Hjólastólar

 

Við erum með fjölbreytt úrval af hjólastólum, allt frá hefðbundum flutningsstólum yfir í háþróaða rafmagnsstóla.

 

Flutningsstólar

Einfaldir stólar sem henta einstaklingum og fyrirtækjum

 

Bjóðum upp á tvær gerðir af flutningshjólastólum frá Van Os Medical. Hjólastólarnir eru einfaldur, ódýrir og léttir krossramma hjólastólar sem auðvelt er að leggja saman og taka með sér.

Excel G-Evolation hjólastóllinn fæst í tveimur stærðum:

  • Breidd 45 cm, setdýpt 43,5 cm og hámarksþyngd notanda er 135 kg.
  • Breidd 50 cm, setdýpt 43,5 cm og hámarksþyngd notanda er 135 kg.

Excel G Modular  hjólastóllinn er með hæðarstillanlegar fótahvílur. Hælband og stafahaldari fylgir. Hægt er að stilla dýpt og hæð arma. Einföld sessa fylgir og allir stilli möguleikar hjólastólsins eru sérmerktir.  Þeir fást í fjórum stærðum:

  • Breidd 35 cm, setdýpt 40-52,5 cm og hámarksþyngd notanda er 130 kg.
  • Breidd 40 cm, setdýpt 40-52,5 cm og hámarksþyngd notanda er 130 kg
  • Breidd 45 cm, setdýpt 40-52,5 cm og hámarksþyngd notanda er 130 kg
  • Breidd 50 cm, setdýpt 40-52,5 cm og hámarksþyngd notanda er 150 kg

 

Senda fyrirspurn

Excel g eco 

 

Hægindahjólastólar

Fyrir fólk sem gerir meiri kröfur um þægindi

Við bjóðum upp á mikið úrval Netti hægindahjólastóla frá Alurehab sem hefur framleitt og þróað hjólastóla frá 1989.

Netti hægindahjólastólarnir frá Alu Rehab bjóða upp á fyrsta flokks þægindi með fjölbreyttum stilli valmöguleikum fyrir kröfuharða notendur hjólastóla. Fjölmargir samsetningarmöguleikar í boði til að tryggja öryggi, vellíðan og  Hjólastólarnir eru léttur og samanbrjótanlegir fastrammahjólstólar sem auðvelt er að flytja. Sætið er sérsniðið fyrir góðan stöðugleika, stuðning og þægindi og með setum sem fást í mörgum útgáfum sem sérstaklega er valin fyrir hvern og einn. Fjölmargir aukahlutir í boði. Allir Alu Rehab hjólastólarnir eru framleiddir í Danmörku undir ströngu gæðaeftirliti. 

Fáanlegar eru fjórar gerðir af Netti hægindahjólastólum.

Netti III Comfort hjólastóllinn býður upp á mikla aðlögun fyrir notandann með sínum fjölmörgu stillingar möguleikum.  Hann er vandaður stóll sem veitir góða hvíld. 

Setbreiddir  35,38,40,43,45 og 50 cm.

Setdýpt er 40-50 cm.

Bakhæð 50-60 cm.

Sætishæð 46-49 cm.

Hámarksþyngd notanda  145 kg.

Þyngd hjólastóls  29,7-32,8 kg án púða.

Aftur og framhallinn -9° - +16° gráður.

Bakhalli 86° - 133°

Vottun ISO 7176-19

 

Netti 4U CED  hjólastóllinn er með minnstu heildarbreidd á sem boði er á markaðnum og er aðeins 18 cm. breiðari en setbreiddin. Heildarþyngd stólsins er að auki aðeins 30 kg. Hann hentar vel á þeim stöðum þar sem pláss er takmarkað og inngangar eru þröngir. Hjólastóllinn býður upp á afar góða vinnuvistfræðilega nálgun og er sérstaklega notendavænn. Arma er hægt að færa upp til þess að auðvelda hliðarflutninga og sætið er sér eining sem er sérsniðin fyrir góðan stöðugleika, stuðning og þægindi. 

Setbreiddir  35,38,40,43,45 og 50 cm.

Setdýpt er 42,5-50 cm.

Bakhæð 50-60 cm.

Sætishæð 46,5-50 cm.

Hámarksþyngd notanda  160 kg.

Þyngd hjólastóls  30 kg. án púða.

Aftur og framhallinn -5° - +20° gráður.

Bakhalli 90° - 135°

Vottun ISO 7176-19

Hann fæst einnig í CED XL með setbreidd allt að 55 - 60 cm.

 

Netti 4U CE PLUS  er ný og betrum bætt útgáfa af forvera sínum Netti 4U CE. Á þessum hjólastól eru sérstakar áherslur á gæði og öryggi. Ný hönnun arma og hæðarstillanlegs baks veitir góðan stuðning og aukin þægindi. Hægt er að fella niður bremsuna til þess að auðvelda flutning. Sérpantanir á þessum stól er hægt að fá með afar skömmum fyrirvara frá framleiðanda. 

Setbreiddir  35,40,45 og 50 cm.

Setdýpt er 42,5-50 cm.

Bakhæð 50-60 cm.

Sætishæð 46,5-50 cm án púða

Hámarksþyngd notanda  135 kg.

Þyngd hjólastóls  28-32 kg. án púða.

Aftur og framhallinn -5° - +20° gráður.

Bakhalli 90° - 135°

Vottun ISO 7176-19

 

Senda fyrirspurn

 

Netti III

 

Rafmagnshjólastólar

Rafstýrðir hjólastólar fyrir fólk sem gerir enn meiri kröfur

Við bjóðum Roltec rafmagnshjólastóla sem koma frá Danmörku. Stólarnir eru útbúnir nýjustu tækni þar sem  virkni og gæði eru höfð að leiðarljósi. Við uppbyggingu rafmagnshjólastólanna er sambland af þægindum og áreiðanleika í fyrrirrúmi og hafa þessir þættir verið hornsteinar í  framleiðslu Roltec rafmagnshjólastóla í meira en 40 ár.

 Við bjóðum upp á þrjár gerðir af rafmagnshjólastólum frá Roltec. 

Roltec Viper hefur fært framdrifna rafmagnshjólastóla í nýjar víddir og unnið að þróun hans bæði með notendum og fagfólki. Hann er búinn nýrri tækni, rafrænu aksturs eftirlitskerfi sem notar sérstaka skynjara til þess að fylgjast með hjólhraða og stýringu. Það tryggir að notandinn hafi ávallt fullkomna stjórn á akstrinum þó ekið sé niður mikinn halla, bratta rampa og jafnvel þegar ekið er á lágmarkshraða.  

Roltec BOA Center Wheel Drive rafmagnshjólastóllinn er miðjudrifinn og sérstaklega hentugur til innanhús notkunar og þar sem plássið er minna. Hann hentar einnig afar vel sem vinnustóll. Hann er einnig góður í akstri utandyra þar sem hann er búinn afar góðri fjöðrun og auðveldar hún mjög akstur á ójöfnu undirlagi.  

Roltec Vision CT rafmagnshjólastóllinn er afar öruggur og áreiðanlegur. Hann er hraðskreiður rafmagnshjólastóll sem kemst allt að 10-14 km. hraða á klukkustund og hægt að aka honum allt að 55 km. á hleðslunni. Auðvelt er að aðlaga hann að notandanum og stjórnborð hans er einfalt og aðgengilegt. Vision CT rafmagnshjólastóllinn fæst einnig í HD útgáfu og ber þá allt að 200 kg. 

 

Senda fyrirspurn

Roltec Viper