Linet LogoVið bjóðum upp á þrjár tegundir af sjúkrarúmum frá tékkneska fyrirtækinu Linet, þar af tvö sem eru á samning við Sjúktryggingar Íslands.

Að auki getum við boðið upp á aðrar tegundir og mælum við með því að kíkja í bæklinginn eða vefsíðu framleiðanda Linet.

  • Eleganza II rafdrifið sjúkrarúm
  • Latera Thema rafdrifið sjúkrarúm
  • Tom 2 rafdrifið barnarúm

 

Eleganza II - hátækni sjúkrarúm!

Linet Eleganza 2

Eleganza II er rafdrifið sjúkrarúm útbúið fjölda stillimöguleika og hentar vel fyrir stofnanir.

Fjölbreytt úrval af aukahlutum s.s. ferilvöktunarbúnaði og sérstökum keyrslubúnaði til að auðvelda flutning á rúminu við lengri vegalengdir. Að auki bjóðum við tvær gerðir af náttborðum, með eða án hliðarborða sem eru í stíl við rúmið. 

Sjúkrarúmið er eitt það fullkomnasta í dag og fæst með samlæstum hjólabúnaði, miðjuhjóli, næturljósi, framlengingu og tvískiptum hliðargrindum. Öll mál og eiginleika er hægt að finna í kynningarbæklingi um rúmið og heildarbæklingum okkar. 

Eleganza II Bæklingur 

Árið 2016 fékk Landspítalinn 400 stk. af Eleganza sjúkrarúm að gjöf frá Arion Banka. Í meðfylgjandi myndbandi er viðtökurnar á rúmunum lýst ásamt helstu eiginleikum.

Latera Thema - rafdrifið sjúkrarúm sem hægt er að velta til hliðanna

Latera themaLater Thema er rafdrifið sjúkrarúm sem einnig er hægt að halla til hliðanna. Það léttir undir umönnun og getur dregið úr sárhættu skjólstæðingsins.

Til að auðvelda umönnun er hægt að stjórna velti eiginleikanum með fótstigi og um leið tryggja öryggi starfsfólks við störf. Sjúkrarúmið er á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Latera Thema bæklingur 

 

Tom 2 barnasjúkrarúm

Tom 2 barnasjúkrarúmiðTom 2 sjúkrarúmið er sérhannað fyrir börn með öryggi í fyrirrúmi.

Rúmið er með hæðar stillanlegri grind auk þess sem hægt er að lyfta höfðalagi. Sjúkrarúmið veitir barninu öryggi og auðveldar alla umönnun. Hægt er að skoða helstu eiginleika og ljósmyndir af rúminu í bæklingi eða inn á vefsíðu framleiðanda.

Tom 2 barnasjúkrarúmið er á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. 

Tom 2 barnasjúkrarúmið bæklingur


Aukahlutir

Við bjóðum upp á veglegt úrval af auka- og fylgihlutum

Eleganza Classic náttborð

Alhliða náttborð úr málmi og slitsterku plastefni sem auðveldar þrif. Aðgengi er beggja vegna borðins. Það kemur með skúffu og botnskáp ásamt hjólum sem hægt er að setja í bremsu. Hliðarborðið er hægt að fella niður þegar það er ekki í notkun. Náttborðið er til í nokkrum útfærslum og passar mjög vel við Eleganza II sjúkrarúmið. 

Eleganza classic náttborð

Bæklingur Eleganza Classic

Solido II matarborð

Borðið hefur létt yfirbragð, það er hæðarstillanlegt, hægt að halal borðplötu og setja hjólin í bremsu. 

Solido II

Bæklingur fyrir Solido II


Til að auðvelda aðgengi að velferðarlausnum frá Öryggismiðstöðinni höfum við útbúið heildarbækling fyrir Velferðartækni fyrir fagfólk. Bæklingurinn inniheldur ljósmyndir, lýsingu og vörunúmer og tryggir betri samskipti alla leið. 

Heildarbæklingur Velferðartækni

Heildarbæklingur í velferð