Stutt myndband um notkun á Trex boðtæki tengt við rápmottu
Kerfin hafa þróast mikið í áranna rás, frá því að vera einfalt bjöllukerfi yfir í fullkomið IP kerfi með gagnvirku tali og ýmsum gagnlegum möguleikum, sem tryggja öryggi íbúa og starfsfólks.
Sjúkrakallkerfi skrá öll boð og viðbrögð í kerfinu með nákvæmri tímasetningu og fleiri upplýsingum. Þetta auðveldar úrvinnslu upplýsinga og getur verið gott stjórntæki fyrir mönnun og skipulag á vöktun.
Bæklingar á ensku frá framleiðendum.
Kynningarbæklingur Intercall sjúkrakallkerfi
Bæklingur Ferilvöktun fyrir sjúkrakallkerfi
Þráðlaus hnappur Létt og stílhreint armband gert úr vönduðu silicon efni til að koma í veg fyrir ertingu við húð. Hnappurinn er vatnsheldur og með endingargóðri rafhlöðu. |
Hnappur við rúm Snúruhnappurinn er mjög einfaldur í notkun, hann tengist kallhnapp á vegg og fær þar með vistfang og starfsfólk sér hvar þrýst er á hnappinn. |
Vaktstöð með kortalesara Lita- snertiskjár með einföldum skýrum táknum, sem hjálpar starfsfólki að forgangsraða hjálparboðum. RFID er notað til að rekja og staðfesta staðsetningu starfsfólks. |
Stjórnbúnaður og tengibox Móðurstöð með innbyggðri rafhlöðu ásamt útstöðvum (e. Touch Isolator) til að nota með kerfum án tals. |
Merkjaljós yfir hurð Ljósið sýnir á skýran hátt hvers konar aðstoðarboð koma frá viðkomandi herbergi og ef starfsmaður er í herberginu. |
Hnappur með tali Kallhnappur er með LCD skjá sem sýnir upplýsingar um boð frá kerfinu. Hægt að para kallhnapp við þráðlausa hnappinn. |
Öryggisbúnaður sem tryggir öryggi og styttir viðbragðstíma
Með ferilvöktunarbúnaði er hægt er að fylgjast með ferðum einstaklings til að tryggja öryggi hans og stytta viðbragðstíma umönnunaraðila í krefjandi aðstæðum. Mikilvægt er að fá upplýst samþykki einstaklings eða forræðisaðila áður en búnaðurinn er settur upp. Við bjóðum upp á sérhæfða ráðgjöf og metum aðstæður á staðnum.
Gólfmotta frá Intercall sem hægt er að tengja við flest sjúkrakallkerfi. Mottan er ljós að lit og fellur betur að gólfefni, minnir líkur á að einstaklingur reynir að stíga framhjá. Hægt að tengja við Trex boðtæki með hljóðlausu boði eins og sýnt er á myndbandi.
Búnaðurinn er að mestu leiti þráðlaus og vinnur á RF (útvarpsbylgjum) tíðni. Hægt er að tengja búnaðinn við önnur kerfi eða setja upp sem sjálfstætt kerfi sem hægt er að bæta við eftir þörfum. Búnaðurinn samanstendur af; boðtækjum, vöktunarbúnaði og aukahlutum. Hægt er að skoða ítarlegt yfirlit yfir það helsta sem er í boði í bækling frá Neat og heildarbæklingi frá okkur.
Til að auðvelda aðgengi að velferðarlausnum frá Öryggismiðstöðinni höfum við útbúið heildarbækling fyrir Velferðartækni fyrir fagfólk. Bæklingurinn inniheldur ljósmyndir, lýsingu og vörunúmer og tryggir betri samskipti alla leið.