Við bjóðum upp á mikið úrval af lyftibúnaði

 

Við bjóðum veglegt úrval af lyftibúnaði í mörgum gerðum frá hinum velþekkta sænska framleiðanda Etac.  Etac var stofnað árið 1973 og hafa margsinnis unnið til verðlauna á sínum vettvangi fyrir lausnir sínar. 

Fólkslyftari

Standlyftarar

Standlyftarnir frá Etac eru öflugir, fá hæstu einkunn notenda fyrir notkunarmöguleika, einfaldleika og auðvelda stjórnun.

Bjóðum við upp á tvær tegundir standlyftara:

Molift Quick Raser 205 er ný tegund standlyftara sem tekur allt að 205 kg. Hann er með rafstillanlegum hjólabúnaði (glennu). Standlyftarinn er fyrirferðarlítill og góð staðsetning hjóla gerir standlyftaranum kleift að snúast á punktinum og passar hann því vel fyrir flutning í þröngum rýmum. Við hönnun standlyftarans var lögð sérstök áhersla á að fylgja eftir náttúrulegri hreyfigetu notandans til þess að létta flutning. 

Nova 500 NG er öflugur standlyftari með  þyngdargetu allt að 180 kg. Fjölbreyttir stillimöguleikar gera notendanum auðvelt að staðsetja fætur á fótplötunni. Nova 500 NG standlyftarinn hentar bæði börnum og fullorðnum.  Stærð hjóla veitir góðan hreyfanleika fyrir umönnunaraðilann.  

Standlyftari frá Etac Molift sem hlotið hefur verðlaun fyrir hönnun og virkni í Noregi. Mjög auðveldur í notkun. Hann fylgir eftir eðlilegum hreyfingum þegar verið er að setjast eða standa upp úr stól.

Fjarstýring til að hækka og lækka. Tekur 160 kg.

Grænt ljós lýsir þegar þarf að hlaða rafhlöðu.

Neyðarhnappur til að stoppa.

Smelltu hér til að sjá hann í virkni 

Panta ráðgjöf

Etac Molift Quick Raiser 2

Quick Raiser 2 frá Etac Molift

Segllyftarar

Molift lína segllyftara frá Etac hefur vakið mikla athygli fyrir framúrskarandi hönnun. Segllyftarar fást í mörgum mismunandi útgáfum, allt frá því að vera afar léttir, auðveldlega samanbrjótanlegir og þægilegir í flutningi yfir í stærri lyftara sem taka mikla þyngd.  Sá vinsælasti þessa dagana er Molift Smart 150 þar sem hann tekur afar lítið pláss, er léttur og afar meðfærilegur lyftari.

Smelltu hérna til þess að fara inn á heimasíðu Etac og sjá úrval segllyftara

Molift Mover 180 

Lyftir 180 kg

Þyngd á lyftu 32 kg

Rafhlaða: NiMH 14.4 V - 2.2 A 

Myndband: Molift Mover 180

 

 

 

 

 

 

 

 

Molift Smart 150 frá Etac er verðlaunalyfta. Auðvelt að pakka saman og ferðast með. Tekurlítið geymslupláss. Þyngsti hluti 13,5 kg. Fjögurra punkta lyfta. Möguleiki að kaupa ferðapoka eða ferðatösku fyrirlyftuna.

Lyftir 150 kg. 

Lyftuhæð: 1,42 m

Þyngd á lyftu 26 kg

Vídd:    1150x475x350 mm

Rafhlaða: NiMH 14.4 V - 2.2 A

Myndband: Molift Smart 150

 

Panta ráðgjöf 

 

Etac Molift Mover 180

Etac Molift Mover 180

Etac Molift Smart 150

Etac Molift Smart 150

Loftlyftukerfi

Loftlyftukerfi flytja hreyfihamlaða einstaklinga innan húsnæðis og eru fáanleg í mismunandi útgáfum. Við bjóðum úrval lausna frá Etac sem eru þrautreynd kerfi búin nýjustu tækni og eiginleikum. Loftlyftukerfin fást í tveimur útgáfum, frístandandi minni og meðalstór loftlyftukerfi í umfangsmeiri kerfi með loftföstum brautum sem eru sérhannaðar eftir húsnæði og þörfum hvers og eins.  Við hönnun loftlyftukerfis þurfa að liggja fyrir teikningar af rými, lofthæð og hæð á hurðarkarmi. 

Smelltu hérna til þess að fara inn á heimasíðu Etac og sjá úrval loftlyftukerfa

Lyftisegl

Lyftiseglin frá Etac hafa löngum sannað sig á heimilum, hjúkrunarheimilum og sjúkrastofnunum. Þau fást í gríðarlega miklu úrvali og er umfram allt lögð áhersla á öryggi og þægindi, bæði fyrir notandann og umönnunaraðilann. Lyftiseglin eru sveigjanleg, aðlagast vel að líkamanum og fást í mörgum útfærslum.  

Smelltu hérna til þess að fara inn á heimasíðu Etac og sjá úrval lyftisegla