Settu þig í fyrsta sætið!

Með öflugum rafmagnshjólastólum sem framleiddir eru í Danmörku og Noregi

Roltec eru vinsælir í Danmörku og hefur fyrirtækið yfir 40 ára reynslu við smíði og framleiðslu á rafmagnshjólastólum. Einnig bjóðum við þægilega rafmagnshjólastóla frá norska fyrirtækinu Alu-Rehab sem framleiðir einnig hægindahjólastóla.

Pöntunareyðublað

Roltec Viper - sá vinsælasti

Er framhjóladrifinn rafmagnshjólastóll sem er einstaklega þægilegur í keyrslu, bæði utan sem innandyra. 

Roltec Viper

Hann er búinn nýrri tækni sem notar sérstaka skynjara (GYRO) til þess að fylgjast með hjólhraða og stýringu. Það gerir það að verkum að; 

  • Gerir stólinn auðveldari í keyrslu
  • Stýrir að þeirri átt sem stýripinnanum er beint að
  • Hefur sama grip þegar keyrt er á háum eða lágum hraða
  • Hefur sömu stjórn þegar keyrt er upp brekkur/ramp

Notandinn hefur því ávallt fullkomna stjórn á akstrinum í mismunandi aðstæðum. Hámarkshraði er 14 km/klst. og val um mismunandi öfluga rafgeyma.

Bæklingur fyrir Roltec Viper

 

*Leitið aðstoðar hjá ráðgjafa áður en búnaður er valinn.

 Fáðu ráðgjöf um  
rafmagnshjólastóla 

Roltec BOA2 - sá nettasti

Er miðjudrifinn rafmagnshjólastóll sem hefur bæði gott jafnvægi í keyrslu og minnstu heildarbreidd - eða um 59 cm.

Roltec BOA2

Það gerir það að verkum að hann er hentugur í keyrslu bæði utan- sem og innandyra. BOA2 er búin afar góðri fjöðrun sem getur komið sér vel við keyrslu á ójöfnu undirlagi. 

Meðal helstu eiginleika fram yfir aðra rafmagnshjólastóla eru; 

  • Einstaklega nettur með heildarbreidd 59 cm
  • Lág sethæð eða um 37 cm auk sessu
  • Meiri fjöðrun býður upp á mýkri keyrslu

Þessi einstaka hönnun gerir það að verkum að BOA2 rafmagnhjólastóllinn hentar við flest tækifæri og gerir fólki kleift að komast leiðar sinnar. 

Bæklingur um BOA2

 

Roltec Vision HD

Er öflugur afturhjóladrifinn rafmagnshjólastóll sem getur tekið allt að 200 kg - hentar því mjög vel fyrir þyngri notendur. 

Bæklingur um Vision HD

Úrval aukahluta

Við viljum vekja athygli á að það eru fjölmargir aukahlutir í boði til að mæta þörfum hvers og eins. Kíktu á framboðið í bæklingi frá Roltec.

Bæklingur um aukahluti fyrir Roltec

 


Netti Mobile

Einfaldur rafmagnshjólastóll sem hentar inn á hjúkrunarheimili og fyrir styttri vegalengdir

Netti Mobile frá Alu-Rehab

Netti Mobile er einfaldur rafmagnshjólastóll sem er fyrst og fremst þægilegur og veitir vellíðan. Hægt er að fá Netti Mobile með rafmagni við, bakhalla, tilt og/eða fótafjalir. 

Einnig er möguleiki að bæta við sérstöku stýrisbúnaði/handfangi til að auðvelda aðstoðarfólki að keyra rafmagnshjólastólinn samhliða notandanum.

Bæklingur um Netti Mobile

 

Netti Mobile


Kynningar og fræðslumyndbönd

Kynning á Roltec Viper rafmangshjólastólnum

Netti Mobile rafmagnshjólastóll frá Alu-Rehab

Auðvelt er að skipta um rafgeymi á Roltec Viper rafmagnshjólastólnum


Okkar ráðgjafar í velferðartækni sjá um að klæðiskerasauma rétta rafmagnshjólastólinn fyrir þig. Kíktu á úrvalið og hafðu samband við okkur til að fá frekari ráðgjöf.


Til að auðvelda aðgengi að velferðarlausnum frá Öryggismiðstöðinni höfum við útbúið heildarbækling fyrir Velferðartækni fyrir fagfólk. Bæklingurinn inniheldur ljósmyndir, lýsingu og vörunúmer og tryggir betri samskipti alla leið. 

Heildarbæklingur Velferðartækni

Heildarbæklingur í velferð