Öryggishnappur getur skipt sköpum

Margfalt öryggi í einu kerfi!

Við bjóðum nú upp á aukna þjónusta til þeirra sem nota öryggishnapp:

  • Hægt er að fá reykskynjari beintengdan við stjórnstöð gegn vægu aukagjaldi.
  • Stjórnstöð okkar getur, ef á þarf að halda, ráðfært sig við hjúkrunarfræðing, sem er á vakt allan sólarhringinn - alla daga ársins.
  • Úttekt á öryggi og aðgengi húsnæðis sé þess óskað.

 

Ef þú ert með öryggishnapp frá öðrum þá getur þú skipt um þjónustuaðila án nokkurs aukakostnaðar.

*Hægt er að sækja um niðurgreiðslu á öryggishnappi frá Sjúkratryggingum Íslands. Rökstuðningur frá heilbrigðisstarfsmanni þarf að fylgja umsókn. 

Nánar um öryggishnappinn

 

öryggishnappur

Öryggishnappurinn

Það er mikilvægt að við gætum vel hvert að öðru. Öryggishnappurinn getur verið dýrmætt öryggistæki fyrir okkar nánustu. Þegar þrýst er á hnappinn berast strax boð til stjórnstöðvar Öryggismiðstöðvarinnar og talsamband opnast milli viðskiptavinar og öryggisvarðar.

Hljóðneminn á tækinu er mjög næmur til þess að talsamband náist sem víðast í íbúðarhúsnæði. Hægt er að fá hnappinn sem annað hvort armband eða hálsmen.

 

Pantaðu öryggishnappinn