaka skynjara til þess að fylgjast með hjólhraða og stýringu. Það tryggir að notandinn hafi ávallt fullkomna stjórn á akstrinum þó ekið sé niður mikinn halla, bratta rampa og jafnvel þegar ekið er á lágmarkshraða.  

Roltec BOA Center Wheel Drive rafmagnshjólastóllinn er miðjudrifinn og sérstaklega hentugur til innanhús notkunar og þar sem plássið er minna. Hann hentar einnig afar vel sem vinnustóll. Hann er einnig góður í akstri utandyra þar sem hann er búinn afar góðri fjöðrun og auðveldar hún mjög akstur á ójöfnu undirlagi.  

Roltec Vision CT rafmagnshjólastóllinn er afar öruggur og áreiðanlegur. Hann er hraðskreiður rafmagnshjólastóll sem kemst allt að 10-14 km. hraða á klukkustund og hægt að aka honum allt að 55 km. á hleðslunni. Auðvelt er að aðlaga hann að notandanum og stjórnborð hans er einfalt og aðgengilegt. Vision CT rafmagnshjólastóllinn fæst einnig í HD útgáfu og ber þá allt að 200 kg. 

 

Senda fyrirspurn

Roltec Viper

 

 

Heildarbæklingur fyrir Velferðartækni

Til að auðvelda aðgengi og upplýsingar að lausnum frá Öryggismiðstöðinni höfum við útbúið heildarbækling fyrir Velferðartækni. Bæklingurinn inniheldur ljósmyndir, lýsingu og vörunúmer og tryggir betri samskipti alla leið. Náðu í bæklinginn hér - uppfærður 22.06.18.