Með ferilvöktunarbúnaði er hægt er að fylgjast með ferðum einstaklings til að tryggja öryggi hans og stytta viðbragðstíma umönnunaraðila í krefjandi aðstæðum. Mikilvægt er að fá upplýst samþykki einstaklings eða forræðisaðila áður en búnaðurinn er settur upp. Við bjóðum upp á sérhæfða ráðgjöf og metum aðstæður á staðnum.
Gólfmotta frá Intercall sem hægt er að tengja við flest sjúkrakallkerfi. Mottan er ljós að lit og fellur betur að gólfefni, minnir líkur á að einstaklingur reynir að stíga framhjá. Hægt að tengja við Trex boðtæki með hljóðlausu boði eins og sýnt er á myndbandi.
Búnaðurinn er að mestu leiti þráðlaus og vinnur á RF (útvarpsbylgjum) tíðni. Hægt er að tengja búnaðinn við önnur kerfi eða setja upp sem sjálfstætt kerfi sem hægt er að bæta við eftir þörfum. Búnaðurinn samanstendur af; boðtækjum, vöktunarbúnaði og aukahlutum. Hægt er að skoða ítarlegt yfirlit yfir það helsta sem er í boði í bækling frá Neat og heildarbæklingi frá okkur.
Til að auðvelda aðgengi að velferðarlausnum frá Öryggismiðstöðinni höfum við útbúið heildarbækling fyrir Velferðartækni fyrir fagfólk. Bæklingurinn inniheldur ljósmyndir, lýsingu og vörunúmer og tryggir betri samskipti alla leið.