Assistep er hjálpartæki sem hentar einstaklingum sem eru óöruggir í stiga heima hjá sér sem og annarstaðar. Framúrstefnuleg hönnun veitir þér frelsi til að hreyfa þig eins og þú vilt, þegar þér hentar. Assistep heldur þér gangandi og eykur trú á eigin áhrifamátt við athafnir daglegs lífs.

Assistep saman stendur af handriði sem er sett upp á vegg meðfram stiga með sérstöku handfangi sem færist meðfram handriðinu. Ef þú fellur eða missir jafnvægið getur handriðið fest sig og veitt þér aukið öryggi.

Algengir notendahópar eru þeir sem eiga við jafnvægisvandamál, minni vöðvastyrk, eru í byltuhættu, nota hækjur og önnur hjálpartæki. Assistep getur hentað vel fyrir fólk með t.d. Parkinson, MS, CP, krabbamein, gigt og fyrir þá sem hafa fengið heilablóðfall ol.

 

Fyrir endurhæfingastaði og stofnanir

Assistep í sjúkraþjálfunÞað getur verið krefjandi fyrir marga með skerta færni að fara upp og niður stiga. Assistep er notað daglega á mörgum endurhæfingar-stofnunum í Noregi með góðum árangri, það hefur stuðlað að einstaklingar geti farið fyrr heim og í vinnu.

Hægt er að hækka og lækka handfangið um 30cm til að koma til móts mismunandi hæð fólks og hentar því jafnt börnum sem fullorðnum einstaklingum. 

Gildi fyrir notendur

 • Einföld lausn til að auka hreyfanleika í stiga
 • Heldur þér virkum eins lengi og mögulegt er
 • Fyrirferðalítil lausn inn á heimili.
 • Öryggi og velferð í fyrirrúmi
 • Eykur þjálfunargildi og auðveldar önnur störf
 • Uppsetning möguleg í þröngum stiga
 • Virkar einnig sem venjulegt handrið
*Leitið aðstoðar hjá ráðgjafa við val og samsetningu á búnaði.

 Fáðu ráðgjöf um  
stuðningsbúnað í stiga

Assistep in use

Vinnuvistfræðileg hönnun

Hönnunin á handfanginu býður upp á mismunandi grip til að tryggja öryggi einstaklings upp og niður stiga. Handfangið læsist sjálfkrafa þegar gengið er niður stigann, þörf er að lyfta því upp til að færa það áfram.

Dæmi um notkun á Assistep:

 1. Assistep má auðveldlega nota með annarri eða báðum höndum þegar farið er upp eða niður stigann.
 2. Með annarri hendi er hægt að halda utan um miðju handfangins.
 3. Gripið er utan um handrið og handfang samtímis til að tryggja aukið öryggi.
 4. Sumir kjósa frekar að halda annarri hendi á lóðrétta hluta handfangsins t.d. þegar gengið er niður stigann.

Upplýsingar um Assistep (á ensku)

Assistep logo

Fræðslu og kennslumyndbönd

Assistep er auðvelt í notkun og getur bætt öryggi einstaklings

Assistep getur auðveldað líf fólks eftir heilablóðfall og tryggt öryggi þeirra í stiga

Assistep - Við tökum stigan fram fyrir lyftuna. Stiginn veitir ómetanlega þjálfun sem mun eingöngu gagnast einstaklingnum sjálfum og tryggja öryggi og jafnvægi hans um ókomna tíð.

Assistep tók þátt í skandinavísku keppninni um sjálfstætt líf. 


Til að auðvelda aðgengi að velferðarlausnum frá Öryggismiðstöðinni höfum við útbúið heildarbækling fyrir Velferðartækni fyrir fagfólk. Bæklingurinn inniheldur ljósmyndir, lýsingu og vörunúmer og tryggir betri samskipti alla leið. 

Heildarbæklingur Velferðartækni

Heildarbæklingur í velferð