Við lyftum þér alla leið upp!

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af lyfti- og stuðningsbúnaði í ýmsum útfærslum frá Norska framleiðandanum Etac/Molift.

Einstök hugsjón og hönnun liggur á bak við Molift búnaðinn til að auka notagildi hans til hins ýtrasta. Framleiðandinn hefur unnið til verðlauna á sviði vinnuverndar og notagildi vörunnar fyrir umönnunaraðila og notanda. 

Helstu tegundir af lyfturum eru;

 • Segllyftarar (Smart 150, Mover 180, 205, 300 og Partner 300)*
 • Standlyftarar (Quickraiser 1/2 og QuickRaiser 205 ásamt Nova 500)*
 • Frístandandi loftlyftukerfi (Duo og Quattro)*
 • Loft- og veggfast loftlyftukerfi (e. Molift Rail System)*

Með lyftibúnaði er hægt að fá fjölbreytt úrval af lyftiseglum sem henta við mismunandi aðstæður. Öll lyftisegl eða standsegl eru síðan til í mismunandi stærðum og útfærslum eftir færni einstaklings. Lyftiseglin má nota með öðrum tegundum af lyfturum sem eru með tveggja eða fjögra punkta herðatré.

Helstu tegundir af lyftiseglum eru;

 • RgoSling HighBack / MediumBack flutnings- og baðsegl
 • RgoSling HighBack / LowBack klósett segl
 • RgoSling HighBack / LowBack Amputee flutningssegl

Með því að renna niður síðuna geturðu séð það helsta og fræðst um hvernig best er að nota lyftibúnað til að tryggja öryggi notanda. 

*Leitið aðstoðar hjá ráðgjafa við val og prófanir á lyftibúnað.

 Fáðu ráðgjöf um  
lyfti-og stuðningsbúnað

Kíktu í heimsókn til í Gjovik í Noregi og sjáðu með þessu stutta myndbandi hvað Molift býður upp á!


Hreyfanlegir standlyftarar

..færa einstaklinginn frá sitjandi yfir í standandi stöðu

Molift QuickRaiser 205

Er ný tegund af fyrirferðalitlum standlyftara sem getur lyft allt að 205 kg og er fyrirferðalítll. Auðvelt er að stýra lyftaranum og hentar hann vel í þröngum rýmum. Við hönnun var sérstök áhersla á að fylgja eftir náttúrulegri hreyfigetu notandans til þess að létta flutning. Lyftarinn er sá nýjasti í röðinni en hann hét áður Quickraiser 1 og 2. Hægt er að skoða samanburð á lyfturum í heildarbæklinginn okkar neðar á síðunni. 

Molift Quickraiser 205

Helstu eiginleikar eru: 

 • Lyftarinn hallar fram til að fylgja eftir náttúrulegri hreyfingu mannsins
 • Dregur úr átakinu á viðkvæmum liðum líkamans
 • Átakið lendir á bak og sköflung
 • Verndar axlir og handarkrika fyrir átaki.
 • Fótastuðningur veitir aukin stöðuleika

Lyftarann má einnig nota til að standa upp reglulega og fá aukið blóðflæði um líkama og niður í fætur.

Molift Quickraiser 205 Bæklingur 

 

 

Etac Nova 500 NG 

Er öflugur standlyftari sem getur lyft allt að 180 kg. Fjölbreyttir stillimöguleikar gera notendanum auðvelt að staðsetja fætur á fótaplötunni. Lyftarinn hentar bæði börnum sem fullorðnum. Stærri hjól veita betri hreyfanleika fyrir umönnunaraðila. Er á samning við Sjúkratryggingar Íslands.

Etac NG Nova 500

 Helstu eiginleikar eru; 

 • Stillanlegur fótastuðningur
 • Stór hjól sem auðvelda keyrslu
 • Opnanlegir og rafknúnir fætur 
 • Fótaplata staðsett mjög lágt
 • Auðveld fjarstýring
 • Hægt að fá bólstrun á lyftisegli

Að auki er hægt að fá ýmsa aukahluti sem bæta upplifun notanda og tryggja öryggi hans. 

Etac Nova 500 Bæklingur 


Hreyfanlegir segllyftarar

..til að auðvelda flutning einstaklinga

Ertu að leita að hreyfanlegum segllyftara ?

Við gætum verið með rétta lyftarann fyrir þig!

Molift Mover 205 Molift Partner 255

Molift Mover 180 - 205 - 300 kg

Molift Partner 255 kg

Mikið úrval af fylgihlutum er hægt að fá aukalega sem auðvedar þér notkun lyftarans. Þú finnur heildarbæklinginn okkar neðst á síðunni þar sem góður samanburður er á öllum lyfturum hjá okkur. 

Við bjóðum eftirfarandi tegundir af hreyfanlegum segllyfturum:

 • Molift Smart 150 kg ferðalyftari
 • Molift Mover 180 kg*
 • Molift Mover 205 kg
 • Molift Mover 300 kg*
 • Molift Partner 255 kg

*Lyftarar sem eru á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands

Stóri Molift Bæklingurinn

 

Molift Smart 150 ferðalyftarinn

Molift Smart 150 frá Molift er léttur segllyftari sem hægt er að leggja saman og tekur lítið geymslupláss. Herðatréið er með fjögra punkta hengi. Möguleiki er að fá ferðapoka eða ferðatösku á hjólum til að auðvelda flutning á lyftaranum við lengri ferðalög. 

Meðal helstu eiginleika eru; 

 • Auðveldur í notkun
 • Meðfærilegur á ferðalögum
 • Hentar jafnt börnum sem fullorðnum
 • 4ja punkta seglhengi
 • Útskiptanleg rafhlaða 
Lyfta fólki frá gólfi Molift Smart 150 í ferðatösku
Auðvelt að lyfta fólki frá gólfi Auðvelt að pakka saman fyrir lengri ferðalög
Molift Smart 150 færður á milli rýma Molift Smart 150 með lyftisegli
Auðvelt að flytja lyftarann á milli herbergja Auðveldur og þægilegur í notkun

Fræðslu og kennslumyndbönd

Molift Smart 150 ferðalyftarinn í notkun. Flutningur frá hjólastóli yfir í rúm.

Molift Smart 150 - lyft frá gólfi

Molift Smart 150 - geymdur í tösku

Molift Smart 150 ferðalyftari settur upp í bifreið


Til að auðvelda aðgengi að velferðarlausnum frá Öryggismiðstöðinni höfum við útbúið heildarbækling fyrir Velferðartækni fyrir fagfólk. Bæklingurinn inniheldur ljósmyndir, lýsingu og vörunúmer og tryggir betri samskipti alla leið. 

Heildarbæklingur Velferðartækni

Heildarbæklingur í velferð