Öryggishnappur getur skipt sköpum

Margfalt öryggi í einu kerfi!

Við bjóðum nú upp á aukna þjónusta til þeirra sem nota öryggishnapp:

  • Hægt er að fá reykskynjara beintengdan við stjórnstöð gegn vægu aukagjaldi.
  • Stjórnstöð okkar getur, ef á þarf að halda, ráðfært sig við hjúkrunarfræðing, sem er á vakt allan sólarhringinn - alla daga ársins.
  • Úttekt á öryggi og aðgengi húsnæðis sé þess óskað.

Ef þú ert með öryggishnapp frá öðrum þá getur þú skipt um þjónustuaðila án nokkurs aukakostnaðar.

*Hægt er að sækja um niðurgreiðslu á öryggishnappi frá Sjúkratryggingum Íslands. Rökstuðningur frá heilbrigðisstarfsmanni þarf að fylgja umsókn. 

Nánar um öryggishnappinn

 

öryggishnappur

Öryggishnappurinn

Vissir þú að sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða þjónustuna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum?

Það sem þarf að gera til þess að sækja um niðurgreiðslu er eftirfarandi:

  1. Fá lækni,  iðjuþjálfara eða sjúkraþjálfara sem þekkir til aðstæðna til þess að meta þörf fyrir þjónustuna, rökstyðja færni og sækja um á sérstöku eyðublaði frá S.Í.
  2. Taka fram í umsókn að óskað sé þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar.

Sækja um