Það er mikilvægt að við gætum vel hvert að öðru. Öryggishnappurinn getur verið dýrmætt öryggistæki fyrir okkar nánustu. Þegar þrýst er á hnappinn berast strax boð til stjórnstöðvar Öryggismiðstöðvarinnar og talsamband opnast milli viðskiptavinar og öryggisvarðar.
Hljóðneminn á tækinu er mjög næmur til þess að talsamband náist sem víðast í íbúðarhúsnæði. Hægt er að fá hnappinn sem annað hvort armband eða hálsmen.