Sjúkrarúm

Við bjóðum upp á gott úrval rúma frá Linet og Reha-bed, allt frá einföldum lausnum upp í hátæknileg rúm fyrir heimili, hjúkrunarheimili og heilbrigðisstofnanir. 

Linet er einn af fimm stærstu framleiðendum í heimi í sjúkrarúmum og selur rúm og fylgihluti til allt að 75 landa víðs vegar um heiminn. Nú þegar eru á sjötta hundrað rúm í notkun á stærstu heilbrigðisstofnun landsins, Landspítalanum. Einnig hafa þau verið valin sem kennslurúm fyrir nemendur í heilbrigðisvísindum í háskólum hér á landi.

Við bjóðum upp á þrjár tegundir sjúkrarúma frá Linet 

Eleganza 2 sjúkrarúm

Eleganza 2 er rafdrifið sjúkrarúm útbúið fjölda stillimöguleika og fjölbreytt úrval aukahluta svo sem ferilvöktunarbúnaði og keyrslubúnaði. Einnig eru fáanleg náttborð í sömu útfærslu sem er sérhannað fyrir heilbrigðisstofnanir. 

Smelltu hérna til þess að sjá stutt myndband sem sýnir helstu eiginleika þess.

Smelltu hérna til þess að sjá stutt myndband frá Landspítalanum þar sem þeir útskýra notkun þess 

 

Latera Thema sjúkrarúm

Later Thema er rafdrifið sjúkrarúm sem hægt er að halla til hliðar til þess að auðvelda umönnun og lágmarka líkamlega áreynslu umönnunaraðila.

Smelltu hérna til þess að sjá stutt myndband sem sýnir helstu eiginleika þess. 

*Latera Thema sjúkrarúm er á samningi hjá Sjúkratryggingum Íslands

 

Tom 2 barna sjúkrarúm með grind

Tom 2 er er sérhannað fyrir börn með öryggi þeirra í fyrirrúmi. Þau eru með stillanlegri grind og hægt er að lyfta höfðalagi. Rúmið er einnig búið 15° trendelenburg stillingu. 

Smelltu hérna til þess að sjá stutt myndband sem sýnir helstu eiginleika þess.

*Tom 2 barna sjúkrarúm er á samningi hjá Sjúkratryggingum Íslands 

 

Hjúkrunarrúm

LEO hjúkrunarrúm

LEO frá Reha-bed er sérhönnað fyrir heimili og hjúkrunarheimili og framleidd í Póllandi og uppfylla ströngustu kröfur. Rúmin koma með tvískiptum hliðargrindum og einfaldri fjarstýringu. Helstu eiginleikar hjúkrunarrúmsins eru þeir að hægt er að lækka þau í mjög lága stöðu eða um 30 c. upp á dýnubotni frá gólfi. Að auki er hægt að halla rúminu í heilu lagi ( með trendelburg stillingu). Mótorinn sem knýr rúmið er frá Þýskalandi og er notaður af mörgum helstu framleiðendum hjúkrunarrúma.  Mögulegt er að fá rúmið í nokkrum útgáfum, til dæmis í mismunandi stærðum og með meiri burðargetu. Náttborð í sömu útfærslu eru fáanleg, sérhönnuð fyrir notkun með hjúkrunarrúmum.

 

Sjúkradýnur og loftdýnur 

Dynaform 

Dynaform sjúkradýnurnar frá Direct Healthcare eru fáanlegar í fjölbreyttu úrvali. Þær eru sérstaklega hannaðar fyrir einstaklinga í miðlungs og mikilli sárahættu. Einnig eru fáanlegar nýjar tegundir af loftdýnum sem hægt er að nota með eða án mótors. Þá er hægt að samnýta mótora og færa þá á milli einsstaklinga eftir þörfum hverju sinni. 

Smelltu hérna til þess að sjá yfirlit yfir þær dýnur sem í boði eru ( í vinnslu) 

Smelltu hérna til þess að sjá bækling yfir úrvalið frá framleiðanda ( í vinnslu)  

 

Linet Eleganza 2